Forvali fyrir bíl ársins lokið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. maí 2021 07:00 Frá prófunardegi BÍBB árið 2019. Vísir/KÁG Forvalsnefnd BÍBB (Bandalag íslenskra bílablaðamanna) hefur lokið forvali á bíl ársins. Listi yfir þá bíla sem komust í úrslit er í fréttinni. Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða, enda blaðamenn spenntir að velja bíl ársins. Valið fór áður fram á vormánuðum en hafði farið fram á haustmánuðum undanfarin ár. Honda e í hleðslu. Bílar í úrslitum Í flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir eru: Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES Í flokki stærri fólksbílar komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í útslit. Þar af eru tveir rafbílar og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Sama er upp á teningnum í flokki minni jepplinga/jeppa, það er að tveir rafbílar komast í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum eru: MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4. Land Rover Defender var valinn bíll ársins hjá TopGear. Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar eru í úrslitum Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover Defender. Lokaprófanir fara svo fram á næstu dögum til á ákvarða hvaða bíll hlýtur nafnbótina bíll ársins og hlýtur um leið hið eftirsótta stálstýri. Bíll ársins Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða, enda blaðamenn spenntir að velja bíl ársins. Valið fór áður fram á vormánuðum en hafði farið fram á haustmánuðum undanfarin ár. Honda e í hleðslu. Bílar í úrslitum Í flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir eru: Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES Í flokki stærri fólksbílar komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í útslit. Þar af eru tveir rafbílar og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Sama er upp á teningnum í flokki minni jepplinga/jeppa, það er að tveir rafbílar komast í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum eru: MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4. Land Rover Defender var valinn bíll ársins hjá TopGear. Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar eru í úrslitum Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover Defender. Lokaprófanir fara svo fram á næstu dögum til á ákvarða hvaða bíll hlýtur nafnbótina bíll ársins og hlýtur um leið hið eftirsótta stálstýri.
Bíll ársins Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent