Ísland stærsti stuðningsaðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu Heimsljós 14. júní 2021 12:14 UNICEF Tekjur UNICEF á Íslandi námu tæpum 800 milljónum á síðasta ári en yfir 80% stuðnings við samtökin kemur frá Heimsforeldrum. Á ársfundi UNICEF fyrir helgi kom fram að tekjur samtakanna á Íslandi á árinu 2020 námu rétt tæpum 800 milljónum. Enn eitt árið koma því hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF frá Íslandi. Það er mikið til stuðningi Heimsforeldra að þakka, en yfir 80 prósent af stuðningi til UNICEF koma frá Heimsforeldrum. „Þegar litið er á heildarframlag Íslands á liðnu ári, þ.e. frá bæði ríki og landsnefnd, erum við enn á ný einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu. Af því erum við afskaplega stolt og þakklát,“ segir í frétt frá UNICEF. Ný stjórn UNICEF á Íslandi. „Árið 2020 var engu líkt og neyð barna í heiminum jókst til muna vegna áhrifa kórónaveirunnar. Meira en 1,5 milljarður barna varð fyrir áhrifum skólalokana, 80 milljónir barna undir eins árs aldri fóru á mis við reglubundnar bólusetningar og efnahagsþrengingar og aukin fátækt heimila jók á hungur barna. Það verður kapphlaup næstu ára að koma í veg fyrir að afleiðingar kórónuveirunnar verði ekki áratuga bakslag í réttindum og velferð barna. Það var því ómetanlegt að finna fyrir slíkum stuðningi við starfið í fyrra. Nú sem aldrei fyrr skiptir ríkulegur stuðningur Íslendinga við börn heimsins miklu máli,“ sagði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra tók við sem formaður stjórnar UNICEF á Íslandi á ársfundi félagsins fyrir helgi. Óttarr, sem hefur setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019, tók við embættinu af Kjartani Erni Ólafssyni. „Það er mikill heiður að vera treyst fyrir þessu hlutverki og að fá tækifæri til að leggja mitt á vogarskálarnar í þágu barna heimsins. UNICEF á Íslandi er öflugt félag sem býr yfir frábæru starfsfólki sem brennur fyrir málefninu. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með hversu myndarlega Íslendingar hafa sýnt stuðning sinn í verki til að hjálpa börnum um allan heim og hlakka ég til að taka enn meiri þátt í þessu mikilvæga starfi,“ segir Óttarr. Í stjórn UNICEF á Íslandi sitja ásamt Óttari þau Sigríður Thorlacius, Kjartan Örn Ólafsson, Guðrún Nordal, Jökull Ingi Þorvaldsson og Guðrún Hálfdánardóttir auk þriggja nýrra meðlima sem tóku sæti í stjórn í gær. Þau eru Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka; Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Háskólans í Reykjavík og Sýnar og Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar. Áframhaldandi stuðningur frá stjórnvöldum UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands og samstarf íslenska ríkisins við UNICEF er afar gott og náið. Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndar styrktraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mikils stuðnings miðað við höfðatölu. Kjarnaframlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og því gerir hátt hlutfall þeirra (130 milljónir króna) UNICEF kleift að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki endilega í kastljósi fjölmiðla og umheimsins. „Við færum íslenskum yfirvöldum hugheilar þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af stuðningnum,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent
Á ársfundi UNICEF fyrir helgi kom fram að tekjur samtakanna á Íslandi á árinu 2020 námu rétt tæpum 800 milljónum. Enn eitt árið koma því hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF frá Íslandi. Það er mikið til stuðningi Heimsforeldra að þakka, en yfir 80 prósent af stuðningi til UNICEF koma frá Heimsforeldrum. „Þegar litið er á heildarframlag Íslands á liðnu ári, þ.e. frá bæði ríki og landsnefnd, erum við enn á ný einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu. Af því erum við afskaplega stolt og þakklát,“ segir í frétt frá UNICEF. Ný stjórn UNICEF á Íslandi. „Árið 2020 var engu líkt og neyð barna í heiminum jókst til muna vegna áhrifa kórónaveirunnar. Meira en 1,5 milljarður barna varð fyrir áhrifum skólalokana, 80 milljónir barna undir eins árs aldri fóru á mis við reglubundnar bólusetningar og efnahagsþrengingar og aukin fátækt heimila jók á hungur barna. Það verður kapphlaup næstu ára að koma í veg fyrir að afleiðingar kórónuveirunnar verði ekki áratuga bakslag í réttindum og velferð barna. Það var því ómetanlegt að finna fyrir slíkum stuðningi við starfið í fyrra. Nú sem aldrei fyrr skiptir ríkulegur stuðningur Íslendinga við börn heimsins miklu máli,“ sagði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra tók við sem formaður stjórnar UNICEF á Íslandi á ársfundi félagsins fyrir helgi. Óttarr, sem hefur setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019, tók við embættinu af Kjartani Erni Ólafssyni. „Það er mikill heiður að vera treyst fyrir þessu hlutverki og að fá tækifæri til að leggja mitt á vogarskálarnar í þágu barna heimsins. UNICEF á Íslandi er öflugt félag sem býr yfir frábæru starfsfólki sem brennur fyrir málefninu. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með hversu myndarlega Íslendingar hafa sýnt stuðning sinn í verki til að hjálpa börnum um allan heim og hlakka ég til að taka enn meiri þátt í þessu mikilvæga starfi,“ segir Óttarr. Í stjórn UNICEF á Íslandi sitja ásamt Óttari þau Sigríður Thorlacius, Kjartan Örn Ólafsson, Guðrún Nordal, Jökull Ingi Þorvaldsson og Guðrún Hálfdánardóttir auk þriggja nýrra meðlima sem tóku sæti í stjórn í gær. Þau eru Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka; Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Háskólans í Reykjavík og Sýnar og Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar. Áframhaldandi stuðningur frá stjórnvöldum UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands og samstarf íslenska ríkisins við UNICEF er afar gott og náið. Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndar styrktraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mikils stuðnings miðað við höfðatölu. Kjarnaframlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og því gerir hátt hlutfall þeirra (130 milljónir króna) UNICEF kleift að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki endilega í kastljósi fjölmiðla og umheimsins. „Við færum íslenskum yfirvöldum hugheilar þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af stuðningnum,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent