Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 95-76 | Þórsarar byrja úrslitakeppnina af krafti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 21:45 Larry Thomas var stigahæsti maður vallarins í kvöld. Þórsliðin frá Þorlákshöfn og Akureyri mættust í Þorlákshöfn í kvöld í fyrsta leik sínum í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Fór það svo að heimamenn unnu sannfærandi sigur, 95-76. Það var nokkuð augljóst að spennustigið var hátt í Þorlákshöfn í kvöld. Mikil læti í húsinu í fyrsta skipti í langan tíma og fyrsti leikur í úrslitakeppni. Það gerði það að verkum að bæði lið virtust hálf ringluð í upphafi leiks. Það var mjög hátt tempó, en skotnýtingin utan af velli var ekki upp á marga fiska. Þegar líða fór á fyrsta leikhluta fóru liðin þó að finna sig betur, en það var lítið sem gat skilið liðin að. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 21-20, heimamönnum í vil. Annar leikhluti var ekki síðri skemmtun en sá fyrri. Gestunum fannst þó halla aðeins á sig hvað dómgæslu varðar og létu óánægju sína oft í ljós. Heimamenn gripu tækifærið og juku forskot sitt hægt og bítandi. Þeir tóku svo frábæra lokamínútu í hálfleiknum þar sem Larry Thomas skoraði níu stig gegn tveim stigum gestanna. Larry skoraði því seinustu 11 stig heimamanna í hálfleiknum og jók muninn í 13 stig. Staðan var 47-34 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Bæði lið töpuðu boltanum óþarflega oft, en gestirnir náðu að loka ágætlega á sjóðandi heitann Larry Thomas og sóknarleik heimamanna. Undir lok leikhlutans tóku Þorlákshafnarstrákarnir þó við sér og gerðu nánast út um leikinn með 11-3 kafla og staðan orðin 71-53 þegar komið var að lokaleikhlutanum. Heimamenn byrjuðu fjórða leikhluta af miklum krafti og þar með var sigurinn unnin. Bæði lið spiluðu á mjög ungu liði stærstan hluta fjórða leikhluta og heimamenn lönduðu að lokum verðskulduðum 19 stiga sigri. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Í liði Þórs Þorlákshafnar er maður að nafni Larry Thomas sem getur tekið leiki yfir . Hann gerði það í öðrum leikhluta og þegar Þorlákshafnarliðið nær upp svona stemmningu þá fylgja hinir með. Gestirnir söknuðu auðvitað Dedrick Basile og það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar þeir endurheimta hann í næsta leik á heimavelli. Hverjir stóðu upp úr? Larry Thomas bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 19 stig. Hann setti niður seinustu 11 stig liðsins í fyrri hálfleik og var sjóðandi heitur, en hafði frekar hægt um sig í seinni hálfleik. Hann endaði leikinn með 21 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Ivan Aurrecoechea var atkvæðamestur í liði gestanna með 17 stig. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa að stöðva hraðan sóknarleik Þórs á löngum köflum í leiknum. Þeir voru líka ekki að skjóta vel og enda með aðeins 39% skotnýtingu gegn 49% nýtingu heimamanna. Hvað gerist næst? Liðin mætast öðru sinni næsta miðvikudag. Þá verður haldið norður á Akureyri, og hefst sá leikur á slaginu 19:15. Bjarki: Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn Bjarki Ármann Oddson var nokkuð sáttur við sína menn þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“ Lárus: Þeir köstuðu inn handklæðinu þegar það voru átta mínútur eftir Lárus Jónsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld.vísir/bára „Ég var mjög ánægður með vörnina svona þegar að leið á leikinn,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þ. eftir sigur kvöldins. „Það var smá æðibunugangur á okkur í byrjun leiks þar sem við vorum að hleypa þeim fram hjá okkur í opin layup. Eftir að við þéttum vörnina fannst mér við hafa leikinn í hendi okkar.“ „Frændurnir Emil og Dóri komu með góða orku af bekknum og svo var slátrarinn frá Egilsstöðum sem stóð sig mjög vel á móti Ivan.“ Þórsarar frá Þorlákshöfn töpuðu seinustu viðureign þessara liða fyrir rétt rúmri viku. Lárus segir að sínir menn hafi verið mun einbeittari í dag en þá. „Það var mun meiri einbeiting í dag og vilji til þess að spila vörn og spila okkar leik.“ Lárus segir að sínir menn þurfi að byrja næsta leik betur en þeir gerðu í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni næsta miðvikudag. „Við verðum að byrja betur á að spila góða vörn. Mér fannst sóknin hjá okkur alltaf vera góð. Við vorum bara þolinmóðir, en við vorum kannski að hitta illa. Þeir leikmenn sem voru að hitta illa eins og Emil þeir leystu það bara vel og voru þá frekar að fara meira á hringinn.“ „Ég myndi segja að við þurfum að bæta einn á einn vörnina alveg frá byrjun. Við erum auðvitað að fara að mæta allt öðru liði á miðvikudaginn. Þá mætum við liði með Dedrick.“ Að lokum var Lárus ánægður með að geta gefið ungu strákunum nokkrar mínútur undir lok leiksins. „Ég sá það að þeir köstuðu inn handklæðinu þegar það voru átta mínútur eftir. Það er bara gaman að bæði lið gátu leyft ungum leikmönnum að spreyta sig. Þeir fá þá svona smjörþefinn af því hvað þeir þurfa að fara að gera eftir nokkur ár.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn
Þórsliðin frá Þorlákshöfn og Akureyri mættust í Þorlákshöfn í kvöld í fyrsta leik sínum í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Fór það svo að heimamenn unnu sannfærandi sigur, 95-76. Það var nokkuð augljóst að spennustigið var hátt í Þorlákshöfn í kvöld. Mikil læti í húsinu í fyrsta skipti í langan tíma og fyrsti leikur í úrslitakeppni. Það gerði það að verkum að bæði lið virtust hálf ringluð í upphafi leiks. Það var mjög hátt tempó, en skotnýtingin utan af velli var ekki upp á marga fiska. Þegar líða fór á fyrsta leikhluta fóru liðin þó að finna sig betur, en það var lítið sem gat skilið liðin að. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 21-20, heimamönnum í vil. Annar leikhluti var ekki síðri skemmtun en sá fyrri. Gestunum fannst þó halla aðeins á sig hvað dómgæslu varðar og létu óánægju sína oft í ljós. Heimamenn gripu tækifærið og juku forskot sitt hægt og bítandi. Þeir tóku svo frábæra lokamínútu í hálfleiknum þar sem Larry Thomas skoraði níu stig gegn tveim stigum gestanna. Larry skoraði því seinustu 11 stig heimamanna í hálfleiknum og jók muninn í 13 stig. Staðan var 47-34 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Bæði lið töpuðu boltanum óþarflega oft, en gestirnir náðu að loka ágætlega á sjóðandi heitann Larry Thomas og sóknarleik heimamanna. Undir lok leikhlutans tóku Þorlákshafnarstrákarnir þó við sér og gerðu nánast út um leikinn með 11-3 kafla og staðan orðin 71-53 þegar komið var að lokaleikhlutanum. Heimamenn byrjuðu fjórða leikhluta af miklum krafti og þar með var sigurinn unnin. Bæði lið spiluðu á mjög ungu liði stærstan hluta fjórða leikhluta og heimamenn lönduðu að lokum verðskulduðum 19 stiga sigri. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Í liði Þórs Þorlákshafnar er maður að nafni Larry Thomas sem getur tekið leiki yfir . Hann gerði það í öðrum leikhluta og þegar Þorlákshafnarliðið nær upp svona stemmningu þá fylgja hinir með. Gestirnir söknuðu auðvitað Dedrick Basile og það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar þeir endurheimta hann í næsta leik á heimavelli. Hverjir stóðu upp úr? Larry Thomas bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 19 stig. Hann setti niður seinustu 11 stig liðsins í fyrri hálfleik og var sjóðandi heitur, en hafði frekar hægt um sig í seinni hálfleik. Hann endaði leikinn með 21 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Ivan Aurrecoechea var atkvæðamestur í liði gestanna með 17 stig. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa að stöðva hraðan sóknarleik Þórs á löngum köflum í leiknum. Þeir voru líka ekki að skjóta vel og enda með aðeins 39% skotnýtingu gegn 49% nýtingu heimamanna. Hvað gerist næst? Liðin mætast öðru sinni næsta miðvikudag. Þá verður haldið norður á Akureyri, og hefst sá leikur á slaginu 19:15. Bjarki: Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn Bjarki Ármann Oddson var nokkuð sáttur við sína menn þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“ Lárus: Þeir köstuðu inn handklæðinu þegar það voru átta mínútur eftir Lárus Jónsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld.vísir/bára „Ég var mjög ánægður með vörnina svona þegar að leið á leikinn,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þ. eftir sigur kvöldins. „Það var smá æðibunugangur á okkur í byrjun leiks þar sem við vorum að hleypa þeim fram hjá okkur í opin layup. Eftir að við þéttum vörnina fannst mér við hafa leikinn í hendi okkar.“ „Frændurnir Emil og Dóri komu með góða orku af bekknum og svo var slátrarinn frá Egilsstöðum sem stóð sig mjög vel á móti Ivan.“ Þórsarar frá Þorlákshöfn töpuðu seinustu viðureign þessara liða fyrir rétt rúmri viku. Lárus segir að sínir menn hafi verið mun einbeittari í dag en þá. „Það var mun meiri einbeiting í dag og vilji til þess að spila vörn og spila okkar leik.“ Lárus segir að sínir menn þurfi að byrja næsta leik betur en þeir gerðu í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni næsta miðvikudag. „Við verðum að byrja betur á að spila góða vörn. Mér fannst sóknin hjá okkur alltaf vera góð. Við vorum bara þolinmóðir, en við vorum kannski að hitta illa. Þeir leikmenn sem voru að hitta illa eins og Emil þeir leystu það bara vel og voru þá frekar að fara meira á hringinn.“ „Ég myndi segja að við þurfum að bæta einn á einn vörnina alveg frá byrjun. Við erum auðvitað að fara að mæta allt öðru liði á miðvikudaginn. Þá mætum við liði með Dedrick.“ Að lokum var Lárus ánægður með að geta gefið ungu strákunum nokkrar mínútur undir lok leiksins. „Ég sá það að þeir köstuðu inn handklæðinu þegar það voru átta mínútur eftir. Það er bara gaman að bæði lið gátu leyft ungum leikmönnum að spreyta sig. Þeir fá þá svona smjörþefinn af því hvað þeir þurfa að fara að gera eftir nokkur ár.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum