„Fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2021 17:30 Ef Egill Magnússon er að hitna mega önnur lið vara sig, segir Bjarni Fritzson. vísir/vilhelm „Ég var óánægður með FH. Mér fannst vanta drápseðlið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um framgöngu FH-inga í seinni hálfleik gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta á sunnudag. FH vann leikinn að lokum 30-27 en Bjarni og Einar Andri Einarsson voru á því að liðið hefði átt að gera út um leikinn fyrr. FH var 17-13 yfir eftir fyrri hálfleik en Afturelding minnkaði muninn fljótt í eitt mark og komst yfir, 26-25 þegar tæplega átta mínútur voru eftir. „FH-ingar eru í 2. sæti og þetta er liðið sem við teljum að sé líklegt til að veita Haukum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir voru hins vegar svolítið flatir í þessum leik, sérstaklega á þessum kafla í seinni hálfleik. Þarna hefði maður viljað sjá toppklassalið „klára“ leikinn almennilega en ekki hleypa þeim inn í leikinn. Mér fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga,“ sagði Bjarni. Innslagið úr Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, má sjá hér að neðan: Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um FH Einar Andri tók undir með Bjarna: „Mér finnst FH-ingar oft spila ótrúlega góðan handbolta og þeir komast fimm mörkum yfir í seinni hálfleik en samt varð spenna í lokin. Það þarf aðeins meiri aga og skynsemi í lokin, því mér finnst þeir vera að spila frábæran handbolta.“ „Þeir eru með frábært lið,“ sagði Bjarni og benti á Egil Magnússon sem skoraði tvö mörk í röð undir lokin, eftir að staðan var jöfn, 26-26. „Mér fannst hann góður í þessum leik. Hann var að mata mennina í kringum sig og var áræðinn. Stundum skorar maður bara ekki, en hann var áræðinn. Ef að það er að kvikna á honum, sérstaklega hérna [benti á höfuðið]…“ sagði Bjarni áður en Einar Andri greip orðið: „Hann þarf að hafa meiri trú á sér. Ég vil sjá hann spila lengra frá vörninni því mér finnst hann oft fara í „contact“. Í staðinn ætti hann að skjóta meira á markið. Hann þarf aðeins meira sjálfstraust og trú á sér því hann er frábær leikmaður og sýndi það í lokin.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
FH vann leikinn að lokum 30-27 en Bjarni og Einar Andri Einarsson voru á því að liðið hefði átt að gera út um leikinn fyrr. FH var 17-13 yfir eftir fyrri hálfleik en Afturelding minnkaði muninn fljótt í eitt mark og komst yfir, 26-25 þegar tæplega átta mínútur voru eftir. „FH-ingar eru í 2. sæti og þetta er liðið sem við teljum að sé líklegt til að veita Haukum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir voru hins vegar svolítið flatir í þessum leik, sérstaklega á þessum kafla í seinni hálfleik. Þarna hefði maður viljað sjá toppklassalið „klára“ leikinn almennilega en ekki hleypa þeim inn í leikinn. Mér fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga,“ sagði Bjarni. Innslagið úr Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, má sjá hér að neðan: Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um FH Einar Andri tók undir með Bjarna: „Mér finnst FH-ingar oft spila ótrúlega góðan handbolta og þeir komast fimm mörkum yfir í seinni hálfleik en samt varð spenna í lokin. Það þarf aðeins meiri aga og skynsemi í lokin, því mér finnst þeir vera að spila frábæran handbolta.“ „Þeir eru með frábært lið,“ sagði Bjarni og benti á Egil Magnússon sem skoraði tvö mörk í röð undir lokin, eftir að staðan var jöfn, 26-26. „Mér fannst hann góður í þessum leik. Hann var að mata mennina í kringum sig og var áræðinn. Stundum skorar maður bara ekki, en hann var áræðinn. Ef að það er að kvikna á honum, sérstaklega hérna [benti á höfuðið]…“ sagði Bjarni áður en Einar Andri greip orðið: „Hann þarf að hafa meiri trú á sér. Ég vil sjá hann spila lengra frá vörninni því mér finnst hann oft fara í „contact“. Í staðinn ætti hann að skjóta meira á markið. Hann þarf aðeins meira sjálfstraust og trú á sér því hann er frábær leikmaður og sýndi það í lokin.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira