Þingvallableikjan farin að taka flugur veiðimanna Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2021 10:46 60 sm sílableikja sem veiddist í Þingvallavatni Mynd: KL Þingvallavatn er líklega ásamt Elliðavatni eitt vinsælasta vatn landsins enda flykkjast veiðimenn þangað á öllum góðum dögum. Vatnið fór heldur rólega af stað í maí enda var kalt í veðri og lítið að gerast. Síðustu daga hefur þó lifnað vel yfir veiðinni í vatninu og er nú svo komið að við erum að fá næstum því daglega ágætar fréttir af veiði. Það er þó samt þannig að flestar þessar fréttir koma frá veiðimönnum sem þekkja vatnið vel og vita nákvæmlega hvað bleikjan er að taka og hvernig er best að bera sig að. Til að hjálpa þeim sem eru að byrja má nefna að það helsta sem þarf að vera í lagi eru langir taumar, alla vega 12-14 fet, þyngdar flugur og þær þurfa ekki að vera stórar en stærðir 16-18# hafa verið að gefa vel og þá má auðvitað nefna flugur eins Peacock, Pheasant Tail, Killer og Frisco. Það þarf að leyfa flugunni að sökkva vel, næstum því niður á botn og draga svo löturhægt inn. Veiðin hefur verið jöfn og dreifð um Þjóðgarðinum eftir því sem við best heyrum svo engin staður virðist síðustu daga hafa verið að gefa betur en annar. Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði
Vatnið fór heldur rólega af stað í maí enda var kalt í veðri og lítið að gerast. Síðustu daga hefur þó lifnað vel yfir veiðinni í vatninu og er nú svo komið að við erum að fá næstum því daglega ágætar fréttir af veiði. Það er þó samt þannig að flestar þessar fréttir koma frá veiðimönnum sem þekkja vatnið vel og vita nákvæmlega hvað bleikjan er að taka og hvernig er best að bera sig að. Til að hjálpa þeim sem eru að byrja má nefna að það helsta sem þarf að vera í lagi eru langir taumar, alla vega 12-14 fet, þyngdar flugur og þær þurfa ekki að vera stórar en stærðir 16-18# hafa verið að gefa vel og þá má auðvitað nefna flugur eins Peacock, Pheasant Tail, Killer og Frisco. Það þarf að leyfa flugunni að sökkva vel, næstum því niður á botn og draga svo löturhægt inn. Veiðin hefur verið jöfn og dreifð um Þjóðgarðinum eftir því sem við best heyrum svo engin staður virðist síðustu daga hafa verið að gefa betur en annar.
Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði