Kalt um helgina en ágætar veiðifréttir Karl Lúðvíksson skrifar 12. apríl 2021 08:58 Það var heldur kalt á veiðimenn um helgina en þrátt fyrir það erum við að fá fréttir af bæði ágætis veiði og líka því sem verður bara kallað mok. Það er kannski helst að nefna að veiðin í Tungulæk hefur verið mjög góð þrátt fyrir mikin kulda síðust daga en holl sem var að klára var með 54 birtinga og marga stóra 80-90 sm og í það minnsta einn sem var yfir það. Tungulækur er oftar en ekki mjög gjöfull á þessum tíma og ef það hlýnar aðeins þá er ekki ósennilegt að einhver hollin gæu farið að teygja sig í 100 fiska. Veiðin í Ytri Rangá hefur líka verið ágæt og veiðimenn hafa verið að setja í væna fiska í neðri hlutanum af ánni. Það er búið að vera ansi kalt við bakkann þar undanfarið eins og annars staðar og um leið og það hlýnar aðeins fer fiskurinn á meiri hreyfingu og tekur betur. Það getur þess vegna verið spennandi tími þar framundan. Hörðustu aðdáendur Hólaá hafa verið iðnir að kíkja í hana frá opnun en þessu rómaða bleikjuá gefur á þessum tíma svo til eingöngu urriða og það getur verið mjög gaman að eiga við hann. Þeir eru kannski í sömu stærðum og birtingurinn sem flestir eru að eltast við á þessum tíma en mest af urriðanum í ánni er 2-3 pund en inná milli sjást og veiðast fiskar sem eru stærri. Þegar líður á tímabilið og lofthiti og vatnshiti hækkar hverfur urriðinn í Apavatn en bleikjan mætir í staðinn. Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Það er kannski helst að nefna að veiðin í Tungulæk hefur verið mjög góð þrátt fyrir mikin kulda síðust daga en holl sem var að klára var með 54 birtinga og marga stóra 80-90 sm og í það minnsta einn sem var yfir það. Tungulækur er oftar en ekki mjög gjöfull á þessum tíma og ef það hlýnar aðeins þá er ekki ósennilegt að einhver hollin gæu farið að teygja sig í 100 fiska. Veiðin í Ytri Rangá hefur líka verið ágæt og veiðimenn hafa verið að setja í væna fiska í neðri hlutanum af ánni. Það er búið að vera ansi kalt við bakkann þar undanfarið eins og annars staðar og um leið og það hlýnar aðeins fer fiskurinn á meiri hreyfingu og tekur betur. Það getur þess vegna verið spennandi tími þar framundan. Hörðustu aðdáendur Hólaá hafa verið iðnir að kíkja í hana frá opnun en þessu rómaða bleikjuá gefur á þessum tíma svo til eingöngu urriða og það getur verið mjög gaman að eiga við hann. Þeir eru kannski í sömu stærðum og birtingurinn sem flestir eru að eltast við á þessum tíma en mest af urriðanum í ánni er 2-3 pund en inná milli sjást og veiðast fiskar sem eru stærri. Þegar líður á tímabilið og lofthiti og vatnshiti hækkar hverfur urriðinn í Apavatn en bleikjan mætir í staðinn.
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði