„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. apríl 2021 13:00 Eydís Evensen byrjaði aðeins sex ára gömul að æfa á píanó. Eitt lag á plötunni Bylur byrjaði hún að semja tólf ára gömul. Saga Sig Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records. „Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð og tilfinningarík. Ég hef unnið að tónlist plötunnar í rúma tvo áratugi og ég er full af þakklæti að fá að gefa þessi verk loksins út,“ segir Eydís í samtali við Vísi. Plötuumslagið fyrir BylurSaga Sig „Myndverkið eftir Einar Egils sýnir ferðalag þess að fá að upplifa undurfallegt eldgos, aðeins sautján klukkustundum eftir að gosið byrjaði. Ég hafði fengið hugmyndina fyrir sjö vikum þegar fréttir bárust um mögulegt gos; að mögulega innihalda eldgosið sem part af þeim sjónræna heimi sem hefur fæðst í kringum útgáfu plötunnar. Það var einstök upplifun að fá að vera vitni af fæðingu nýrrar jarðar. Myndverkið tengir saman allan tilfinningaskalann á því að fá að upplifa eldgosið, við allan tilfinningaskalann sem platan fer í gegnum, en Einar nær að sýna þessar tilfinningar á mjög hreinskilinn hátt með verkinu,“ útskýrir Eydís. TIlfinningalegt uppgjör „Jörðin skelfur undir fótum landsbyggðarinnar. Vindurinn hvín, ber með sér djúpar drunur er skjálftarnir kljúfa bergjörðina gjörvalla. Ný jörð, blóðrauður himinn,“ segir meðal annars í upphafi þessa einstaka myndbands. Platan Bylur er draumkennd, tilfinningaþrungin og dáleiðandi.Saga Sig Eins og Eydís sagði frá í helgarviðtali hér á Vísi fyrr á árinu, var platan tekin upp hjá Valgeiri Sigurðssyni í Greenhouse Studios í Reykjavík. Platan er tilfinningalegt uppgjör listakonunnar og spannar meira en tuttugu ára þroskaferli. Dáleiðandi verk, sem hreifir við hlustendum. Fyrsta lagið á plötunni, Deep Under, byrjaði Eydís að semja þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Eydís ólst upp á Blönduósi, þar sem bylur barðist oft á herbergisglugga æskuheimilis hennar. Aðeins er sungið í einu lagi á plötunni. Midnight Moon er samvinnuverkefni Eydísar og söngkonunnar GDRN og má hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan. Myndbandinu leikstýrði einnig Einar Egils en Erna Gunnarsdóttir og Andrean Sigurgeirsson dansa. Lögin Wandering og Wandering II voru innblásin af lífi Eydísar áður en hún fór að einbeita sér eingöngu að tónlistarferlinum. Vann hún meðal annars sem fyrirsæta og flakkaði um allan heim vegna starfsins. Hún var samt alltaf með aðgang að píanói hvar sem hún bjó og hætti aldrei að skapa. Lögin á plötunni Bylur eru Eydísi einstaklega persónuleg. Aðeins er sungið á einu lagi.Saga Sig Platan er persónuleg og hvert lag hefur mikla þýðingu fyrir tónskáldið. Fyrir Mikael er tileinkað litlum frænda hennar sem þjáist af Louis-Bar heilkenni. Lagið Dagdraumur skrifaði hún þegar fjölskyldumeðlimur féll frá. Brotin er hennar einlægasta lag frá upphafi, hrátt og algjörlega berskjaldað. Plötuna í heild sinni má heyra á Spotify. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“ Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi. 30. janúar 2021 07:00 Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31 Eydís semur við Elite í London Eydís Helena Evensen gerði samning við Elite-umboðsskrifstofuna í London. 18. október 2013 07:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð og tilfinningarík. Ég hef unnið að tónlist plötunnar í rúma tvo áratugi og ég er full af þakklæti að fá að gefa þessi verk loksins út,“ segir Eydís í samtali við Vísi. Plötuumslagið fyrir BylurSaga Sig „Myndverkið eftir Einar Egils sýnir ferðalag þess að fá að upplifa undurfallegt eldgos, aðeins sautján klukkustundum eftir að gosið byrjaði. Ég hafði fengið hugmyndina fyrir sjö vikum þegar fréttir bárust um mögulegt gos; að mögulega innihalda eldgosið sem part af þeim sjónræna heimi sem hefur fæðst í kringum útgáfu plötunnar. Það var einstök upplifun að fá að vera vitni af fæðingu nýrrar jarðar. Myndverkið tengir saman allan tilfinningaskalann á því að fá að upplifa eldgosið, við allan tilfinningaskalann sem platan fer í gegnum, en Einar nær að sýna þessar tilfinningar á mjög hreinskilinn hátt með verkinu,“ útskýrir Eydís. TIlfinningalegt uppgjör „Jörðin skelfur undir fótum landsbyggðarinnar. Vindurinn hvín, ber með sér djúpar drunur er skjálftarnir kljúfa bergjörðina gjörvalla. Ný jörð, blóðrauður himinn,“ segir meðal annars í upphafi þessa einstaka myndbands. Platan Bylur er draumkennd, tilfinningaþrungin og dáleiðandi.Saga Sig Eins og Eydís sagði frá í helgarviðtali hér á Vísi fyrr á árinu, var platan tekin upp hjá Valgeiri Sigurðssyni í Greenhouse Studios í Reykjavík. Platan er tilfinningalegt uppgjör listakonunnar og spannar meira en tuttugu ára þroskaferli. Dáleiðandi verk, sem hreifir við hlustendum. Fyrsta lagið á plötunni, Deep Under, byrjaði Eydís að semja þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Eydís ólst upp á Blönduósi, þar sem bylur barðist oft á herbergisglugga æskuheimilis hennar. Aðeins er sungið í einu lagi á plötunni. Midnight Moon er samvinnuverkefni Eydísar og söngkonunnar GDRN og má hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan. Myndbandinu leikstýrði einnig Einar Egils en Erna Gunnarsdóttir og Andrean Sigurgeirsson dansa. Lögin Wandering og Wandering II voru innblásin af lífi Eydísar áður en hún fór að einbeita sér eingöngu að tónlistarferlinum. Vann hún meðal annars sem fyrirsæta og flakkaði um allan heim vegna starfsins. Hún var samt alltaf með aðgang að píanói hvar sem hún bjó og hætti aldrei að skapa. Lögin á plötunni Bylur eru Eydísi einstaklega persónuleg. Aðeins er sungið á einu lagi.Saga Sig Platan er persónuleg og hvert lag hefur mikla þýðingu fyrir tónskáldið. Fyrir Mikael er tileinkað litlum frænda hennar sem þjáist af Louis-Bar heilkenni. Lagið Dagdraumur skrifaði hún þegar fjölskyldumeðlimur féll frá. Brotin er hennar einlægasta lag frá upphafi, hrátt og algjörlega berskjaldað. Plötuna í heild sinni má heyra á Spotify.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“ Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi. 30. janúar 2021 07:00 Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31 Eydís semur við Elite í London Eydís Helena Evensen gerði samning við Elite-umboðsskrifstofuna í London. 18. október 2013 07:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“ Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi. 30. janúar 2021 07:00
Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31
Eydís semur við Elite í London Eydís Helena Evensen gerði samning við Elite-umboðsskrifstofuna í London. 18. október 2013 07:00