Tónlist

Stuð­­menn halda stuðinu uppi á Bræðslunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Suðmenn munu halda uppi stuðinu á Bræðslunni ásamt Ragnhildi Gísladóttur. 
Suðmenn munu halda uppi stuðinu á Bræðslunni ásamt Ragnhildi Gísladóttur.  Vísir

Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra.

Hátíðin fer fram laugardagskvöldið 24. júlí næstkomandi en dagana á undan mun fjöldi tónleika fara fram á Borgarfirði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir og ýmiskonar afþreyingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bræðslunni.

Auk Stuðmanna munu tónlistarfólkið Bríet, Sigrún Stella, Aldís Fjóla og Mugison stíga á svið.

„Öllum sóttvörnum sem í gildi verða þegar að hátíðinni kemur verður auðvitað fylgt og ef hátíðin fellur niður aftur vegna heimsfaraldurs verða keyptir miðar endurgreiddir að fullu.“


Tengdar fréttir

Bræðslan blásin af

Aðstandendur Bræðslunnar hafa ákveðið að aflýsa hátíðinni þetta sumarið en hún hefur farið fram árlega síðustu helgina í júlí.

Atriði Bræðslunnar 2019 tilkynnt

Nú um helgina var tilkynnt um hvaða atriði munu stíga á svið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni, sem fram fer á Borgarfirði eystra 27.júlí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.