Nýr rafsendibíll frá Citroën Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. mars 2021 07:00 Citroën ë-Jumpy í hleðslu. Brimborg kynnir Citroën ë-Jumpy 100% hreinan rafsendibíl sem væntanlegur er til landsins í apríl og mun Brimborg bjóða hann í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Brimborg. Forsalan á nýja rafsendibílnum er nú þegar hafin í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Allt að 330 km drægni Citroën ë-Jumpy rafsendibíll er 100% hreinn rafbíll með 50-75 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins skv. WLTP mælingu er framúrskarandi eða allt að 330 km. Citroën ë-Jumpy er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Citroën ë-Jumpy í hleðslu. Hraðhleðsla í 80% á um 32-48 mínútum Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Citroën ë-Jumpy rafsendibíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á 4:45 - 7:30 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á 32-48 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð. Citroën ë-Jumpy. Fjarstýrð forhitun Citroën ë-Jumpy rafsendibíll er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyCitroën® appinu ásamt því að fjarstýra forhitun. Staðalbúnaður Citroën ë-Jumpy er ríkulega búinn. Meðal ríkulegs staðal-og öryggisbúnaðar er bakkmyndavél með 180° víddarsýn, nálægðarskynjarar að framan og aftan, blindpunktsaðvörun, hraðastillir, öryggispúðar að framan og í hliðum, Bluetooth símabúnaður, ökumannssæti með armpúða, 7″ margmiðlunarskjár í mælaborði, varadekk og fjarstýrð forhitun. Citroën ë-Jumpy er með heilu þili milli hleðslurýmis og farþegarýmis með glugga og 180° opnun á afturhurðum. Citroën ë-Jumpy er fáanlegur með ýmsum aukabúnaði t.d. með krossvið í gólfi hleðslurýmis og með rennihurð á báðum hliðum. Moduwork - fellanlegt sæti og lúga á þyli Með Moduwork innréttingunni í Citroën ë-Jumpy er hægt að stækka hleðslurýmið með opnanlegri lúgu og niðurfellanlegu framsæti, hægt er að flytja allt að 4,026 m langa hluti með Moduwork innréttingunni. Citroën ë-Jumpy í vinnu. Allt að 6,6 rúmmetra fraktrými Citroën ë-Jumpy rafsendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,6 m3 með Moduwork innréttingu, fellanlegu sæti og lúgu á þili til að flytja lengri hluti. Sjö ára víðtæk ábyrgð á bíl og átta ár á drifrafhlöðu gæði Citroën ë-Jumpy eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda. Forsala er hafin Brimborg hefur hafið forsölu á glænýjum Citroën ë-Jumpy rafsendibíl í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í apríl og afhendingar til kaupenda hefjast í maí 2021. Citroën ë-Jumpy. Í Vefsýningarsal er að finna alla Citroën ë-Jumpy rafsendibíla í pöntun. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun að sínum smekk með aðstoð söluráðgjafa Brimborgar. Citroën ë-Jumpy rafsendibíll kostar frá 5.190.000 kr. og er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur. Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla sem hefur gert það að verkum að bílverð lækkar vegna lægri birgðakostnaðar og á sama tíma geta kaupendur hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Söluráðgjafar Citroën aðstoða viðskiptavini við að setja saman réttu útfærsluna. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Brimborg. Forsalan á nýja rafsendibílnum er nú þegar hafin í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Allt að 330 km drægni Citroën ë-Jumpy rafsendibíll er 100% hreinn rafbíll með 50-75 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins skv. WLTP mælingu er framúrskarandi eða allt að 330 km. Citroën ë-Jumpy er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Citroën ë-Jumpy í hleðslu. Hraðhleðsla í 80% á um 32-48 mínútum Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Citroën ë-Jumpy rafsendibíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á 4:45 - 7:30 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á 32-48 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð. Citroën ë-Jumpy. Fjarstýrð forhitun Citroën ë-Jumpy rafsendibíll er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyCitroën® appinu ásamt því að fjarstýra forhitun. Staðalbúnaður Citroën ë-Jumpy er ríkulega búinn. Meðal ríkulegs staðal-og öryggisbúnaðar er bakkmyndavél með 180° víddarsýn, nálægðarskynjarar að framan og aftan, blindpunktsaðvörun, hraðastillir, öryggispúðar að framan og í hliðum, Bluetooth símabúnaður, ökumannssæti með armpúða, 7″ margmiðlunarskjár í mælaborði, varadekk og fjarstýrð forhitun. Citroën ë-Jumpy er með heilu þili milli hleðslurýmis og farþegarýmis með glugga og 180° opnun á afturhurðum. Citroën ë-Jumpy er fáanlegur með ýmsum aukabúnaði t.d. með krossvið í gólfi hleðslurýmis og með rennihurð á báðum hliðum. Moduwork - fellanlegt sæti og lúga á þyli Með Moduwork innréttingunni í Citroën ë-Jumpy er hægt að stækka hleðslurýmið með opnanlegri lúgu og niðurfellanlegu framsæti, hægt er að flytja allt að 4,026 m langa hluti með Moduwork innréttingunni. Citroën ë-Jumpy í vinnu. Allt að 6,6 rúmmetra fraktrými Citroën ë-Jumpy rafsendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,6 m3 með Moduwork innréttingu, fellanlegu sæti og lúgu á þili til að flytja lengri hluti. Sjö ára víðtæk ábyrgð á bíl og átta ár á drifrafhlöðu gæði Citroën ë-Jumpy eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda. Forsala er hafin Brimborg hefur hafið forsölu á glænýjum Citroën ë-Jumpy rafsendibíl í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í apríl og afhendingar til kaupenda hefjast í maí 2021. Citroën ë-Jumpy. Í Vefsýningarsal er að finna alla Citroën ë-Jumpy rafsendibíla í pöntun. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun að sínum smekk með aðstoð söluráðgjafa Brimborgar. Citroën ë-Jumpy rafsendibíll kostar frá 5.190.000 kr. og er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur. Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla sem hefur gert það að verkum að bílverð lækkar vegna lægri birgðakostnaðar og á sama tíma geta kaupendur hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Söluráðgjafar Citroën aðstoða viðskiptavini við að setja saman réttu útfærsluna.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent