Red Riot senda frá sér dansvænan sumarsmell Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 16:30 RED RIOT gefa út plötu seinna í sumar. Juliette Rowland RED RIOT sendu frá sér sumarlegt danslag í dag af væntanlegri plötu. Hljómsveitin RED RIOT er skipuð þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekktum sem Hildur og Cell7. Lagið sem þær gefa út í dag er þeirra annað lag, One More Dance og er það nú þegar komið á Spotify. Lagið gerðu þær ásamt tónlistarmanninum David44. Lagið er samið af þeim ásamt tónlistarmanninum Huginn, pródúserað af RED RIOT og gefið út af Kimochi Records. „Lagið er ljúfsárt dans-sumarsmellur sem varð til í byrjun árs. David44 er íslenskur tónlistarmaður sem hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn frá barnæsku og ljáir hann laginu silkimjúka rödd sína. Lagið var gert á sannkallaðan covid-hátt þar sem vegna ferðahafta hittust RED RIOT og David44 ekki við upptöku lagsins heldur sendu einungis upptökur yfir netið,“ segir í tilkynningu um lagið. RED RIOT hafa vakið athygli tónlistarunnenda síðan þær gáfu út sitt fyrsta lag Bounce Back í febrúar. Þær vinna nú að sinni fyrstu breiðskífu sem er væntanleg í lok sumars og stefna einnig að tónleikaferð um landið til að kynna plötuna. RED RIOT gáfu út myndband fyrr á árinu, við lagið sitt Bounce Back. Myndbandinu leikstýrði Baltasar Breki og þar voru hundar í aðalhlutverki. Tónlist Tengdar fréttir Fleiri dýr en fólk í myndbandinu Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7. 25. mars 2021 14:31 „Við erum að byrja byltingu“ Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot. 23. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Lagið sem þær gefa út í dag er þeirra annað lag, One More Dance og er það nú þegar komið á Spotify. Lagið gerðu þær ásamt tónlistarmanninum David44. Lagið er samið af þeim ásamt tónlistarmanninum Huginn, pródúserað af RED RIOT og gefið út af Kimochi Records. „Lagið er ljúfsárt dans-sumarsmellur sem varð til í byrjun árs. David44 er íslenskur tónlistarmaður sem hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn frá barnæsku og ljáir hann laginu silkimjúka rödd sína. Lagið var gert á sannkallaðan covid-hátt þar sem vegna ferðahafta hittust RED RIOT og David44 ekki við upptöku lagsins heldur sendu einungis upptökur yfir netið,“ segir í tilkynningu um lagið. RED RIOT hafa vakið athygli tónlistarunnenda síðan þær gáfu út sitt fyrsta lag Bounce Back í febrúar. Þær vinna nú að sinni fyrstu breiðskífu sem er væntanleg í lok sumars og stefna einnig að tónleikaferð um landið til að kynna plötuna. RED RIOT gáfu út myndband fyrr á árinu, við lagið sitt Bounce Back. Myndbandinu leikstýrði Baltasar Breki og þar voru hundar í aðalhlutverki.
Tónlist Tengdar fréttir Fleiri dýr en fólk í myndbandinu Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7. 25. mars 2021 14:31 „Við erum að byrja byltingu“ Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot. 23. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fleiri dýr en fólk í myndbandinu Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7. 25. mars 2021 14:31
„Við erum að byrja byltingu“ Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot. 23. febrúar 2021 21:21