Stopparinn í Kórnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2021 10:00 Elna Ólöf Guðjónsdóttir virðir stöðvunarskylduna og tekur hana mjög alvarlega. vísir/vilhelm Elna Ólöf Guðjónsdóttir hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í vörn HK í vetur. Hún er með langflestar löglegar stöðvanir allra í Olís-deild kvenna og besti varnarmaður hennar samkvæmt HB Statz. Elna lék vel þegar HK sigraði Stjörnuna, 28-26, í Kórnum á laugardaginn. Hún skoraði fimm mörk úr fimm skotum og var með níu löglegar stöðvanir í vörninni. Það telst nokkuð venjulegur dagur á skrifstofunni hjá Elnu, allavega hvað varnarleikinn varðar. „Við erum mjög sáttar með þennan sigur. Stemmningin í liðinu skilaði honum og okkur leið vel. Það var líka kominn tími til að vinna. Við gáfum allt í þetta og ætluðum ekki að tapa,“ sagði Elna í samtali við Vísi. Í leiknum á undan, gegn ÍBV, skoraði HK aðeins átján mörk en sóknarleikur liðsins var allt annar og miklu betri gegn Stjörnunni. „Við þurfum að vinna betur í sókninni en vörnin er búin að vera mjög flott í flestum leikjum. Það er aðallega sóknin sem hefur verið að stríða okkur,“ sagði Elna. Vilja vera ofar HK er í 7. sæti Olís-deildarinnar með sjö stig eftir tíu umferðir. Elna fer ekkert leynt með það að HK-ingar hefðu viljað vera í betri stöðu í deildinni. Elna skorar eitt fimm marka sinna gegn Stjörnunni á laugardaginn.vísir/hulda margrét „Við ætluðum okkur að vera ofar. Við misstum nokkra leikmenn, eins og Völu [Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur] og vorum að bíða eftir að Jóhanna [Margrét Sigurðardóttir] kæmi inn en fengum leikmenn sem hafa staðið sig vel,“ sagði Elna. HK er aðeins tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni og þangað er stefnan sett. „Við erum enn að berjast um að komast í úrslitakeppnina og ætlum okkur þangað,“ sagði Elna. Deildin miklu betri HK átti mjög fínt tímabil í fyrra og var í 4. sæti deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. „Stefnan var að komast í úrslitakeppnina og fara langt þar. Núna er sex liða úrslitakeppni en ekki fjögurra. Við vildum líka halda 4. sætinu,“ sagði Elna og bætti við að Olís-deildin sé mun sterkari en á síðasta tímabili og það skýri að einhverju leyti af hverju HK er ekki ofar en raun ber vitni. „Deildin er miklu betri og við höfum fengið fullt af landsliðskonum heim. Deildin er mjög spennandi og skemmtileg.“ Hingað og ekki lengra eru skilaboðin sem andstæðingar HK fá oftast frá Elnu.vísir/vilhelm Elna er með yfirburðaforskot þegar kemur að löglegum stöðvunum í Olís-deildinni. Hún er með 88 löglegar stöðvanir en næsti leikmaður á lista, Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV, er með 52 löglegar stöðvanir, eða 36 færri en Elna. Lögleg stöðvun er þegar varnarmaður brýtur á sóknarmanni án þess að fá tveggja mínútna brottvísun. Dýrka þessa vörn „Eftir að við skiptum yfir í 5-1 vörn hefur hlutverk mitt stækkað og er allt öðruvísi. Æfingarnar snúast um það að við Tinna [Sól Björgvinsdóttir] eigum að brjóta, brjóta og brjóta. Þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég náði tuttugu löglegum stöðvunum gegn ÍBV sem er svolítið svakalegt,“ sagði Elna. „Þetta er geggjuð vörn. Það er svo gaman að spila hana og maður peppast miklu meira. Þetta er allt annað. Ég dýrka þessa vörn.“ Ekki nóg með að Elna sé með langflestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni, þá er hún með bestu varnareinkunn allra leikmanna deildarinnar hjá HB Statz, eða 8,32. Bestu varnarmenn Olís-deildar kvenna samkvæmt HB Statz.hb statz „Ég er mjög sátt með það,“ sagði Elna hógvær. Hún segist enn geta bætt sig á ýmsum sviðum leiksins. „Vörnin er fín þótt það sé alltaf hægt að bæta sig eitthvað. Ég er mikið að vinna í sókninni núna og reyna að mynda samband með sóknarmönnunum. Ég reyni að fá fleiri bolta til að grípa,“ sagði Elna sem leikur á línunni í sókn. Ekkert hugsað um landsliðið fyrr en í vetur Hvað íslenska landsliðið varðar hefur Elna ekki leitt hugann mikið að því, ekki fyrr en á yfirstandandi tímabili. „Mann dreymir alltaf um það en það var ekkert í myndinni fyrr en þetta tímabil. Þá hef ég náð tökum á þessu og fengið umtal og þá langar mann meira í þetta og ég hef trú á þessu. Vonandi gerist þetta einn daginn,“ sagði Elna sem verður 22 ára síðar á þessu ári. Elna hefur alla sína tíð leikið með HK.vísir/vilhelm Hún á tvo bræður sem eru báðir í handbolta. Sá eldri, Sigvaldi Björn (fæddur 1994), leikur með hinu gríðarsterka liði Kielce í Póllandi og er fastamaður í íslenska landsliðinu. Sá yngri, Símon Michael (fæddur 2002), leikur svo með HK í Grill 66 deildinni. Öfugt við Elnu spila þeir sem hornamenn, Sigvaldi hægra megin og Símon vinstra megin. Fjölskyldan bjó í Danmörku í sjö ár þar sem Elna æfði bæði fótbolta og handbolta, þótt ekki hafi verið mikil alvara í því. Of feimin til að fara á æfingar „Við bjuggum bara í litlum bæ þar sem þjálfararnir fengu ekki laun. Ég held við höfum byrjað bæði með handboltann og fótboltann. Þetta var svo pínkulítið,“ sagði Elna sem flutti heim 2012. Hún byrjaði hins vegar ekki strax að æfa með HK. „Ég æfði ekki í heilt ár, ég var alltof feimin,“ sagði Elna. „Ég tók mér smá frí frá handboltanum og byrjaði svo í 5. flokki.“ Elna segist horfa mikið upp til Sigvalda sem hefur tekið gríðarlega miklum framförum síðustu ár og leikur nú með einu besta liði Evrópu. Elna Ólöf, Sigvaldi Björn og Símon Michael Guðjónsbörn eftir leik á EM 2020.úr einkasafni „Það er geggjað. Ég styð hann og það er gaman að fylgjast með honum. Ég lít mikið upp til hans. Við æfðum mikið saman í covid-hléinu sem var mjög gaman,“ sagði Elna sem hefur ekki enn komist á leik með Kielce til að sjá bróður sinn spila. „Ég bíð enn eftir tækifærinu,“ sagði þessi öflugi leikmaður að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna HK Tengdar fréttir Öflugur sigur HK HK vann góðan sigur á Stjörnunni í Olís deild kvenna í dag, 28-26, er liðin mættust í Kórnum. Leikurinn var liður í tíundu umferð deildarinnar. 27. febrúar 2021 15:00 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Elna lék vel þegar HK sigraði Stjörnuna, 28-26, í Kórnum á laugardaginn. Hún skoraði fimm mörk úr fimm skotum og var með níu löglegar stöðvanir í vörninni. Það telst nokkuð venjulegur dagur á skrifstofunni hjá Elnu, allavega hvað varnarleikinn varðar. „Við erum mjög sáttar með þennan sigur. Stemmningin í liðinu skilaði honum og okkur leið vel. Það var líka kominn tími til að vinna. Við gáfum allt í þetta og ætluðum ekki að tapa,“ sagði Elna í samtali við Vísi. Í leiknum á undan, gegn ÍBV, skoraði HK aðeins átján mörk en sóknarleikur liðsins var allt annar og miklu betri gegn Stjörnunni. „Við þurfum að vinna betur í sókninni en vörnin er búin að vera mjög flott í flestum leikjum. Það er aðallega sóknin sem hefur verið að stríða okkur,“ sagði Elna. Vilja vera ofar HK er í 7. sæti Olís-deildarinnar með sjö stig eftir tíu umferðir. Elna fer ekkert leynt með það að HK-ingar hefðu viljað vera í betri stöðu í deildinni. Elna skorar eitt fimm marka sinna gegn Stjörnunni á laugardaginn.vísir/hulda margrét „Við ætluðum okkur að vera ofar. Við misstum nokkra leikmenn, eins og Völu [Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur] og vorum að bíða eftir að Jóhanna [Margrét Sigurðardóttir] kæmi inn en fengum leikmenn sem hafa staðið sig vel,“ sagði Elna. HK er aðeins tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni og þangað er stefnan sett. „Við erum enn að berjast um að komast í úrslitakeppnina og ætlum okkur þangað,“ sagði Elna. Deildin miklu betri HK átti mjög fínt tímabil í fyrra og var í 4. sæti deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. „Stefnan var að komast í úrslitakeppnina og fara langt þar. Núna er sex liða úrslitakeppni en ekki fjögurra. Við vildum líka halda 4. sætinu,“ sagði Elna og bætti við að Olís-deildin sé mun sterkari en á síðasta tímabili og það skýri að einhverju leyti af hverju HK er ekki ofar en raun ber vitni. „Deildin er miklu betri og við höfum fengið fullt af landsliðskonum heim. Deildin er mjög spennandi og skemmtileg.“ Hingað og ekki lengra eru skilaboðin sem andstæðingar HK fá oftast frá Elnu.vísir/vilhelm Elna er með yfirburðaforskot þegar kemur að löglegum stöðvunum í Olís-deildinni. Hún er með 88 löglegar stöðvanir en næsti leikmaður á lista, Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV, er með 52 löglegar stöðvanir, eða 36 færri en Elna. Lögleg stöðvun er þegar varnarmaður brýtur á sóknarmanni án þess að fá tveggja mínútna brottvísun. Dýrka þessa vörn „Eftir að við skiptum yfir í 5-1 vörn hefur hlutverk mitt stækkað og er allt öðruvísi. Æfingarnar snúast um það að við Tinna [Sól Björgvinsdóttir] eigum að brjóta, brjóta og brjóta. Þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég náði tuttugu löglegum stöðvunum gegn ÍBV sem er svolítið svakalegt,“ sagði Elna. „Þetta er geggjuð vörn. Það er svo gaman að spila hana og maður peppast miklu meira. Þetta er allt annað. Ég dýrka þessa vörn.“ Ekki nóg með að Elna sé með langflestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni, þá er hún með bestu varnareinkunn allra leikmanna deildarinnar hjá HB Statz, eða 8,32. Bestu varnarmenn Olís-deildar kvenna samkvæmt HB Statz.hb statz „Ég er mjög sátt með það,“ sagði Elna hógvær. Hún segist enn geta bætt sig á ýmsum sviðum leiksins. „Vörnin er fín þótt það sé alltaf hægt að bæta sig eitthvað. Ég er mikið að vinna í sókninni núna og reyna að mynda samband með sóknarmönnunum. Ég reyni að fá fleiri bolta til að grípa,“ sagði Elna sem leikur á línunni í sókn. Ekkert hugsað um landsliðið fyrr en í vetur Hvað íslenska landsliðið varðar hefur Elna ekki leitt hugann mikið að því, ekki fyrr en á yfirstandandi tímabili. „Mann dreymir alltaf um það en það var ekkert í myndinni fyrr en þetta tímabil. Þá hef ég náð tökum á þessu og fengið umtal og þá langar mann meira í þetta og ég hef trú á þessu. Vonandi gerist þetta einn daginn,“ sagði Elna sem verður 22 ára síðar á þessu ári. Elna hefur alla sína tíð leikið með HK.vísir/vilhelm Hún á tvo bræður sem eru báðir í handbolta. Sá eldri, Sigvaldi Björn (fæddur 1994), leikur með hinu gríðarsterka liði Kielce í Póllandi og er fastamaður í íslenska landsliðinu. Sá yngri, Símon Michael (fæddur 2002), leikur svo með HK í Grill 66 deildinni. Öfugt við Elnu spila þeir sem hornamenn, Sigvaldi hægra megin og Símon vinstra megin. Fjölskyldan bjó í Danmörku í sjö ár þar sem Elna æfði bæði fótbolta og handbolta, þótt ekki hafi verið mikil alvara í því. Of feimin til að fara á æfingar „Við bjuggum bara í litlum bæ þar sem þjálfararnir fengu ekki laun. Ég held við höfum byrjað bæði með handboltann og fótboltann. Þetta var svo pínkulítið,“ sagði Elna sem flutti heim 2012. Hún byrjaði hins vegar ekki strax að æfa með HK. „Ég æfði ekki í heilt ár, ég var alltof feimin,“ sagði Elna. „Ég tók mér smá frí frá handboltanum og byrjaði svo í 5. flokki.“ Elna segist horfa mikið upp til Sigvalda sem hefur tekið gríðarlega miklum framförum síðustu ár og leikur nú með einu besta liði Evrópu. Elna Ólöf, Sigvaldi Björn og Símon Michael Guðjónsbörn eftir leik á EM 2020.úr einkasafni „Það er geggjað. Ég styð hann og það er gaman að fylgjast með honum. Ég lít mikið upp til hans. Við æfðum mikið saman í covid-hléinu sem var mjög gaman,“ sagði Elna sem hefur ekki enn komist á leik með Kielce til að sjá bróður sinn spila. „Ég bíð enn eftir tækifærinu,“ sagði þessi öflugi leikmaður að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna HK Tengdar fréttir Öflugur sigur HK HK vann góðan sigur á Stjörnunni í Olís deild kvenna í dag, 28-26, er liðin mættust í Kórnum. Leikurinn var liður í tíundu umferð deildarinnar. 27. febrúar 2021 15:00 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Öflugur sigur HK HK vann góðan sigur á Stjörnunni í Olís deild kvenna í dag, 28-26, er liðin mættust í Kórnum. Leikurinn var liður í tíundu umferð deildarinnar. 27. febrúar 2021 15:00