Ljósmyndasýning um þróunarstarf í Eþíópíu og Úganda Heimsljós 5. mars 2021 12:16 Ljósmyndasýningin í Smáralind stendur yfir til 14. mars. Ljósmyndasýning Hjálparstarfs kirkjunnar stendur yfir í Smáralind. „Samstarf utanríkisráðuneytisins við Hjálparstarf kirkjunnar á sér langa sögu sem grundvallast á víðfeðmri reynslu og starfi samtakanna í þróunarstarfi í fátækari ríkjum heims. Ljósmyndirnar bera vitni um að starf Hjálparstarfs kirkjunnar hefur svo sannarlega borið árangur,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við opnun ljósmyndasýningar Hjálparstarfs kirkjunnar í Smáralind. Ljósmyndirnar sýna þróunarsamvinnuverkefni í Eþíópíu og Úganda en verkefnin miða að því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun náist fyrir árið 2030. Ljósmyndirnar tók Þorkell Þorkelsson og sýningin stendur yfir til 14. mars á neðri hæð Smáralindar. Stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu er með sárafátæku fólki í Sómalífylki í Eþíópíu. Meginmarkmið verkefnisins eru að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu, að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Enn fremur að styrkja stöðu kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. Í Úganda rekur Hjálparstarfið verkmenntasmiðjur í fátækrahverfum Kampala í samstarfi við þarlend samtök, Ugandan Youth Development Link. Á hverju ári útskrifast um 500 unglingar með verðmæta reynslu í farteskinu sem eykur möguleika þeirra á að tryggja sér fasta atvinnu og lífsviðurværi. „Markmið okkar með ljósmyndasýningunni er að veita almenningi innsýn í aðstæður fólksins sem við störfum með á vettvangi og sýna að þróunarsamvinna virkar sem liður í að við náum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar við opnun sýningarinnar. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu og Úganda hafa hlotið stuðning frá utanríkisráðuneytinu um árabil í gegnum samstarf ráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Hjálparstarf Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
„Samstarf utanríkisráðuneytisins við Hjálparstarf kirkjunnar á sér langa sögu sem grundvallast á víðfeðmri reynslu og starfi samtakanna í þróunarstarfi í fátækari ríkjum heims. Ljósmyndirnar bera vitni um að starf Hjálparstarfs kirkjunnar hefur svo sannarlega borið árangur,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við opnun ljósmyndasýningar Hjálparstarfs kirkjunnar í Smáralind. Ljósmyndirnar sýna þróunarsamvinnuverkefni í Eþíópíu og Úganda en verkefnin miða að því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun náist fyrir árið 2030. Ljósmyndirnar tók Þorkell Þorkelsson og sýningin stendur yfir til 14. mars á neðri hæð Smáralindar. Stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu er með sárafátæku fólki í Sómalífylki í Eþíópíu. Meginmarkmið verkefnisins eru að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu, að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Enn fremur að styrkja stöðu kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. Í Úganda rekur Hjálparstarfið verkmenntasmiðjur í fátækrahverfum Kampala í samstarfi við þarlend samtök, Ugandan Youth Development Link. Á hverju ári útskrifast um 500 unglingar með verðmæta reynslu í farteskinu sem eykur möguleika þeirra á að tryggja sér fasta atvinnu og lífsviðurværi. „Markmið okkar með ljósmyndasýningunni er að veita almenningi innsýn í aðstæður fólksins sem við störfum með á vettvangi og sýna að þróunarsamvinna virkar sem liður í að við náum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar við opnun sýningarinnar. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu og Úganda hafa hlotið stuðning frá utanríkisráðuneytinu um árabil í gegnum samstarf ráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Hjálparstarf Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent