Þökk sé Covid: Að verja doktorsritgerðina sína í Pollyönnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. mars 2021 10:00 Svanhildur Konráðsdóttir. Vísir/Vilhelm Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er algjör morgunhani og færist enn meira í þá átt eftir því sem árin líða. Vakna nánast alla morgna klukkan sex og finnst það alveg frábært, ekki síst að finna orkuna í vaxandi birtu. Eini gallinn er náttúrlega sá að maður getur ekki lengur sofið frameftir þegar það er hægt.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Mér þykir óskaplega vænt um þessa stund sem ég á í kyrrð með sjálfri mér. Ég helli alla morgna upp á persneskt te fyrir manninn minn sem vaknar seinna en þá er það orðið verulega sterkt og gott. Svo hugleiði ég og gef sjálfri mér góðan og helst fallega útlítandi morgunmat. Ég get ekki hugsað mér að hefja daginn án þessa rituals og skanna í leiðinni helstu fréttir, bæði heima og alþjóðlega, frá því að ég slökkti á mér kvöldið áður.“ Ef þú gætir farið í ferðarlag í dag, hvert sem er í heiminum, hvert myndir þú fara? „Ég myndi fara til Íran. Það er orðið löngu tímabært að heimsækja aftur þetta dásamlega fallega land. Persneska nýárið er einmitt núna þessa helgi á vorjafndægri og þá er haldin mikil veisla. Maðurinn minn Ali Parsi er upprunalega frá Íran og á þar yndislega fjölskyldu. Við erum einmitt að skipuleggja hópferð þangað með góðum vinum. En í raunheimum verður hún líklega ekki farin fyrr en á næsta ári.“ Svanhildur leggur mikla áherslu á þá stund sem hún á með sjálfri sér fyrst þegar hún vaknar á morgnana og segir þessa gæðastund lykilinn að góðu skipulagi yfir daginn.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Stóra verkefnið okkar í Hörpu er að vinna með allar takmarkanirnar sem COVID-19 setur okkur. Ég ætla að leyfa mér að segja að starfsfólkið í Hörpu sé hreinlega á heimsmælikvarða þegar kemur að viðburðahaldi og þar með þessu ótrúlega flókna og síkvika verkefni að halda úti menningarstarfsemi og öðrum viðburðum á erfiðum tímum. Þetta hefur tekist ótrúlega vel vegna þess að allir eru á tánum og gera sitt allra besta eins og nýjustu dæmin sanna. Við erum líka komin á fulla ferð með að skipuleggja tíu ára afmæli Hörpu sem við fögnum með alls konar skemmtilegheitum frá vorinu. Á persónulegum nótum er helsta verkefnið að verja það sem ég kalla í gamni og alvöru doktorsritgerðina mína í Pollýönnu, þökk sé COVID og ýmsu öðru, en ég var til skamms tíma aðeins með hógvært grunnskólapróf í þeim fræðum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dýrmæta morgunstundin er lykillinn að skipulagi dagsins. Ég fer yfir tölvupósta, verkefnin framundan og stilli mig inn á það sem ég vona að sé rétta orkan fyrir vikuna eða daginn. Svo fer auðvitað allt öðru vísi! Þá er aðalatriðið að halda ró sinni, hlusta, hlusta, og hlusta enn betur og taka svo góða ákvörðun.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Hin hliðin á morgunhananum er að ég er ansi kvöldsvæf og finn ótrúlega mikinn mun á gæðum svefnsins eftir því hvenær maður sofnar. Helst vil ég vera sofnuð uppúr klukkan tíu. Við félagarnir, það er ég og maðurinn minn, erum aðeins á ólíkum tímabeltum að því leyti að hann er algjör nátthrafn og því erum við orðin ansi flínk í að stilla okkur inn á sameiginlegan miðbaug þar sem bæði eru í toppformi!“ Kaffispjallið Harpa Tengdar fréttir Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. 13. mars 2021 10:01 Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01 ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er algjör morgunhani og færist enn meira í þá átt eftir því sem árin líða. Vakna nánast alla morgna klukkan sex og finnst það alveg frábært, ekki síst að finna orkuna í vaxandi birtu. Eini gallinn er náttúrlega sá að maður getur ekki lengur sofið frameftir þegar það er hægt.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Mér þykir óskaplega vænt um þessa stund sem ég á í kyrrð með sjálfri mér. Ég helli alla morgna upp á persneskt te fyrir manninn minn sem vaknar seinna en þá er það orðið verulega sterkt og gott. Svo hugleiði ég og gef sjálfri mér góðan og helst fallega útlítandi morgunmat. Ég get ekki hugsað mér að hefja daginn án þessa rituals og skanna í leiðinni helstu fréttir, bæði heima og alþjóðlega, frá því að ég slökkti á mér kvöldið áður.“ Ef þú gætir farið í ferðarlag í dag, hvert sem er í heiminum, hvert myndir þú fara? „Ég myndi fara til Íran. Það er orðið löngu tímabært að heimsækja aftur þetta dásamlega fallega land. Persneska nýárið er einmitt núna þessa helgi á vorjafndægri og þá er haldin mikil veisla. Maðurinn minn Ali Parsi er upprunalega frá Íran og á þar yndislega fjölskyldu. Við erum einmitt að skipuleggja hópferð þangað með góðum vinum. En í raunheimum verður hún líklega ekki farin fyrr en á næsta ári.“ Svanhildur leggur mikla áherslu á þá stund sem hún á með sjálfri sér fyrst þegar hún vaknar á morgnana og segir þessa gæðastund lykilinn að góðu skipulagi yfir daginn.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Stóra verkefnið okkar í Hörpu er að vinna með allar takmarkanirnar sem COVID-19 setur okkur. Ég ætla að leyfa mér að segja að starfsfólkið í Hörpu sé hreinlega á heimsmælikvarða þegar kemur að viðburðahaldi og þar með þessu ótrúlega flókna og síkvika verkefni að halda úti menningarstarfsemi og öðrum viðburðum á erfiðum tímum. Þetta hefur tekist ótrúlega vel vegna þess að allir eru á tánum og gera sitt allra besta eins og nýjustu dæmin sanna. Við erum líka komin á fulla ferð með að skipuleggja tíu ára afmæli Hörpu sem við fögnum með alls konar skemmtilegheitum frá vorinu. Á persónulegum nótum er helsta verkefnið að verja það sem ég kalla í gamni og alvöru doktorsritgerðina mína í Pollýönnu, þökk sé COVID og ýmsu öðru, en ég var til skamms tíma aðeins með hógvært grunnskólapróf í þeim fræðum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dýrmæta morgunstundin er lykillinn að skipulagi dagsins. Ég fer yfir tölvupósta, verkefnin framundan og stilli mig inn á það sem ég vona að sé rétta orkan fyrir vikuna eða daginn. Svo fer auðvitað allt öðru vísi! Þá er aðalatriðið að halda ró sinni, hlusta, hlusta, og hlusta enn betur og taka svo góða ákvörðun.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Hin hliðin á morgunhananum er að ég er ansi kvöldsvæf og finn ótrúlega mikinn mun á gæðum svefnsins eftir því hvenær maður sofnar. Helst vil ég vera sofnuð uppúr klukkan tíu. Við félagarnir, það er ég og maðurinn minn, erum aðeins á ólíkum tímabeltum að því leyti að hann er algjör nátthrafn og því erum við orðin ansi flínk í að stilla okkur inn á sameiginlegan miðbaug þar sem bæði eru í toppformi!“
Kaffispjallið Harpa Tengdar fréttir Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. 13. mars 2021 10:01 Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01 ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. 13. mars 2021 10:01
Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01
,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00
Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01
Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00