Smá kropp í borgarvötnunum Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2021 08:46 Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Það eru þrjú vötn sem veiðimenn sækja mest í við höfuðborgina og á góðviðrisdögum einsog í gær var nokkuð fjölmennt við vötnin þegar líða tók á daginn. Við Elliðavatn voru komnir saman allmargir veiðimenn seinni partinn í gær og þar blönduðust saman fluguveiðimenn og þeir sem veiða á letingja. Það var að sjá og heyra að menn væru að fá einn og einn fisk en vatnið er ennþá kalt svo takan er frekar róleg. Það á eftir að batna mikið þegar vatnið hitnar á sólardögum og flugan fer að klekjast meira. Menn eru að fá fiska um mest allt vatnið og eins og venjulega er urriðinn það sem er að taka agn veiðimanna á þessum tíma en þó veiðist líka ein og ein bleikja. Vífilstaðavatn dregur að sér hóp á hverju kvöldi og þar er oft fjölmennt við suðurbakkann enda virðist veiðin vera best þeim megin við vatnið. Ekki fer neinum stórum sögum af aflabrögðum en þar er þó smá kropp, helst á litlar púpur sem eru dregnar löturhægt inn sem næst botni. Í stillu sem kom í gær mátti sjá þó nokkuð af uppítökum þegar fluga var að klekjast svo bleikjan í vatninu virðist hafa nóg að bíta og brenna. Þingvallavatn er oftar en ekki seinna til en hin vötnin tvö en þar er samt farið að veiðast við þjóðgarðinn. Við höfum heyrt af nokkrum urriðum sem hafa veiðst þar síðustu daga og allir hafa þeir veiðst seint á kvöldin. Veiðimenn eru að sjá urriðann nálægt landi mjög víða við þjóðgarðinn og það sést best á stillu kvöldi þegar boðaföllinn eftir urriða elta smábleikjur rjúfa yfirborðið á vatninu. Nokkrar bleikjur hafa verið að veiðast líka og þær hafa allar verið vel haldnar og stútfullar af kuðung. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Við Elliðavatn voru komnir saman allmargir veiðimenn seinni partinn í gær og þar blönduðust saman fluguveiðimenn og þeir sem veiða á letingja. Það var að sjá og heyra að menn væru að fá einn og einn fisk en vatnið er ennþá kalt svo takan er frekar róleg. Það á eftir að batna mikið þegar vatnið hitnar á sólardögum og flugan fer að klekjast meira. Menn eru að fá fiska um mest allt vatnið og eins og venjulega er urriðinn það sem er að taka agn veiðimanna á þessum tíma en þó veiðist líka ein og ein bleikja. Vífilstaðavatn dregur að sér hóp á hverju kvöldi og þar er oft fjölmennt við suðurbakkann enda virðist veiðin vera best þeim megin við vatnið. Ekki fer neinum stórum sögum af aflabrögðum en þar er þó smá kropp, helst á litlar púpur sem eru dregnar löturhægt inn sem næst botni. Í stillu sem kom í gær mátti sjá þó nokkuð af uppítökum þegar fluga var að klekjast svo bleikjan í vatninu virðist hafa nóg að bíta og brenna. Þingvallavatn er oftar en ekki seinna til en hin vötnin tvö en þar er samt farið að veiðast við þjóðgarðinn. Við höfum heyrt af nokkrum urriðum sem hafa veiðst þar síðustu daga og allir hafa þeir veiðst seint á kvöldin. Veiðimenn eru að sjá urriðann nálægt landi mjög víða við þjóðgarðinn og það sést best á stillu kvöldi þegar boðaföllinn eftir urriða elta smábleikjur rjúfa yfirborðið á vatninu. Nokkrar bleikjur hafa verið að veiðast líka og þær hafa allar verið vel haldnar og stútfullar af kuðung.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði