Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2021 09:04 Bleikjan hefur verið á undanhaldi í Soginu en það er von um að það gæti breyst. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Ásgarður við Sogið hefur verið að eiga góða daga í bleikju upp á síðkastið en það er ljóst að góður árangur Veitt og Sleppt er að skipta þarna miklu máli. Bleikjan við Ásgarð verður bara vænni með tímanum og 50-60 sm bleikjur á þessu svæði þykir engin stórfrétt. Síðustu tvo daga hefur veiðin verið góð en samkvæmt okkar heimildum var um 50 bleikjum landað á þessum tveimur dögum. Mest af bleikjunni heldur sig á svæðinu við Símastreng en á svæðinu fyrir neðan veiðihús á stöðum eins og Frúarstein og Gíbraltar má líka finna vænar bleikjur. Sogið var komið á mjög vondan stað, það er nokkuð ljóst enda fór bleikju fækkandi og laxveiðin hefur ekki verið sérstök undanfarin ár. Ofveiði á bleikju er líklega um að kenna en þeir sem þekkja Sogið vel hafa lengi haft orð á því að það sé greinileg hnignun í stofnstærð bleikjunnar í ánni. Nú hafa nýjir aðilar tekið við Bíldsfelli og líklegur tónn þar verður að öllum líkindum sá sami og er við Ásgarð að Veitt og Sleppt verði viðhaldið á meðan Sogið nær aftur vopnum sínum. Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði
Bleikjan við Ásgarð verður bara vænni með tímanum og 50-60 sm bleikjur á þessu svæði þykir engin stórfrétt. Síðustu tvo daga hefur veiðin verið góð en samkvæmt okkar heimildum var um 50 bleikjum landað á þessum tveimur dögum. Mest af bleikjunni heldur sig á svæðinu við Símastreng en á svæðinu fyrir neðan veiðihús á stöðum eins og Frúarstein og Gíbraltar má líka finna vænar bleikjur. Sogið var komið á mjög vondan stað, það er nokkuð ljóst enda fór bleikju fækkandi og laxveiðin hefur ekki verið sérstök undanfarin ár. Ofveiði á bleikju er líklega um að kenna en þeir sem þekkja Sogið vel hafa lengi haft orð á því að það sé greinileg hnignun í stofnstærð bleikjunnar í ánni. Nú hafa nýjir aðilar tekið við Bíldsfelli og líklegur tónn þar verður að öllum líkindum sá sami og er við Ásgarð að Veitt og Sleppt verði viðhaldið á meðan Sogið nær aftur vopnum sínum.
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði