Nýja stiklan gefur skýrari mynd af söguþræðinum og útliti þáttanna en sú stikla sem fyrst var birt fyrir rúmri viku.
Það eru Baltasar Kormákur; Börkur Sigþórsson og Þóra Hilmarsdóttir sem leikstýra þáttunum en með helstu hlutverk fara þau Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim and Valter Skarsgård.
Um söguþráðinn segir: „Þegar Katla hefur gosið samfellt í eitt ár er Gríma ennþá að leita að systur sinni sem hvarf daginn sem eldfjallið hóf að gjósa. Þegar von hennar um að finna lík systur sinnar fer dvínandi fara íbúar á svæðinu að fá heimsóknir frá óvæntum gestum. Kannski leynist eitthvað undir jöklinum sem enginn gat séð fyrir.“
Hægt er að sjá stikluna hér.