Almennar bólusetningar dragast saman vegna COVID-19 Heimsljós 27. apríl 2021 09:53 UNICEF/Dejongh Mislinga- og lömunarveikifaraldur gæti brotist út vegna fækkunar almennra bólusetninga í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins. Að mati Sameinuðu þjóðanna er ástæða til að óttast mislinga- og lömunarveikifaraldur vegna afleiðinga COVID-19. Þessa stundina skyggja bólusetningar við COVID-19, eins og við er að búast, á allar aðrar bólusetningar, segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Nú stendur yfir Alþjóða bólusetningarvikan, dagana 24. til 30. apríl, þar sem meðal annars er bent á þær hættur sem fylgja því að bólusetningum hefur fækkað. Könnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í júlí á síðasta ári benti til að almennum bólusetningum barna í heiminum hefði stórfækkað. Fyrstu fjóra mánuði síðasta árs hafði sérstaklega fækkað bólusetningum við barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (DTP3). Þetta var í fyrsta skipti sem kíghósta-bólusetningum fækkaði milli ára. Þar að auki fengu ríflega 80 milljónir barna, ársgömul eða yngri, ekki bóluefni við fyrirbyggjanlegum sjúkdómum á borð við mislinga og lömunarveiki. Helmingsfækkun varð á bólusetningum. Í fréttinni kemur fram að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi valdið heilbrigðiskerfinu miklum skakkaföllum víða um heim, meðal annars varðandi bólusetningar. Samkvæmt könnun WHO og UNICEF hafði dregið úr bólusetningum vegna COVID-19 í þremur fjórðu hlutum þeirra áttatíu og tveggja ríkja sem könnunin náði til. „Jafnvel þar sem ástandið var best átti fólk í erfiðleikum með að komast á þá stað þar bólusetningar voru gerðar,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að óumflýjanlegt sé að fjöldi óbólusettra barna sem muni deyja. Þau verði hugsanlega fleiri en látið hafa lífið af völdum heimsfaraldursins. Ákall um brýnar aðgerðir COVID-19 hefur aukið enn á vandann við reglubundnar bólusetningar. UNICEF og WHO hafa brugðist við með því að hjálpa ríkjum til að viðhalda bólusetningum. Stofnanirnar tvær gáfu út ákall í nóvember 2020 um brýnar aðgerðir til að koma í veg fyrir mislinga- og lömunarveikifaraldra. „Bólusetningar eru skilvirkasta vopn í sögu lýðheilsu. Þær bjarga 2-3 milljónum mannslífa á ári og brýnt er að aðgerðir gegn einni lýðheilsuvá verði ekki á kostnað annarrar,“ segja Sameinuðu þjóðirnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent
Að mati Sameinuðu þjóðanna er ástæða til að óttast mislinga- og lömunarveikifaraldur vegna afleiðinga COVID-19. Þessa stundina skyggja bólusetningar við COVID-19, eins og við er að búast, á allar aðrar bólusetningar, segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Nú stendur yfir Alþjóða bólusetningarvikan, dagana 24. til 30. apríl, þar sem meðal annars er bent á þær hættur sem fylgja því að bólusetningum hefur fækkað. Könnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í júlí á síðasta ári benti til að almennum bólusetningum barna í heiminum hefði stórfækkað. Fyrstu fjóra mánuði síðasta árs hafði sérstaklega fækkað bólusetningum við barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (DTP3). Þetta var í fyrsta skipti sem kíghósta-bólusetningum fækkaði milli ára. Þar að auki fengu ríflega 80 milljónir barna, ársgömul eða yngri, ekki bóluefni við fyrirbyggjanlegum sjúkdómum á borð við mislinga og lömunarveiki. Helmingsfækkun varð á bólusetningum. Í fréttinni kemur fram að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi valdið heilbrigðiskerfinu miklum skakkaföllum víða um heim, meðal annars varðandi bólusetningar. Samkvæmt könnun WHO og UNICEF hafði dregið úr bólusetningum vegna COVID-19 í þremur fjórðu hlutum þeirra áttatíu og tveggja ríkja sem könnunin náði til. „Jafnvel þar sem ástandið var best átti fólk í erfiðleikum með að komast á þá stað þar bólusetningar voru gerðar,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að óumflýjanlegt sé að fjöldi óbólusettra barna sem muni deyja. Þau verði hugsanlega fleiri en látið hafa lífið af völdum heimsfaraldursins. Ákall um brýnar aðgerðir COVID-19 hefur aukið enn á vandann við reglubundnar bólusetningar. UNICEF og WHO hafa brugðist við með því að hjálpa ríkjum til að viðhalda bólusetningum. Stofnanirnar tvær gáfu út ákall í nóvember 2020 um brýnar aðgerðir til að koma í veg fyrir mislinga- og lömunarveikifaraldra. „Bólusetningar eru skilvirkasta vopn í sögu lýðheilsu. Þær bjarga 2-3 milljónum mannslífa á ári og brýnt er að aðgerðir gegn einni lýðheilsuvá verði ekki á kostnað annarrar,“ segja Sameinuðu þjóðirnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent