Keflvíkingar unnu toppslaginn á lokakaflanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. mars 2021 20:30 Deane Williams var frábær í liði Keflavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar eru enn einir á toppnum eftir sex stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Lokatölur 88-94, en úrslitin réðust ekki fyrr en seint í fjórða leikhluta. Gestirnir byrjuðu mun betur og náðu fljótt níu stiga forskoti. Heimamenn átti erfitt með að brjóta niður sterka vörn Keflvíkinga, en þegar staðan var 11-18 gestunum í vil fundu Þórsarar loksins taktinn. Þegar lítið var eftir af fyrsta leikhluta setti Davíð Arnar niður þrist sem kveikti all svakalega í stuðningmönnum og liðsmönnum Þórs. Keflvíkingar náðu ekki að nýta síðustu sókn sína og heimamenn jöfnuðu leikinn rétt áður en leikhlutinn kláraðist, 20-20. Það var ekkert sem gat skilið liðin tvö að í öðrum leikhluta. Það komu kaflar þar sem Þórsarar voru þvingaðir í erfið skot en liðin skiptust á að skora. Hjalti Þór lét vel í sér heyra á bekk gestanna og var oft á tíðum frekar ósáttur við störf dómarana. Liðin skiptu stigunum nokkuð bróðurlega á milli sín og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 41-40, heimamönnum í vil. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta. Liðin skiptust á að skora og ekkert virtist geta skilið liðin að. Keflvíkingar náðu þó góðu áhlaupi þegar líða fór á leikhlutan og komust í átta stiga forskot. Emil Karel setti niður einn þrist áður en leikhlutinn var úti og minkaði muninn. Fimm stig vkildu liðin að fyrir lokaleikhlutann. Heimamenn byrjuðu fjórða leikhluta af miklum krafti. Þeir komust tveim stigum yfir þegar um átta mínútur lifðu leiks. Þegar um sex mínútur voru eftir fékk Davíð Arnar, eða Dabbi kóngur eins og hann er yfirleitt kallaður hérna í Þorlákshöfn, sína fimmtu villu og kom því ekki meira við sögu. Dabbi var búinn að vera sjóðandi heitur fyrir heimamenn og Lárus Jónsson þjálfari var augljóslega ekki sáttur með þennan dóm. Keflvíkingar gengu á lagið og náðu sex stiga forskoti þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Það forskot gáfu þeir aldrei frá sér og halda sér með sigrinum einir á toppnum. Af hverju vann Keflavík? Þessi leikur hefði getað fallið hvorum megin sem er. Í kvöld voru að mætast tvö af heitustu liðum landsins og það bauð upp á mikla skemmtun. Keflvíkingar eru með mjög vel þjálfað lið og alveg hægt að færa rök fyrir því að sigurinn hafi verið verðskuldaður. Lárus talaði um að Keflvíkingar hafi unnið þetta á vítum, en þeir skutu 31 sinni af vítalínunni. Það setti líka strik í reikning Þórsara þegar Dabbi kóngur, sem var búinn að vera sjóðandi fékk sína fimmtu villu. Hverjir stóðu upp úr? Deane Williams átti stórgóðan leik í liði gestanna. Hann setti niður 18 stig, tók 19 fráköst og var með fjögur blokk. Stigahæstur í liði gestanna var Dominykas Milka með 21 stig. Styrmir Snær var atkvæðamestur í stigaskori heimamanna með 15 stig, en Davíð Arnar kom þar á eftir með 14. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fá botnlið Hauka í heimsókn á fimmtudaginn. Þórsarar bruna Suðurstrandarveginn á fimmtudaginn og spila við Grindavík. Hjalti Þór er með Keflavík á toppnum.vísir/vilhelm Hjalti Þór: Númer eitt, tvö og þrjú þá erum við að reyna að verða betri „Við komum bara rosa klárir inn í leikinn,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigur kvöldsins. „Það er rosalega sterkt að vinna Þór í Þorlákshöfn og það er bara mikil ánægja.“ Keflvíkingar halda toppsætinu og er nú komnir fjórum stigum á undan Þórsurum. Hjalti er þó ekki mikið að velta fyrir sér stöðunni í töflunni á þessum tímapunkti. „Eins og ég sagði við þig fyrir leikinn þá erum við bara að verða betri. Við ætlum að einblína á það að við erum að verða betri með hverjum leiknum og svo bara eitthvað í lokin sem okkur langar í. Auðvitað er gott að vinna og við erum alltaf að reyna að vinna en númer eitt, tvö og þrjú þá erum við að reyna að verða betri.“ Hjalti og Lárus áttu báðir í orðasamskiptum við dómara leiksins í kvöld. Hjalti vildi þó meina að það hefði bara verið hiti í mönnum. „Það er alltaf hiti. maður vill alltaf fá eitthvað sem að manni finnst maður sjá en það var ekkert að dómgæslunni í leiknum þannig séð. Auðvitað hlutir hér og þar en að öðru leiti bara flott.“ Keflvíkingar mæta botnliði Hauka á fimmtudaginn og Hjalti ræddi aðeins næstu daga fram að þeim leik. „Við tökum bara off á morgun og hvílum okkur og svo förum við bara einbeita okkur að Haukum á þriðjudaginn.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Lárus: Dómarar eiga aðeins að pæla áður en þeir dæma menn strax út af Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var að vonum svekktur eftir sex stiga tap í toppslag Dominos deildar karla. Hans menn fengu Keflavík í heimsókn og þurftu að sætta sig við tap. Lokatölur 88-94. 7. mars 2021 20:46
Keflvíkingar eru enn einir á toppnum eftir sex stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Lokatölur 88-94, en úrslitin réðust ekki fyrr en seint í fjórða leikhluta. Gestirnir byrjuðu mun betur og náðu fljótt níu stiga forskoti. Heimamenn átti erfitt með að brjóta niður sterka vörn Keflvíkinga, en þegar staðan var 11-18 gestunum í vil fundu Þórsarar loksins taktinn. Þegar lítið var eftir af fyrsta leikhluta setti Davíð Arnar niður þrist sem kveikti all svakalega í stuðningmönnum og liðsmönnum Þórs. Keflvíkingar náðu ekki að nýta síðustu sókn sína og heimamenn jöfnuðu leikinn rétt áður en leikhlutinn kláraðist, 20-20. Það var ekkert sem gat skilið liðin tvö að í öðrum leikhluta. Það komu kaflar þar sem Þórsarar voru þvingaðir í erfið skot en liðin skiptust á að skora. Hjalti Þór lét vel í sér heyra á bekk gestanna og var oft á tíðum frekar ósáttur við störf dómarana. Liðin skiptu stigunum nokkuð bróðurlega á milli sín og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 41-40, heimamönnum í vil. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta. Liðin skiptust á að skora og ekkert virtist geta skilið liðin að. Keflvíkingar náðu þó góðu áhlaupi þegar líða fór á leikhlutan og komust í átta stiga forskot. Emil Karel setti niður einn þrist áður en leikhlutinn var úti og minkaði muninn. Fimm stig vkildu liðin að fyrir lokaleikhlutann. Heimamenn byrjuðu fjórða leikhluta af miklum krafti. Þeir komust tveim stigum yfir þegar um átta mínútur lifðu leiks. Þegar um sex mínútur voru eftir fékk Davíð Arnar, eða Dabbi kóngur eins og hann er yfirleitt kallaður hérna í Þorlákshöfn, sína fimmtu villu og kom því ekki meira við sögu. Dabbi var búinn að vera sjóðandi heitur fyrir heimamenn og Lárus Jónsson þjálfari var augljóslega ekki sáttur með þennan dóm. Keflvíkingar gengu á lagið og náðu sex stiga forskoti þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Það forskot gáfu þeir aldrei frá sér og halda sér með sigrinum einir á toppnum. Af hverju vann Keflavík? Þessi leikur hefði getað fallið hvorum megin sem er. Í kvöld voru að mætast tvö af heitustu liðum landsins og það bauð upp á mikla skemmtun. Keflvíkingar eru með mjög vel þjálfað lið og alveg hægt að færa rök fyrir því að sigurinn hafi verið verðskuldaður. Lárus talaði um að Keflvíkingar hafi unnið þetta á vítum, en þeir skutu 31 sinni af vítalínunni. Það setti líka strik í reikning Þórsara þegar Dabbi kóngur, sem var búinn að vera sjóðandi fékk sína fimmtu villu. Hverjir stóðu upp úr? Deane Williams átti stórgóðan leik í liði gestanna. Hann setti niður 18 stig, tók 19 fráköst og var með fjögur blokk. Stigahæstur í liði gestanna var Dominykas Milka með 21 stig. Styrmir Snær var atkvæðamestur í stigaskori heimamanna með 15 stig, en Davíð Arnar kom þar á eftir með 14. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fá botnlið Hauka í heimsókn á fimmtudaginn. Þórsarar bruna Suðurstrandarveginn á fimmtudaginn og spila við Grindavík. Hjalti Þór er með Keflavík á toppnum.vísir/vilhelm Hjalti Þór: Númer eitt, tvö og þrjú þá erum við að reyna að verða betri „Við komum bara rosa klárir inn í leikinn,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigur kvöldsins. „Það er rosalega sterkt að vinna Þór í Þorlákshöfn og það er bara mikil ánægja.“ Keflvíkingar halda toppsætinu og er nú komnir fjórum stigum á undan Þórsurum. Hjalti er þó ekki mikið að velta fyrir sér stöðunni í töflunni á þessum tímapunkti. „Eins og ég sagði við þig fyrir leikinn þá erum við bara að verða betri. Við ætlum að einblína á það að við erum að verða betri með hverjum leiknum og svo bara eitthvað í lokin sem okkur langar í. Auðvitað er gott að vinna og við erum alltaf að reyna að vinna en númer eitt, tvö og þrjú þá erum við að reyna að verða betri.“ Hjalti og Lárus áttu báðir í orðasamskiptum við dómara leiksins í kvöld. Hjalti vildi þó meina að það hefði bara verið hiti í mönnum. „Það er alltaf hiti. maður vill alltaf fá eitthvað sem að manni finnst maður sjá en það var ekkert að dómgæslunni í leiknum þannig séð. Auðvitað hlutir hér og þar en að öðru leiti bara flott.“ Keflvíkingar mæta botnliði Hauka á fimmtudaginn og Hjalti ræddi aðeins næstu daga fram að þeim leik. „Við tökum bara off á morgun og hvílum okkur og svo förum við bara einbeita okkur að Haukum á þriðjudaginn.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Lárus: Dómarar eiga aðeins að pæla áður en þeir dæma menn strax út af Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var að vonum svekktur eftir sex stiga tap í toppslag Dominos deildar karla. Hans menn fengu Keflavík í heimsókn og þurftu að sætta sig við tap. Lokatölur 88-94. 7. mars 2021 20:46
Lárus: Dómarar eiga aðeins að pæla áður en þeir dæma menn strax út af Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var að vonum svekktur eftir sex stiga tap í toppslag Dominos deildar karla. Hans menn fengu Keflavík í heimsókn og þurftu að sætta sig við tap. Lokatölur 88-94. 7. mars 2021 20:46
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti