Grímsá á leið í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 12. apríl 2021 08:44 Grímsá er á leið í útboð Mynd: Hreggnasi FB Ein af vinsælli laxveiðiám landsins er Grímsá í Borgarfirði og það er mikil eftirsókn eftir leyfum í hana bæði af innlendum og erlendum veiðimönnum. Ein af vinsælli laxveiðiám landsins er Grímsá í Borgarfirði og það er mikil eftirsókn eftir leyfum í hana bæði af innlendum og erlendum veiðimönnum. Hreggnasi ehf hefur verið með ánna á leigu frá 2004 sem þykir langur tími í þessu sambandi en veiðifélag Grímsár hefur engu að síður tekið þá ákvörðun um að fara með ánna í útboð og sækist eftir samningi til fimm ára frá og með sumrinu 2022. Það hefur verið sterkur fastkúnna hópur erlendra veiðimanna í Grímsá og spurning hvort sá hópur komi til með að halda tryggð við ánna ef annar leigutaki tekur við henni. Grímsá er laxgeng 32 km og heldur vatni afar vel á þurrkaárum. Í ánni veiðist bæði lax og sjóbirtingur og er haustveiðin í henni oft sá tími sem stærstu laxarnir á vesturlandi eru að koma á land. Það er ekkert skrítið að hún sé vinsæl og það má ekki reikna með öðru en að það verði slegist um hana hjá leigutökum nú þegar loksins menn sjá fram á að erlendir veiðimenn gætu verið að streyma til landsins aftur. Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði
Ein af vinsælli laxveiðiám landsins er Grímsá í Borgarfirði og það er mikil eftirsókn eftir leyfum í hana bæði af innlendum og erlendum veiðimönnum. Hreggnasi ehf hefur verið með ánna á leigu frá 2004 sem þykir langur tími í þessu sambandi en veiðifélag Grímsár hefur engu að síður tekið þá ákvörðun um að fara með ánna í útboð og sækist eftir samningi til fimm ára frá og með sumrinu 2022. Það hefur verið sterkur fastkúnna hópur erlendra veiðimanna í Grímsá og spurning hvort sá hópur komi til með að halda tryggð við ánna ef annar leigutaki tekur við henni. Grímsá er laxgeng 32 km og heldur vatni afar vel á þurrkaárum. Í ánni veiðist bæði lax og sjóbirtingur og er haustveiðin í henni oft sá tími sem stærstu laxarnir á vesturlandi eru að koma á land. Það er ekkert skrítið að hún sé vinsæl og það má ekki reikna með öðru en að það verði slegist um hana hjá leigutökum nú þegar loksins menn sjá fram á að erlendir veiðimenn gætu verið að streyma til landsins aftur.
Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði