Volkswagen hefur byggingu þriðju MEB verksmiðjunnar í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. apríl 2021 07:01 ID.3 Volkswagen hefur tilkynnt að bygging glænýrrar rafbílaverksmiðu í Kína sé að hefjast. Verksmiðjan verður samvinna Volkswagen og Anhui þar sem Volkswagen fer með 75% hlut. Verksmiðjan á að skila 350.000 rafbílum á ári, þegar hún verður kominn á fullt. Verksmiðjan verður sú þriðja sem er ætlað að framleiða MEB-bíla í Kína. MEB-bílar eru bílar sem byggja á hinum vinsæla MEB grunni. Meðal MEB-bíla eru Volkswagen ID.3, ID.4 og ID.6 ásamt Skoda Enyaq og Audi Q4 í ýmsum útfærslum. Volkswagen gerir ráð fyrir að verksmiðjur félagsins í Kína muni skila um 1,5 milljón nýorkubílum á ári frá árinu 2025. Þær þrjár verksmiðjur sem þegar eru til staðar eða á teikniborðinu munu geta af sér 950.000 bílum á ári samtals. Það er því ljóst að enn frekari fjárfestinga er þörf. „Volkswagen Anhui verður nafli alheimsins í rafbílum og þróun þeirra og hornsteinn í markmiði Volkswagen að draga úr kolefnislosun. Þar sem Kína er stærsti einstaki nýorkubíla markaðurinn, þá þurfum við að styrkja stöðu okkar á svæðinu og Volkswagen Anhui er stór hluti af því. Verksmiðjan verður knúin áfram með grænni orku frá fyrsta degi og með því erum við að sýna hversu alvara okkur er með því að draga úr kolefnislosun á fleiri stöðum en bara í bílunum sem við framleiðum,“ sagði Dr. Stephan Wöllenstein, framkvæmdastjóri Volkswagen í Kína. Vistvænir bílar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent
Verksmiðjan verður sú þriðja sem er ætlað að framleiða MEB-bíla í Kína. MEB-bílar eru bílar sem byggja á hinum vinsæla MEB grunni. Meðal MEB-bíla eru Volkswagen ID.3, ID.4 og ID.6 ásamt Skoda Enyaq og Audi Q4 í ýmsum útfærslum. Volkswagen gerir ráð fyrir að verksmiðjur félagsins í Kína muni skila um 1,5 milljón nýorkubílum á ári frá árinu 2025. Þær þrjár verksmiðjur sem þegar eru til staðar eða á teikniborðinu munu geta af sér 950.000 bílum á ári samtals. Það er því ljóst að enn frekari fjárfestinga er þörf. „Volkswagen Anhui verður nafli alheimsins í rafbílum og þróun þeirra og hornsteinn í markmiði Volkswagen að draga úr kolefnislosun. Þar sem Kína er stærsti einstaki nýorkubíla markaðurinn, þá þurfum við að styrkja stöðu okkar á svæðinu og Volkswagen Anhui er stór hluti af því. Verksmiðjan verður knúin áfram með grænni orku frá fyrsta degi og með því erum við að sýna hversu alvara okkur er með því að draga úr kolefnislosun á fleiri stöðum en bara í bílunum sem við framleiðum,“ sagði Dr. Stephan Wöllenstein, framkvæmdastjóri Volkswagen í Kína.
Vistvænir bílar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent