Brasilískur réttur sem er algjört augnakonfekt með argentínsku chimichurri. Verið velkomin til Suður-Ameríku!
Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð.
Picana með chimichurri
- Kjöt
-
- 1.7 kg coulotte-steik, (hægt að panta í Kjötkompaníinu)
- Gróft sjávarsalt
- Chimichurri
-
- 100 ml olía
- 1 tsk rauðvínsedik
- 30 g steinselja
- 3 hvítlauksgeirar
- ½ rauður chilli
- 1 tsk þurrkað oregano
- 1 tsk flögusalt
- ½ tsk grófmalaður pipar
- Aðferð
- Kyndið grillið í 250 gráður.
- Skerið coulotte-steikina þvert í sex sm þykka bita.
- Brjótið bitana saman og stingið grilltein í gegnum þá alla. Gott að setja þrjá bita á spjót. Saltið með grófu salti.
- Grillið kjötið á beinum hita og snúið reglulega til að fá stökka húð. Grillið þar til kjötið nær 50 gráðum í kjarnhita og leyfið að hvíla í tíu mínútur.
- Setjið olíu og rauðvínsedik í skál og grófsaxið steinselju, chilli (takið fræin úr ef þið viljið ekki sterkt) og hvítlauk. Bætið í skálina ásamt oregano, salti og pipar og hrærið.
- Skerið í þunnar sneiðar á teininum fyrir framan gestina og berið fram með chimichurri.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.
Þrefaldur alvöru smash borgari
Beikonvafinn bjórdósaborgari