23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2021 09:55 Glæsilegur lax sem veiddist við opnun Miðfjarðarár Mynd: Rafn Valur Alfreðsson Það er vel fylgst með því hvernig árnar opna þessa dagana en það eru klárlega tvær ár sem standa upp úr hvað það varðar. Urriðafoss opnaði fyrstur og veiðin þar er núna að teygja sig í 300 laxa sem gerir það svæði að aflahæsta veiðisvæði landsins. Besta opnunin er engu að síður sú sem er nýlokið í Miðfjarðará en fyrsta hollið landaði 23 löxum og mest af því var fallegur tveggja ára lax. Þetta er mjög fín byrjun í Miðfjarðará þrátt fyrir að hún hafi oft opnað með fleiri veidda laxa en það hefur verið ansi kalt fyrir norðan sem hefur reynt pínu á þá sem hafa staðið vaktina. Veiðivísir heyrði í Rafn Val leigutaka Miðfjarðarár í morgun og hann sagði að það sem stæði upp úr þessari opnun var hvað tveggja ára laxinn er vel haldinn og þykkur. Það hefur samt ekki alltaf verið sama sem merki milli góðrar veiði í Miðfjarðará og að veiðin verði góð í öðrum ám í hennar næsta nágrenni. Nærtækt er að sjá hvað það er rólegt í Blöndu, eiginlega svo rólegt að menn eru farnir að hafa smá áhyggjur af henni. Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði
Urriðafoss opnaði fyrstur og veiðin þar er núna að teygja sig í 300 laxa sem gerir það svæði að aflahæsta veiðisvæði landsins. Besta opnunin er engu að síður sú sem er nýlokið í Miðfjarðará en fyrsta hollið landaði 23 löxum og mest af því var fallegur tveggja ára lax. Þetta er mjög fín byrjun í Miðfjarðará þrátt fyrir að hún hafi oft opnað með fleiri veidda laxa en það hefur verið ansi kalt fyrir norðan sem hefur reynt pínu á þá sem hafa staðið vaktina. Veiðivísir heyrði í Rafn Val leigutaka Miðfjarðarár í morgun og hann sagði að það sem stæði upp úr þessari opnun var hvað tveggja ára laxinn er vel haldinn og þykkur. Það hefur samt ekki alltaf verið sama sem merki milli góðrar veiði í Miðfjarðará og að veiðin verði góð í öðrum ám í hennar næsta nágrenni. Nærtækt er að sjá hvað það er rólegt í Blöndu, eiginlega svo rólegt að menn eru farnir að hafa smá áhyggjur af henni.
Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði