Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 74-51 | Keflavíkurkonur með öruggan sigur Atli Arason skrifar 20. mars 2021 20:36 Vísir/Bára Keflavík átti ekki í miklum vandræðum með Skallagrím í dag í Blue-höllinni. Heimakonur unnu alla fjóra leikhlutana og leikinn alls, 74-51. Keflavík byrjaði betur í dag en þær náðu strax 5 stiga forskoti. Gestirnir náðu þó að saxa niður það forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður og næstu 4 mínúturnar voru æsispennandi þar sem liðin tvö skiptust á því að leiða leikinn áður en að heimakonur ná yfirhöndinni aftur undir lok leikhlutans og unnu fyrsta leikhlutann 19-16. Skotnýtingin hjá báðum liðum var ekki upp á marga fiska í öðrum leikhluta. Fyrstu 4 mínúturnar voru aðeins skoruð samanlögð sex stig, þrjú á hvora körfu. Um miðjan leikhlutan náði Skallagrímur forustu í stöðunni 22-24 en við það kveiknaði á heimakonum sem skoruðu næstu 13 stig í röð og héldu þessu forskoti jafnt og þétt. Gestirnir kláruðu leikhlutan þó betur með því að skora síðustu 4 stigin og liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 38-33. Skallagrímur héldu áfram að hamra járnið í þriðja leikhluta og þeim tókst að jafna leikinn snemma í leikhlutanum, 38-38, en eins og áður þá varð það sparkið sem Keflavík þurfti. Við tók 17-2 kafli hjá heimakonum og bjuggu þær til forskot sem Skallgrímur náði ekki að brúa almennilega. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan 55-46. Í fjórða og síðasta leikhluta gekk lítið upp hjá gestunum frá Borgarnesi en þær skoruðu einungis 5 stig í leikhlutanum á meðan Keflavík náði að dreifa stiga söfnuninni vel innan liðsins og settu þær alls 19 stig á töfluna í leikhlutanum. Leiknum lauk því með 23 stiga sigri Keflavíkur, 74-51. Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði rosalega góða vörn í dag. Skallagrímur fékk mun fleiri skot tilraunir í leiknum en heimakonur voru oftar en ekki að þvinga gestina í allt of erfið skot. Hverjir stóðu upp úr? Daniela Morillo var frábær í dag eins og svo oft áður. Daniela skoraði alls 34 stig ásamt því að taka heil 19 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Það sem er enn þá betra við leik Danielu er að hún var ekki 100% heil í dag eftir að hafa orðið fyrir smá meiðslum gegn KR í síðasta leik. Alls voru þetta 53 framlags punktar hjá Danielu! Hvað gerist næst? Næst spila þessi lið á miðvikudaginn næsta, og það gegn hvoru öðru. Sá leikur mun fara fram í Borgarnesi og Skallagrímur mun væntanlega reyna að ná fram einhverjum hefndum eftir tapið í kvöld. Jón Halldór: Ég hlakka til að fara í Borgarnes Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var afskaplega glaður í viðtali strax eftir sigurinn í dag. „Ég er rosalega ánægður. Þetta var frábær sigur hjá liðsheild Keflavíkur.“ „Þetta eru náttúrulega stelpur sem þekkja hvora aðra vel og eru að spila fyrir hvora aðra. Þær eru bara 'all-in' hérna í dag. Við skjótum hrikalega fyrir utan 3 stiga línuna í dag en það kom ekki að sök. Liðsheildin vann þetta í dag,“ sagði Jonni. Daniela átti stjörnuleik í dag. Tvisvar skellti hún andstæðingum sínum á gólfið með því einu að drippla boltanum fimlega með skemmtilegum hraðabreytingum við mikinn fögnuð áhorfenda í salnum og ofan á það náði hún tvöfaldri tvennu, sem hún gerir nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er ástæðan fyrir því að hún er hérna. Við vorum ótrúlega heppnar að finna hana í fyrra og við gerðum allt sem við gátum til að halda henni núna. Hún passar frábærlega í þetta lið. Stelpurnar fýla hana og hún fýlar stelpurnar. Daniela er alltaf brosandi og kát. Þetta er fyrir utan þær tölur sem hún kemur með í hverjum einasta leik, ef henni liði ekki vel og ef hún væri ekki ánægð hérna þá væri hún ekki að spila eins og hún er að gera. Það er ósköp einfalt mál, þetta er win-win fyrir báða aðila,“ sagði Jonni. Liðin tvö leika aftur saman í Borgarnesi á miðvikudag og Jonna hlakkar mjög til þess að ferðast þangað. „Það er afskaplega fallegt í Borgarnesi. Það er gaman að fara yfir þessa brú. Ég er með fallegar minningar af því þegar ég var lítið barn þegar brúin var ekki þarna og þá þurfti maður að fara ansi erfiðar krókaleiðir í gegnum Hvanneyri til að komast yfir í Norðurárdal. Ég hlakka til að fara í Borgarnes,“ sagði Jonni að lokum glaður á svip. Guðrún Ósk: Dómararnir voru alls ekki með okkur í dag Guðrún Ósk Ámundadóttir. Eins og gefur að skilja þá var Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, óánægð með tapið í dag þegar hún kom í viðtal strax eftir leik. „Ég er virkilega ósátt. Það er hundleiðinlegt að tapa og við töpuðum allt of stórt. Við komum ekki tilbúnar í leikinn og við erum að tapa okkur á því að dómararnir eru ekki að dæma. Þeir voru alls ekki með okkur í dag. Þær fengu að brjóta mikið á okkur og það fór bara greinilega mjög illa í okkur,“ sagði Guðrún. Leikur Skallagríms var sveiflukenndur. Eftir að hafa skorað nokkur stig í röð og komið sér inn í leikinn þá voru þær jafn fljótar að missa tökin á leiknum aftur. Guðrún bendir á að leikmaður Keflavíkur hafi skipt þar sköpum. „Daniela var ógeðslega góð í dag. Við réðum illa við hana og við þurfum að bæta það fyrir næsta leik á miðvikudaginn.“ Næsti leikur Skallagríms er einmitt aftur gegn Keflavík í Borgarnesi. Skallagrímur þarf að sækja stig í þeim leik ef þær ætla ekki að missa af úrslitakeppninni. „Það er bara must-win. Það er heimaleikur og við þurfum að koma brjálaðar til leiks,“ sagði Guðrún Ósk Ámundadóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Skallagrímur
Keflavík átti ekki í miklum vandræðum með Skallagrím í dag í Blue-höllinni. Heimakonur unnu alla fjóra leikhlutana og leikinn alls, 74-51. Keflavík byrjaði betur í dag en þær náðu strax 5 stiga forskoti. Gestirnir náðu þó að saxa niður það forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður og næstu 4 mínúturnar voru æsispennandi þar sem liðin tvö skiptust á því að leiða leikinn áður en að heimakonur ná yfirhöndinni aftur undir lok leikhlutans og unnu fyrsta leikhlutann 19-16. Skotnýtingin hjá báðum liðum var ekki upp á marga fiska í öðrum leikhluta. Fyrstu 4 mínúturnar voru aðeins skoruð samanlögð sex stig, þrjú á hvora körfu. Um miðjan leikhlutan náði Skallagrímur forustu í stöðunni 22-24 en við það kveiknaði á heimakonum sem skoruðu næstu 13 stig í röð og héldu þessu forskoti jafnt og þétt. Gestirnir kláruðu leikhlutan þó betur með því að skora síðustu 4 stigin og liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 38-33. Skallagrímur héldu áfram að hamra járnið í þriðja leikhluta og þeim tókst að jafna leikinn snemma í leikhlutanum, 38-38, en eins og áður þá varð það sparkið sem Keflavík þurfti. Við tók 17-2 kafli hjá heimakonum og bjuggu þær til forskot sem Skallgrímur náði ekki að brúa almennilega. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan 55-46. Í fjórða og síðasta leikhluta gekk lítið upp hjá gestunum frá Borgarnesi en þær skoruðu einungis 5 stig í leikhlutanum á meðan Keflavík náði að dreifa stiga söfnuninni vel innan liðsins og settu þær alls 19 stig á töfluna í leikhlutanum. Leiknum lauk því með 23 stiga sigri Keflavíkur, 74-51. Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði rosalega góða vörn í dag. Skallagrímur fékk mun fleiri skot tilraunir í leiknum en heimakonur voru oftar en ekki að þvinga gestina í allt of erfið skot. Hverjir stóðu upp úr? Daniela Morillo var frábær í dag eins og svo oft áður. Daniela skoraði alls 34 stig ásamt því að taka heil 19 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Það sem er enn þá betra við leik Danielu er að hún var ekki 100% heil í dag eftir að hafa orðið fyrir smá meiðslum gegn KR í síðasta leik. Alls voru þetta 53 framlags punktar hjá Danielu! Hvað gerist næst? Næst spila þessi lið á miðvikudaginn næsta, og það gegn hvoru öðru. Sá leikur mun fara fram í Borgarnesi og Skallagrímur mun væntanlega reyna að ná fram einhverjum hefndum eftir tapið í kvöld. Jón Halldór: Ég hlakka til að fara í Borgarnes Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var afskaplega glaður í viðtali strax eftir sigurinn í dag. „Ég er rosalega ánægður. Þetta var frábær sigur hjá liðsheild Keflavíkur.“ „Þetta eru náttúrulega stelpur sem þekkja hvora aðra vel og eru að spila fyrir hvora aðra. Þær eru bara 'all-in' hérna í dag. Við skjótum hrikalega fyrir utan 3 stiga línuna í dag en það kom ekki að sök. Liðsheildin vann þetta í dag,“ sagði Jonni. Daniela átti stjörnuleik í dag. Tvisvar skellti hún andstæðingum sínum á gólfið með því einu að drippla boltanum fimlega með skemmtilegum hraðabreytingum við mikinn fögnuð áhorfenda í salnum og ofan á það náði hún tvöfaldri tvennu, sem hún gerir nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er ástæðan fyrir því að hún er hérna. Við vorum ótrúlega heppnar að finna hana í fyrra og við gerðum allt sem við gátum til að halda henni núna. Hún passar frábærlega í þetta lið. Stelpurnar fýla hana og hún fýlar stelpurnar. Daniela er alltaf brosandi og kát. Þetta er fyrir utan þær tölur sem hún kemur með í hverjum einasta leik, ef henni liði ekki vel og ef hún væri ekki ánægð hérna þá væri hún ekki að spila eins og hún er að gera. Það er ósköp einfalt mál, þetta er win-win fyrir báða aðila,“ sagði Jonni. Liðin tvö leika aftur saman í Borgarnesi á miðvikudag og Jonna hlakkar mjög til þess að ferðast þangað. „Það er afskaplega fallegt í Borgarnesi. Það er gaman að fara yfir þessa brú. Ég er með fallegar minningar af því þegar ég var lítið barn þegar brúin var ekki þarna og þá þurfti maður að fara ansi erfiðar krókaleiðir í gegnum Hvanneyri til að komast yfir í Norðurárdal. Ég hlakka til að fara í Borgarnes,“ sagði Jonni að lokum glaður á svip. Guðrún Ósk: Dómararnir voru alls ekki með okkur í dag Guðrún Ósk Ámundadóttir. Eins og gefur að skilja þá var Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, óánægð með tapið í dag þegar hún kom í viðtal strax eftir leik. „Ég er virkilega ósátt. Það er hundleiðinlegt að tapa og við töpuðum allt of stórt. Við komum ekki tilbúnar í leikinn og við erum að tapa okkur á því að dómararnir eru ekki að dæma. Þeir voru alls ekki með okkur í dag. Þær fengu að brjóta mikið á okkur og það fór bara greinilega mjög illa í okkur,“ sagði Guðrún. Leikur Skallagríms var sveiflukenndur. Eftir að hafa skorað nokkur stig í röð og komið sér inn í leikinn þá voru þær jafn fljótar að missa tökin á leiknum aftur. Guðrún bendir á að leikmaður Keflavíkur hafi skipt þar sköpum. „Daniela var ógeðslega góð í dag. Við réðum illa við hana og við þurfum að bæta það fyrir næsta leik á miðvikudaginn.“ Næsti leikur Skallagríms er einmitt aftur gegn Keflavík í Borgarnesi. Skallagrímur þarf að sækja stig í þeim leik ef þær ætla ekki að missa af úrslitakeppninni. „Það er bara must-win. Það er heimaleikur og við þurfum að koma brjálaðar til leiks,“ sagði Guðrún Ósk Ámundadóttir að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“