BBQ kóngurinn: Taco birria í steypujárnspotti Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. júní 2021 15:31 Girnileg Taco uppskrift í boði grillmeistarans og BBQ kóngsins Alfreðs Fannars Björnssonar. Það er fátt eins tilvalið í matarboðið eins og heimagert Taco. Í fjórða þætti BBQ kóngsins á Stöð 2 sýnir grillmeistarinn Alfreð Fannar skemmtilega uppskrift af Taco sem hann útfærir á grillinu. Í þennan rétt nota ég glóðapott. Ég set kol undir og ofan á pottinn og stjórna þannig hitanum. Hér nota ég 21 kol en þá verður potturinn 175 gráðu heitur. Að elda í glóðapotti er ekki aðeins flott heldur þarf ekki að nota grill. Það er kjörið að taka svona pott með í næstu útilegu. Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð. Klippa: BBQ kóngurinn - Taco birria í steypujárnspotti Taco birria í steypujárnspotti Taco 2 kg tveggja beina stórt nautarif 1 laukur 4 hvítlauksgeirar 2 tómatar 2 msk oregano 2 msk SPG-kryddblandan eða salt og pipar Krukka af chipotlemauki eða 130 g Vatn til að hylja kjötið í pottinum Safi úr einni límónu Tortillur 1 rauðlaukur Lófafylli af fersku kóríander Rifinn mozzarellaostur Aðferð Skerið lauk, hvítlauk og tómata gróft og setjið í botninn á pottinum. Úrbeinið nautarif og setjið í pottinn. Óþarfi að snyrta fitu af kjötinu þar sem við notum fituna sem bráðnar af því til að steikja tortillurnar upp úr. Bætið oregano, SPG og chipotle-mauki út í pottinn. Hellið vatni yfir svo það hylji kjötið. Kveikjið upp í 21 koli. Þegar kolin eru orðin heit setjið þið 7 kol undir pottinn og 14 kol á lokið. Þannig ætti hitinn í pottinum að vera um 175 gráður. Eldið í 1½ til 2 klukkutíma eða þangað til kjötið verður mjúkt og gott. Takið kjötið upp úr og fleytið fituna af soðinu í pottinum og geymið fyrir skref nr. 9. Látið vökvann sjóða niður á meðan þið skerið kjötið niður í mjög litla bita og undirbúið afganginn. Kyndið grill í 200 gráður og setjið pönnu á grillið. Steikið tortillur á báðum hliðum upp úr fitunni sem þið veidduð upp úr pottinum. Fínsaxið rauðlauk og kóríander. Raðið kjötinu í miðjuna. Stráið rauðlauk, rifnum mozzarella og kóríander yfir.Lokið tortillunni og steikið hana þar til hún verður stökk og osturinn bráðinn. Setjið soð úr pottinum í litla skál, dýfið tortillunni í soðið og kreistið smá límónu yfir. Nammmm, hvað þetta er gott! Hægt er að nálgast alla þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Lax á sedrusviðarplatta BBQ kóngurinn Grillréttir Uppskriftir Taco Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Spatchcock-kjúklingur með hvítri Alabama BBQ-sósu Nú ættu flestir grillarar landsins að vera búnir að dusta rykið af grillspöðunum og koma sér í réttu stemninguna fyrir sumarið. Grillmeistarinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, sér til þess að enginn ætti að vera uppiskroppa með hugmyndir þegar kemur að því að undirbúa skemmtilegt grill matarboð. 31. maí 2021 16:31 BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari „Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. maí 2021 15:30 BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2. 19. febrúar 2021 15:31 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið
Í þennan rétt nota ég glóðapott. Ég set kol undir og ofan á pottinn og stjórna þannig hitanum. Hér nota ég 21 kol en þá verður potturinn 175 gráðu heitur. Að elda í glóðapotti er ekki aðeins flott heldur þarf ekki að nota grill. Það er kjörið að taka svona pott með í næstu útilegu. Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð. Klippa: BBQ kóngurinn - Taco birria í steypujárnspotti Taco birria í steypujárnspotti Taco 2 kg tveggja beina stórt nautarif 1 laukur 4 hvítlauksgeirar 2 tómatar 2 msk oregano 2 msk SPG-kryddblandan eða salt og pipar Krukka af chipotlemauki eða 130 g Vatn til að hylja kjötið í pottinum Safi úr einni límónu Tortillur 1 rauðlaukur Lófafylli af fersku kóríander Rifinn mozzarellaostur Aðferð Skerið lauk, hvítlauk og tómata gróft og setjið í botninn á pottinum. Úrbeinið nautarif og setjið í pottinn. Óþarfi að snyrta fitu af kjötinu þar sem við notum fituna sem bráðnar af því til að steikja tortillurnar upp úr. Bætið oregano, SPG og chipotle-mauki út í pottinn. Hellið vatni yfir svo það hylji kjötið. Kveikjið upp í 21 koli. Þegar kolin eru orðin heit setjið þið 7 kol undir pottinn og 14 kol á lokið. Þannig ætti hitinn í pottinum að vera um 175 gráður. Eldið í 1½ til 2 klukkutíma eða þangað til kjötið verður mjúkt og gott. Takið kjötið upp úr og fleytið fituna af soðinu í pottinum og geymið fyrir skref nr. 9. Látið vökvann sjóða niður á meðan þið skerið kjötið niður í mjög litla bita og undirbúið afganginn. Kyndið grill í 200 gráður og setjið pönnu á grillið. Steikið tortillur á báðum hliðum upp úr fitunni sem þið veidduð upp úr pottinum. Fínsaxið rauðlauk og kóríander. Raðið kjötinu í miðjuna. Stráið rauðlauk, rifnum mozzarella og kóríander yfir.Lokið tortillunni og steikið hana þar til hún verður stökk og osturinn bráðinn. Setjið soð úr pottinum í litla skál, dýfið tortillunni í soðið og kreistið smá límónu yfir. Nammmm, hvað þetta er gott! Hægt er að nálgast alla þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Lax á sedrusviðarplatta
BBQ kóngurinn Grillréttir Uppskriftir Taco Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Spatchcock-kjúklingur með hvítri Alabama BBQ-sósu Nú ættu flestir grillarar landsins að vera búnir að dusta rykið af grillspöðunum og koma sér í réttu stemninguna fyrir sumarið. Grillmeistarinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, sér til þess að enginn ætti að vera uppiskroppa með hugmyndir þegar kemur að því að undirbúa skemmtilegt grill matarboð. 31. maí 2021 16:31 BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari „Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. maí 2021 15:30 BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2. 19. febrúar 2021 15:31 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið
BBQ kóngurinn: Spatchcock-kjúklingur með hvítri Alabama BBQ-sósu Nú ættu flestir grillarar landsins að vera búnir að dusta rykið af grillspöðunum og koma sér í réttu stemninguna fyrir sumarið. Grillmeistarinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, sér til þess að enginn ætti að vera uppiskroppa með hugmyndir þegar kemur að því að undirbúa skemmtilegt grill matarboð. 31. maí 2021 16:31
BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari „Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. maí 2021 15:30
BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2. 19. febrúar 2021 15:31