Vænar bleikjur í Ásgarði Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2021 13:19 Mynd: Árni Baldursson FB Sogið hefur lengi verið þekkt fyrir vænar bleikjur en það eru ekki allir sem vita að vorveiðin þar getur verið aldeilis frábær. Þetta á helst við á svæðinu Ásgarður en þar hefur verið vaxandi veiði á vænni bleikju eftir að veiðimenn fóru að sleppa öllum veiddum fiski aftur. Vorveiðin getur svo sem verið dyntótt en síðust daga er óhætt að segja að mikið líf hafi verið á svæðinu. Hópur sem var við veiðar í fyrradag fékk 25 bleikjur og margar hverjar rígvænar eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þetta er slungið og skemmtilegt veiðisvæði sem eins og allir veiðimenn þekkja getur verið mjög gjöfult á lax á sumrin. Það gengur líka sjóbirtingur í Sogið seint á haustin og á þessum tíma er ekki óalgengt að niðurgöngufiskur sé að veiðast. En núna er bleikjan málið. Það er fagnaðarefni að heyra af góðri bleikjuveiði í Soginu því stofninn þar er viðkvæmur og á tímabili var staðan einfaldlega þannig að það var allt of mikið drepið af fiski sem kom illilega niður á hrygningu. Sá tími er liðinn, í það minnsta við Ásgarð en skylduslepping hefur ekki verið sett á við Bíldsfell eða Alvirðu að okkur vitandi en það væri óskandi að sjá það gerast til að Sogið nái kröftum sínum aftur. Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Þetta á helst við á svæðinu Ásgarður en þar hefur verið vaxandi veiði á vænni bleikju eftir að veiðimenn fóru að sleppa öllum veiddum fiski aftur. Vorveiðin getur svo sem verið dyntótt en síðust daga er óhætt að segja að mikið líf hafi verið á svæðinu. Hópur sem var við veiðar í fyrradag fékk 25 bleikjur og margar hverjar rígvænar eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þetta er slungið og skemmtilegt veiðisvæði sem eins og allir veiðimenn þekkja getur verið mjög gjöfult á lax á sumrin. Það gengur líka sjóbirtingur í Sogið seint á haustin og á þessum tíma er ekki óalgengt að niðurgöngufiskur sé að veiðast. En núna er bleikjan málið. Það er fagnaðarefni að heyra af góðri bleikjuveiði í Soginu því stofninn þar er viðkvæmur og á tímabili var staðan einfaldlega þannig að það var allt of mikið drepið af fiski sem kom illilega niður á hrygningu. Sá tími er liðinn, í það minnsta við Ásgarð en skylduslepping hefur ekki verið sett á við Bíldsfell eða Alvirðu að okkur vitandi en það væri óskandi að sjá það gerast til að Sogið nái kröftum sínum aftur.
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði