Frábær veiði í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2021 08:49 Sjóbirtingsveiðin hefur verið ágæt á þessu tímabili en á þessum árstíma er oft að róast á sjóbirtingsslóðum en það var ekki þannig hjá síðasta holli í Tungufljóti í Skaftártungu. Björn Hlynur Pétursson fór ásamt félögum sínum í Tungufljótið og þeir voru að klára veiðar þar í gær. það verður að segjast að flesta veiðimenn dreymir um að lenda í þeirri veislu sem þeir félagar lentu í en alls lönduðu þeir 38 sjóbirtingum í öllum stærðum. Björn sendi okkur smá pistil um ferðina: "Hvað á maður að segja , Við félagarnir lögðum af stað 15 maí kl 08 á leið í Tungufljót í Skaftártungu , þegar við komum var tilhlökkunin mikil og veður aðstæður góðar. Við byrjum veiðar þann dag kl 15, skiptum okkur niður og byrjuðum á syðri hólma og unnum og niður að flugubökkum. Það voru að veiðast fiskar bæði í syðri hólma og á Flögubökkum. Mikil gleði átti sér stað um kvöldið þar sem veiðiveislan byrjaði af krafti en þá veiddust tólf fiskar þann fyrsta dag og var sá stærsti 92 cm spikfeitur sjóbbi . Dagur tvö byrjaði nú heldur betur vel, það var bara kastað úti og streamerinn tekinn strax, svoleiðis gekk dagurinn nánast alveg fyrir sig allir sjóbbarnir yfir 60+. Næsta dag eftir morgun vaktina þá enduðum við á þessum hálfa heila hálfa í 38 birtingum og margir af þessum birtingum voru yfir 80 cm. Mest allir birtingarnir voru teknir á svarta streamera sem Jungleinthetrout ( maros hnýtti sá streamer heitir Black Death ) svo voru þeir að taka Black Ghost og Svarta Gullið sem Björn Hlynur hnýtti. Veiðihúsið hjá Fishpartner fær fullt hús stiga - , takk fyrir okkur". Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Björn Hlynur Pétursson fór ásamt félögum sínum í Tungufljótið og þeir voru að klára veiðar þar í gær. það verður að segjast að flesta veiðimenn dreymir um að lenda í þeirri veislu sem þeir félagar lentu í en alls lönduðu þeir 38 sjóbirtingum í öllum stærðum. Björn sendi okkur smá pistil um ferðina: "Hvað á maður að segja , Við félagarnir lögðum af stað 15 maí kl 08 á leið í Tungufljót í Skaftártungu , þegar við komum var tilhlökkunin mikil og veður aðstæður góðar. Við byrjum veiðar þann dag kl 15, skiptum okkur niður og byrjuðum á syðri hólma og unnum og niður að flugubökkum. Það voru að veiðast fiskar bæði í syðri hólma og á Flögubökkum. Mikil gleði átti sér stað um kvöldið þar sem veiðiveislan byrjaði af krafti en þá veiddust tólf fiskar þann fyrsta dag og var sá stærsti 92 cm spikfeitur sjóbbi . Dagur tvö byrjaði nú heldur betur vel, það var bara kastað úti og streamerinn tekinn strax, svoleiðis gekk dagurinn nánast alveg fyrir sig allir sjóbbarnir yfir 60+. Næsta dag eftir morgun vaktina þá enduðum við á þessum hálfa heila hálfa í 38 birtingum og margir af þessum birtingum voru yfir 80 cm. Mest allir birtingarnir voru teknir á svarta streamera sem Jungleinthetrout ( maros hnýtti sá streamer heitir Black Death ) svo voru þeir að taka Black Ghost og Svarta Gullið sem Björn Hlynur hnýtti. Veiðihúsið hjá Fishpartner fær fullt hús stiga - , takk fyrir okkur".
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði