Fyrstu laxarnir sjást í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2021 11:28 Fallegur nýgengin lax úr Langá sem veiddist í Dyrfljóti í fyrrasumar Mynd: KL Langá á Mýrum hefur oft verið talin sú á sem er með seingengin laxastofn en síðustu ár hefur það eitthvað breyst. Opnun Langár hefur ekki verið laxlaus og oftar en ekki er bara um prýðilega opnun á ánni með 10-15 laxa meðaltali. Fyrir fáum dögum sáust fyrstu laxarnir í veiðistaðnum Krókódíl sem er rétt 100 metra frá sjó og gefur það góða væntingu fyrir því að núna á fyrst stóra straum sumarsins mæti laxinn og vonandi þá í góðu magni. Langá er í frábæru júnívatni og það gerir opnunina ennþá meira spennandi en svona gott vatn hefur líklega ekki verið í henni síðan 2015. Undanfarin ár hefur hún verið undir sínu besta vatni í júní en blautir dagar og vikur undanfarið hafa breytt því til hins betra í Langá sem og öðrum ám á vesturlandi. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði
Opnun Langár hefur ekki verið laxlaus og oftar en ekki er bara um prýðilega opnun á ánni með 10-15 laxa meðaltali. Fyrir fáum dögum sáust fyrstu laxarnir í veiðistaðnum Krókódíl sem er rétt 100 metra frá sjó og gefur það góða væntingu fyrir því að núna á fyrst stóra straum sumarsins mæti laxinn og vonandi þá í góðu magni. Langá er í frábæru júnívatni og það gerir opnunina ennþá meira spennandi en svona gott vatn hefur líklega ekki verið í henni síðan 2015. Undanfarin ár hefur hún verið undir sínu besta vatni í júní en blautir dagar og vikur undanfarið hafa breytt því til hins betra í Langá sem og öðrum ám á vesturlandi.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði