Williams Formúlu 1 liðið var hakkað Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. mars 2021 07:01 FW43B Williams Formúlu 1 liðið varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum sem brutust inn í gagnagrunn smáforrits (apps) sem liðið hafði smíða. Markmiðið með appinu var að gera fólki kleift að sjá nýja bíl liðsins í gegnum aukinn veruleika (AR - augmented reality). Málið þykir einkar óheppilegt þar sem einn af styrktaraðilum liðsins er Acronis, sem er netöryggis fyrirtæki. Yfirlýsing kom frá liðinu í kjölfar árásarinnar. Markmiðið var sem áður segir að beita þessari nýstárlegu tækni aukins veruleika, til að gera notendum appsins að staðsetja nýja Williams bílinn, sem heitir FW43B, hvar sem er. „Williams Racing ætlaði að afhjúpa bíl ársins 2021, FWB43B, í gegnum app sem sýndi bílinn í gegnum aukinn veruleika í dag (5. mars sem var á föstudag). Hins vegar, vegna þess að appið varð fyrir árás er þetta ekki lengur hægt. Við höfum fjarlægt appið úr bæði Apple App Store og Android Google Play store,“ sagði í yfirlýsingu frá Williams. Tækni teikningin sem hakkararnir komust yfir. Árásaraðili virðist hafa náð tæknilegum teikningum af bílnum úr gagnagrunni appsins, hvers öryggi var greinilega ábótavant. Tímasetning öryggisbrestsins þykir einkar óheppileg vegna þess að Williams hafði nýlega talað um endurnýjun samstarfs við Acroins og hversu árangursríkt samstarfið hefur verið hingað til. Tilkynningin frá Williams um samstarfið innihélt eftirfarandi tilvitnun í framkvæmdastjóra Acronis: „Við erum stolt af því að standa á bakvið eitt frægasta Formúlu 1 lið í heimi. Með okkar tækni erum við að tryggja öryggi, aðgengileika, persónuvernd og sanngildi gagna Williams liðsins, appa og kerfa. Með því að nota þessa tækni, getum við státað af öruggustu gerð netöryggis, hún kemur í veg fyrir að gögn liðsins verði fyrir árás og að þau séu aðgengileg í hversdagslegri starfsemi liðsins. Við ætlum okkur að vinna með Williams liðinu meðan það verndar forskot sitt með Acroins“. Formúla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent
Yfirlýsing kom frá liðinu í kjölfar árásarinnar. Markmiðið var sem áður segir að beita þessari nýstárlegu tækni aukins veruleika, til að gera notendum appsins að staðsetja nýja Williams bílinn, sem heitir FW43B, hvar sem er. „Williams Racing ætlaði að afhjúpa bíl ársins 2021, FWB43B, í gegnum app sem sýndi bílinn í gegnum aukinn veruleika í dag (5. mars sem var á föstudag). Hins vegar, vegna þess að appið varð fyrir árás er þetta ekki lengur hægt. Við höfum fjarlægt appið úr bæði Apple App Store og Android Google Play store,“ sagði í yfirlýsingu frá Williams. Tækni teikningin sem hakkararnir komust yfir. Árásaraðili virðist hafa náð tæknilegum teikningum af bílnum úr gagnagrunni appsins, hvers öryggi var greinilega ábótavant. Tímasetning öryggisbrestsins þykir einkar óheppileg vegna þess að Williams hafði nýlega talað um endurnýjun samstarfs við Acroins og hversu árangursríkt samstarfið hefur verið hingað til. Tilkynningin frá Williams um samstarfið innihélt eftirfarandi tilvitnun í framkvæmdastjóra Acronis: „Við erum stolt af því að standa á bakvið eitt frægasta Formúlu 1 lið í heimi. Með okkar tækni erum við að tryggja öryggi, aðgengileika, persónuvernd og sanngildi gagna Williams liðsins, appa og kerfa. Með því að nota þessa tækni, getum við státað af öruggustu gerð netöryggis, hún kemur í veg fyrir að gögn liðsins verði fyrir árás og að þau séu aðgengileg í hversdagslegri starfsemi liðsins. Við ætlum okkur að vinna með Williams liðinu meðan það verndar forskot sitt með Acroins“.
Formúla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent