„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 14:00 Magnús Þór Jónsson er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. vísir/friðrik þór/getty/Christopher Furlong Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“ Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira