Ford mun frumsýna F-150 Lightning í maí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. maí 2021 07:01 Skjáskot af myndbandi frá Ford. Ford hefur tilkynnt að rafdrifinn F-150 þann 19. maí. Bíllinn mun bera nafnið F-150 Lightning (Elding) eins og orðrómurinn hafði verið á kreiki um. Það vísar til sport-pallbíls sem var framleiddur árið 1993. Heimsfrumsýning um fara fram 19. maí eins og áður segir í höfuðstöðvum Ford í Dearborn og verður streymt beint á netinu. Bíllinn er væntanlegur næsta vor. Þá verður bíllinn sýnfur á „18 áhrifaríkum stöðum utan heimavallar síns, til að mynda á Time Square í New York og Las Vegas Boulevard.“ Ford virðist taka F-150 Lightning afar alvarlega, fyrirtækið hefur líkt kynningunni á bílnum við Model T bílinn og Mustang línuna. Skjáskot af myndbandi frá Ford, sem sýnir ríka sögu Ford pallbíla. „Annað slagði kemur nýr bíll á markað sem setur markaðinn úr jafnvægi og breytir leiknum. Model T, Mustang, Prius, Model 3. Nú er komið að F-150 Lightning. Uppáhalds bíll Ameríku í næstum hálfa öld er að stafrænivæðast og verður hreinn rafbíll. F-150 Ligtning getur knúið heimili í rafmagnsleysi, hann er fljótari en upprunalegi F-150 Lightning, sport-pallbíllinn og hann mun njóta stöðugra uppfærslna í gegnum netið,“ sagði Jim Farley forsetin Ford. Hann bætti svo við „Pallbíll framtíðarinnar mun vera smíðaður af miklum gæðum og skuldbindingu til sjálfbærni af hálfu Ford-UAW starfsmanna á Ford Rouge stöðinni, dómkirkju amerískrar framleiðslu og okkar tæknivæddustu verksmiðju.“ Vistvænir bílar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Heimsfrumsýning um fara fram 19. maí eins og áður segir í höfuðstöðvum Ford í Dearborn og verður streymt beint á netinu. Bíllinn er væntanlegur næsta vor. Þá verður bíllinn sýnfur á „18 áhrifaríkum stöðum utan heimavallar síns, til að mynda á Time Square í New York og Las Vegas Boulevard.“ Ford virðist taka F-150 Lightning afar alvarlega, fyrirtækið hefur líkt kynningunni á bílnum við Model T bílinn og Mustang línuna. Skjáskot af myndbandi frá Ford, sem sýnir ríka sögu Ford pallbíla. „Annað slagði kemur nýr bíll á markað sem setur markaðinn úr jafnvægi og breytir leiknum. Model T, Mustang, Prius, Model 3. Nú er komið að F-150 Lightning. Uppáhalds bíll Ameríku í næstum hálfa öld er að stafrænivæðast og verður hreinn rafbíll. F-150 Ligtning getur knúið heimili í rafmagnsleysi, hann er fljótari en upprunalegi F-150 Lightning, sport-pallbíllinn og hann mun njóta stöðugra uppfærslna í gegnum netið,“ sagði Jim Farley forsetin Ford. Hann bætti svo við „Pallbíll framtíðarinnar mun vera smíðaður af miklum gæðum og skuldbindingu til sjálfbærni af hálfu Ford-UAW starfsmanna á Ford Rouge stöðinni, dómkirkju amerískrar framleiðslu og okkar tæknivæddustu verksmiðju.“
Vistvænir bílar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent