„Óþarfa samkeppni sem getur skapað spennu á milli fólks“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2021 13:35 C1ay Tónlistar- og leikkonan Silja Rós gefur í dag út lagið Success. Lagið er töluvert dekkra en seinustu lög söngkonunnar og einkennist af flæðandi takti og tilfinningaríkri rödd Silju sem drífur lagið áfram. Success er nú komið inn á efnisveituna Spotify. Silja Rós segir að þetta sé svöl RnB Pop ballaða með hip-hop blæ. Þetta er fjórða lagið sem Silja Rós setur í loftið af væntanlegri plötu sinni Stay Still. Upptökustjórarnir Whyrun & Slaemi sáu um upptökur og mix og Skonrokk sá um masteringu. Success varð til í Los Angeles þar sem Silja Rós var búsett í nokkur ár. „Lagið er samið um óþarfa samkeppni sem getur skapað spennu á milli fólks. Ég hef aldrei verið hrifin af samkeppni og þrífst mjög illa í þannig aðstæðum. Ég reyni frekar að einblína á stuðning og umvefja mig fólki sem styður mig jafnt og ég styð það, segir Silja Rós um nýja lagið. Maður finnur alltaf fyrir því ef fólk setur annaðhvort sjálfan sig á hærri eða lægri stall og það getur skapað óþægilega stemningu. Ég trúi því að við séum öll jöfn og ættum öll að geta litið á hvort annað sem jafningja. Sannleika satt er ég bara ótrúlega viðkvæmt lítið blóm og þegar aðrir hafa dregið mig í samkeppni verð ég bara mjög lítil í mér og fullkomnunaráráttan tekur yfir. Ég hef virkilega þurft að vinna fyrir sjálfstraustinu mínu,“ segir Silja Rós um lagið. Silja Rós hefur áður opnað sig um að vera föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi. C1ay Eftir margra ára búsetu erlendis í LA og Kaupmannahöfn þar sem hún starfaði sem leikkona, lagahöfundur, söngkona og jógakennari er Silja Rós flutt til Íslands. Hún segir flutningana spennandi og tekur nýjum verkefnum fagnandi. „Síðan ég útskrifaðist sem leikkona hef ég ekki mikið verið á Íslandi þó ég sé mjög heimakær. Ég er ótrúlega þakklát fyrir árin úti og þau tækifæri sem ég fékk þar en ég er líka ánægð með að vera komin til Íslands. Síðasta ár var frekar óhefðbundið og eyddi ég flestum stundum í að semja og taka upp tónlist. Listakonan innra með mér er farin að sakna þess að standa á sviði og finna fyrir áhorfendum svo ég vona að aðstæður verði betri til þess á næstu mánuðum. Það var stórkostleg tilfinning um daginn þegar ég söng í fallegu sumarbrúðkaupi í Kaupmannahöfn eftir margra mánuða pásu. Það er ekkert betra en að gleðja fólk með tónlist og leiklist. Samgleðjumst hvort öðru og þorum að fylgja hjartanu.“ Lagið Success er komið út á Spotify og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Tengdar fréttir Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi „Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær. 27. mars 2021 20:00 Silja Rós frumsýnir nýtt myndband innblásið af lífinu í sóttkví „Ég er ótrúlega þakklát fyrir alla spilunina sem Stay Still hefur fengið og jákvæðu viðbrögðin svo ég er ótrúlega spennt að gefa út meira efni af plötunni,“ segir söngkonan Silja. 15. janúar 2021 09:00 Alltaf verið hrædd við að staðna Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir fór út til Los Angeles á vit ævintýranna fyrir nokkrum árum og lærði leiklist. Hún starfar sem söngkona og lagahöfundur í Kaupmannahöfn og vinnur að nýrri plötu. 18. október 2020 09:01 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Success er nú komið inn á efnisveituna Spotify. Silja Rós segir að þetta sé svöl RnB Pop ballaða með hip-hop blæ. Þetta er fjórða lagið sem Silja Rós setur í loftið af væntanlegri plötu sinni Stay Still. Upptökustjórarnir Whyrun & Slaemi sáu um upptökur og mix og Skonrokk sá um masteringu. Success varð til í Los Angeles þar sem Silja Rós var búsett í nokkur ár. „Lagið er samið um óþarfa samkeppni sem getur skapað spennu á milli fólks. Ég hef aldrei verið hrifin af samkeppni og þrífst mjög illa í þannig aðstæðum. Ég reyni frekar að einblína á stuðning og umvefja mig fólki sem styður mig jafnt og ég styð það, segir Silja Rós um nýja lagið. Maður finnur alltaf fyrir því ef fólk setur annaðhvort sjálfan sig á hærri eða lægri stall og það getur skapað óþægilega stemningu. Ég trúi því að við séum öll jöfn og ættum öll að geta litið á hvort annað sem jafningja. Sannleika satt er ég bara ótrúlega viðkvæmt lítið blóm og þegar aðrir hafa dregið mig í samkeppni verð ég bara mjög lítil í mér og fullkomnunaráráttan tekur yfir. Ég hef virkilega þurft að vinna fyrir sjálfstraustinu mínu,“ segir Silja Rós um lagið. Silja Rós hefur áður opnað sig um að vera föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi. C1ay Eftir margra ára búsetu erlendis í LA og Kaupmannahöfn þar sem hún starfaði sem leikkona, lagahöfundur, söngkona og jógakennari er Silja Rós flutt til Íslands. Hún segir flutningana spennandi og tekur nýjum verkefnum fagnandi. „Síðan ég útskrifaðist sem leikkona hef ég ekki mikið verið á Íslandi þó ég sé mjög heimakær. Ég er ótrúlega þakklát fyrir árin úti og þau tækifæri sem ég fékk þar en ég er líka ánægð með að vera komin til Íslands. Síðasta ár var frekar óhefðbundið og eyddi ég flestum stundum í að semja og taka upp tónlist. Listakonan innra með mér er farin að sakna þess að standa á sviði og finna fyrir áhorfendum svo ég vona að aðstæður verði betri til þess á næstu mánuðum. Það var stórkostleg tilfinning um daginn þegar ég söng í fallegu sumarbrúðkaupi í Kaupmannahöfn eftir margra mánuða pásu. Það er ekkert betra en að gleðja fólk með tónlist og leiklist. Samgleðjumst hvort öðru og þorum að fylgja hjartanu.“ Lagið Success er komið út á Spotify og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi „Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær. 27. mars 2021 20:00 Silja Rós frumsýnir nýtt myndband innblásið af lífinu í sóttkví „Ég er ótrúlega þakklát fyrir alla spilunina sem Stay Still hefur fengið og jákvæðu viðbrögðin svo ég er ótrúlega spennt að gefa út meira efni af plötunni,“ segir söngkonan Silja. 15. janúar 2021 09:00 Alltaf verið hrædd við að staðna Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir fór út til Los Angeles á vit ævintýranna fyrir nokkrum árum og lærði leiklist. Hún starfar sem söngkona og lagahöfundur í Kaupmannahöfn og vinnur að nýrri plötu. 18. október 2020 09:01 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi „Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær. 27. mars 2021 20:00
Silja Rós frumsýnir nýtt myndband innblásið af lífinu í sóttkví „Ég er ótrúlega þakklát fyrir alla spilunina sem Stay Still hefur fengið og jákvæðu viðbrögðin svo ég er ótrúlega spennt að gefa út meira efni af plötunni,“ segir söngkonan Silja. 15. janúar 2021 09:00
Alltaf verið hrædd við að staðna Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir fór út til Los Angeles á vit ævintýranna fyrir nokkrum árum og lærði leiklist. Hún starfar sem söngkona og lagahöfundur í Kaupmannahöfn og vinnur að nýrri plötu. 18. október 2020 09:01