Volkswagen hefur byggingu þriðju MEB verksmiðjunnar í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. apríl 2021 07:01 ID.3 Volkswagen hefur tilkynnt að bygging glænýrrar rafbílaverksmiðu í Kína sé að hefjast. Verksmiðjan verður samvinna Volkswagen og Anhui þar sem Volkswagen fer með 75% hlut. Verksmiðjan á að skila 350.000 rafbílum á ári, þegar hún verður kominn á fullt. Verksmiðjan verður sú þriðja sem er ætlað að framleiða MEB-bíla í Kína. MEB-bílar eru bílar sem byggja á hinum vinsæla MEB grunni. Meðal MEB-bíla eru Volkswagen ID.3, ID.4 og ID.6 ásamt Skoda Enyaq og Audi Q4 í ýmsum útfærslum. Volkswagen gerir ráð fyrir að verksmiðjur félagsins í Kína muni skila um 1,5 milljón nýorkubílum á ári frá árinu 2025. Þær þrjár verksmiðjur sem þegar eru til staðar eða á teikniborðinu munu geta af sér 950.000 bílum á ári samtals. Það er því ljóst að enn frekari fjárfestinga er þörf. „Volkswagen Anhui verður nafli alheimsins í rafbílum og þróun þeirra og hornsteinn í markmiði Volkswagen að draga úr kolefnislosun. Þar sem Kína er stærsti einstaki nýorkubíla markaðurinn, þá þurfum við að styrkja stöðu okkar á svæðinu og Volkswagen Anhui er stór hluti af því. Verksmiðjan verður knúin áfram með grænni orku frá fyrsta degi og með því erum við að sýna hversu alvara okkur er með því að draga úr kolefnislosun á fleiri stöðum en bara í bílunum sem við framleiðum,“ sagði Dr. Stephan Wöllenstein, framkvæmdastjóri Volkswagen í Kína. Vistvænir bílar Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent
Verksmiðjan verður sú þriðja sem er ætlað að framleiða MEB-bíla í Kína. MEB-bílar eru bílar sem byggja á hinum vinsæla MEB grunni. Meðal MEB-bíla eru Volkswagen ID.3, ID.4 og ID.6 ásamt Skoda Enyaq og Audi Q4 í ýmsum útfærslum. Volkswagen gerir ráð fyrir að verksmiðjur félagsins í Kína muni skila um 1,5 milljón nýorkubílum á ári frá árinu 2025. Þær þrjár verksmiðjur sem þegar eru til staðar eða á teikniborðinu munu geta af sér 950.000 bílum á ári samtals. Það er því ljóst að enn frekari fjárfestinga er þörf. „Volkswagen Anhui verður nafli alheimsins í rafbílum og þróun þeirra og hornsteinn í markmiði Volkswagen að draga úr kolefnislosun. Þar sem Kína er stærsti einstaki nýorkubíla markaðurinn, þá þurfum við að styrkja stöðu okkar á svæðinu og Volkswagen Anhui er stór hluti af því. Verksmiðjan verður knúin áfram með grænni orku frá fyrsta degi og með því erum við að sýna hversu alvara okkur er með því að draga úr kolefnislosun á fleiri stöðum en bara í bílunum sem við framleiðum,“ sagði Dr. Stephan Wöllenstein, framkvæmdastjóri Volkswagen í Kína.
Vistvænir bílar Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent