Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júní 2021 10:53 Þættirnir voru frumsýndir á Netflix á miðnætti aðfaranótt fimmtudags og hafa vakið mikla athygli. Lilja Jónsdóttir/Netflix Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. Þrátt fyrir háar einkunnir á Rotten Tomatoes og IMDB ber að nefna að fáir hafa gefið þáttunum einkunn á miðlunum: sjö einstaklingar á Rotten Tomatoes, þar af einn gagnrýnandi, og 317 á IMDB. Sumir gagnrýnendur vekja athygli á því hve hægir þættirnir í seríunni eru. Stundum komi langar senur, sem séu ekki grípandi, en að í lok hvers þáttar grípi alltaf eitthvað og hvetji áhorfandann til að horfa á næsta þátt. „Ef þú ert ekki aðdáandi hægs söguþráðar og hefur ekki þolinmæði dýrlings, held ég að þú munir ekki njóta Kötlu,“ skrifar gagnrýnandi Leisure Byte. „Ég verð þó að segja að andrúmsloftið er mjög myrkt og ásækið.“ „Ef ekki væri fyrir ákveðin atriði, glæsilega staðsetningu og kvikmyndun og hæfileikaríka leikara, hefði ég ráðlagt þér að sleppa þessum þáttum alveg,“ skrifar gagnrýnandinn. „Gæti auðveldlega verið ein besta þáttaröð ársins“ Gagnrýnandi Decider virðist í öllu ósammála Leisure Byte, utan þess að söguþráðurinn sé nokkuð hægur, og heldur vart vatni yfir Kötlu. „Horfið á þættina! Hugmyndin sem Katla er byggð á er spennandi. Við vonum að mannlegu sögurnar og vísindaskáldskapsráðgátan blandist vel saman,“ skrifar gagnrýnandi Decider. Austin Burke, sem heldur úti YouTube rás þar sem hann fjallar um kvikmyndir og þætti segist hæstánægður með Kötlu. Hann, eins og fleiri, bendir þó á að þættirnir séu hægir en sagan sé spennandi og að ráðgátan sé grípandi. Hann gefur þáttunum einkunnina 8,8. „Ég velti því fyrir mér hvað væri eiginlega í gangi í fyrstu fjórum þáttunum. En þegar líður á seríuna fáum við svörin við öllum spurningunum og í hvert skipti sem eitthvað nýtt birtist undan jöklinum vil ég fá svörin því ég er heillaður af sögunni,“ segir Burke. „Þetta gæti auðveldlega verið ein besta þáttaröð þessa árs.“ Mæla ekki með hámhorfi The Review Geek segir þættina bland í poka. Gagnrýnandinn segir söguna grípandi en mælir ekki með því að fólk horfi á alla þættina í einu. „Þeir eru eins og þung súkkulaðikaka, það er best að taka þá inn hægt og rólega frekar heldur en að gleypa allt í einu í von um svör,“ skrifar gagnrýnandinn. „Andrúmsloftið og leikurinn er hvoru tveggja frábært en haldast í hendur við ráðgátu sem fá svör fást við.“ „Jökulskeið er gott orð til að lýsa hraða söguþráðarins. Eins og margar norrænar þáttaseríur virðist vera lögð meiri áhersla á andrúmsloftið en söguþráðinn; hver þáttur endar á bjargbrúnaratriði sem virðist eins og ódýr leið til að fá áhorfendur til að halda áfram að horfa, jafnvel þó ólíklegt sé að nokkur svör fáist í næsta þætti eða þættinum þar á eftir,“ skrifar gagnrýnandi hjá Ready Steady Cut. „Þættirnir eru hægir og halda spilunum nærri sér í of langan tíma. Þannig að það er óvíst hversu margir ná að klára þættina en þeir sem þurfa skammtinn sinn af niðurlútu norrænu sjónvarpi ættu að horfa á þættina.“ Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir „Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01 Greiða fyrir auglýsingu við gosstöðvarnar eins og hvert annað bílastæði Öskufallin bifreið sem stendur við gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum hefur vakið talsverða athygli vegfarenda. Um er að ræða auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á Netflix-seríunni Kötlu. 5. júní 2021 14:20 Önnur og lengri stikla úr Kötlu birt Netflix hefur birt aðra og lengri stiklu úr þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd verður 17. júní næstkomandi. 28. maí 2021 07:14 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þrátt fyrir háar einkunnir á Rotten Tomatoes og IMDB ber að nefna að fáir hafa gefið þáttunum einkunn á miðlunum: sjö einstaklingar á Rotten Tomatoes, þar af einn gagnrýnandi, og 317 á IMDB. Sumir gagnrýnendur vekja athygli á því hve hægir þættirnir í seríunni eru. Stundum komi langar senur, sem séu ekki grípandi, en að í lok hvers þáttar grípi alltaf eitthvað og hvetji áhorfandann til að horfa á næsta þátt. „Ef þú ert ekki aðdáandi hægs söguþráðar og hefur ekki þolinmæði dýrlings, held ég að þú munir ekki njóta Kötlu,“ skrifar gagnrýnandi Leisure Byte. „Ég verð þó að segja að andrúmsloftið er mjög myrkt og ásækið.“ „Ef ekki væri fyrir ákveðin atriði, glæsilega staðsetningu og kvikmyndun og hæfileikaríka leikara, hefði ég ráðlagt þér að sleppa þessum þáttum alveg,“ skrifar gagnrýnandinn. „Gæti auðveldlega verið ein besta þáttaröð ársins“ Gagnrýnandi Decider virðist í öllu ósammála Leisure Byte, utan þess að söguþráðurinn sé nokkuð hægur, og heldur vart vatni yfir Kötlu. „Horfið á þættina! Hugmyndin sem Katla er byggð á er spennandi. Við vonum að mannlegu sögurnar og vísindaskáldskapsráðgátan blandist vel saman,“ skrifar gagnrýnandi Decider. Austin Burke, sem heldur úti YouTube rás þar sem hann fjallar um kvikmyndir og þætti segist hæstánægður með Kötlu. Hann, eins og fleiri, bendir þó á að þættirnir séu hægir en sagan sé spennandi og að ráðgátan sé grípandi. Hann gefur þáttunum einkunnina 8,8. „Ég velti því fyrir mér hvað væri eiginlega í gangi í fyrstu fjórum þáttunum. En þegar líður á seríuna fáum við svörin við öllum spurningunum og í hvert skipti sem eitthvað nýtt birtist undan jöklinum vil ég fá svörin því ég er heillaður af sögunni,“ segir Burke. „Þetta gæti auðveldlega verið ein besta þáttaröð þessa árs.“ Mæla ekki með hámhorfi The Review Geek segir þættina bland í poka. Gagnrýnandinn segir söguna grípandi en mælir ekki með því að fólk horfi á alla þættina í einu. „Þeir eru eins og þung súkkulaðikaka, það er best að taka þá inn hægt og rólega frekar heldur en að gleypa allt í einu í von um svör,“ skrifar gagnrýnandinn. „Andrúmsloftið og leikurinn er hvoru tveggja frábært en haldast í hendur við ráðgátu sem fá svör fást við.“ „Jökulskeið er gott orð til að lýsa hraða söguþráðarins. Eins og margar norrænar þáttaseríur virðist vera lögð meiri áhersla á andrúmsloftið en söguþráðinn; hver þáttur endar á bjargbrúnaratriði sem virðist eins og ódýr leið til að fá áhorfendur til að halda áfram að horfa, jafnvel þó ólíklegt sé að nokkur svör fáist í næsta þætti eða þættinum þar á eftir,“ skrifar gagnrýnandi hjá Ready Steady Cut. „Þættirnir eru hægir og halda spilunum nærri sér í of langan tíma. Þannig að það er óvíst hversu margir ná að klára þættina en þeir sem þurfa skammtinn sinn af niðurlútu norrænu sjónvarpi ættu að horfa á þættina.“
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir „Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01 Greiða fyrir auglýsingu við gosstöðvarnar eins og hvert annað bílastæði Öskufallin bifreið sem stendur við gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum hefur vakið talsverða athygli vegfarenda. Um er að ræða auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á Netflix-seríunni Kötlu. 5. júní 2021 14:20 Önnur og lengri stikla úr Kötlu birt Netflix hefur birt aðra og lengri stiklu úr þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd verður 17. júní næstkomandi. 28. maí 2021 07:14 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01
Greiða fyrir auglýsingu við gosstöðvarnar eins og hvert annað bílastæði Öskufallin bifreið sem stendur við gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum hefur vakið talsverða athygli vegfarenda. Um er að ræða auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á Netflix-seríunni Kötlu. 5. júní 2021 14:20
Önnur og lengri stikla úr Kötlu birt Netflix hefur birt aðra og lengri stiklu úr þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd verður 17. júní næstkomandi. 28. maí 2021 07:14