Gaf æskufélaginu sínu allan Englandsmeistara bónusinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 09:01 Ilkay Gundogan átti mikið í þessum meistaratitli Manchester City. Getty/Matt McNulty Ilkay Gundogan átti frábært tímabil með Manchester City og hann er nú á fullu að undirbúa sig fyrir Evrópumót landsliða með þýska landsliðinu. Hann fagnaði Englandsmeistaratitlinum með City á rausnarlegan hátt. Gundogan ákvað að gefa æskufélaginu sínu heima í Þýskalandi allan Englandsmeistarabónusinn sinn. Félagið, Hessler 06, þarf á peningnum að halda fyrir byggingu á nýjum gervigrasvelli. Man City star Ilkay Gundogan donates his entire Premier League winners bonus to superb cause https://t.co/0UXWrLmeik— BenchWarmers (@BeWarmers) June 8, 2021 Gundogan eyddi tíu árum hjá félaginu áður en hann gekk til liðs við knattspyrnuakademíu Bochum. Hann fór síðan til Nürnberg og þaðan til Borussia Dortmund árið 2011. Það eru reyndar ekki allir miðlar sammála um hvort að þetta hafi verið bónus fyrir árangurinn í ensku úrvalsdeildinni eða fyrir að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eins og Sky Sports heldur fram. Það skiptir kannski ekki öllu máli því þetta er rausnarleg gjöf hvaðan sem peningar koma. Ilkay Gundogan has donated his Champions League bonus to his childhood club in Germany to help them fund a new artificial pitch — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 8, 2021 Gervigrasvöllurinn kostar 300 þúsund evrur eða 44 milljónir íslenskra króna. Gundogan gefur félaginu nær allan þann pening. „Án Ilkay þá hefðum við ekki getað byrjað á þessu verkefni,“ sagði Rainer Konietzka, stjórnarformaður þýska félagsins. Ilkay Gundogan er þrítugur og hefur verið hjá Manchester City frá því í júlí 2016. Hann var því að verða enskur meistari í þriðja sinn. Gundogan hefur aldrei skorað meira á einu tímabili í vetur en hann var með 13 mörk og 3 stoðsendingar í 28 deildarleikjum og 3 mörk og 1 stoðsendingu í 12 leikjum í Meistaradeildinni. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Gundogan ákvað að gefa æskufélaginu sínu heima í Þýskalandi allan Englandsmeistarabónusinn sinn. Félagið, Hessler 06, þarf á peningnum að halda fyrir byggingu á nýjum gervigrasvelli. Man City star Ilkay Gundogan donates his entire Premier League winners bonus to superb cause https://t.co/0UXWrLmeik— BenchWarmers (@BeWarmers) June 8, 2021 Gundogan eyddi tíu árum hjá félaginu áður en hann gekk til liðs við knattspyrnuakademíu Bochum. Hann fór síðan til Nürnberg og þaðan til Borussia Dortmund árið 2011. Það eru reyndar ekki allir miðlar sammála um hvort að þetta hafi verið bónus fyrir árangurinn í ensku úrvalsdeildinni eða fyrir að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eins og Sky Sports heldur fram. Það skiptir kannski ekki öllu máli því þetta er rausnarleg gjöf hvaðan sem peningar koma. Ilkay Gundogan has donated his Champions League bonus to his childhood club in Germany to help them fund a new artificial pitch — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 8, 2021 Gervigrasvöllurinn kostar 300 þúsund evrur eða 44 milljónir íslenskra króna. Gundogan gefur félaginu nær allan þann pening. „Án Ilkay þá hefðum við ekki getað byrjað á þessu verkefni,“ sagði Rainer Konietzka, stjórnarformaður þýska félagsins. Ilkay Gundogan er þrítugur og hefur verið hjá Manchester City frá því í júlí 2016. Hann var því að verða enskur meistari í þriðja sinn. Gundogan hefur aldrei skorað meira á einu tímabili í vetur en hann var með 13 mörk og 3 stoðsendingar í 28 deildarleikjum og 3 mörk og 1 stoðsendingu í 12 leikjum í Meistaradeildinni.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira