Að gjamma burt veiruna Sigurður Albert Ármannsson skrifar 8. apríl 2021 15:00 Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun