Uppgjör rafsendibílanna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. febrúar 2021 07:01 Nissan E-NV200. Vilhelm Gunnarsson Undanfarna þrjá laugardaga hafa birst umfjallanir um rafsendibílana Nissan E-NV200, Maxus e-Deliver 3 og Renault Kangoo EV. Þeir verða bornir saman í fréttinni. Markmiðið er að gera upp á milli þeirra og skera úr um hver þeirra virkar best sem rafsendibíll. Notagildi Þegar bílar eru annars vegar er notagildi eitt af þeim atriðum sem skipta hvað mestu máli. Það þarf að vera þægilegt að ganga um sendibíla, auðvelt að hlaða í þá og sækja vörur og farangur í fraktrýmið. Nissan-inn er sá eini af þeim bílum sem reynsluekið var sem kemur með hurðum á báðum hliðum fraktrýmis, það er þægilegt að setjast inn í hann og Maxus-inn, á móti þá setjast ökumaður og farþegi niður í Renault-inn. Innra rými í Renault Kangoo EV.Vilhelm Gunnarsson Renault-inn er þó fullur af hólfum og plássi til að geyma ýmislegt í farþegarými. Hann er sennileg þeirra heppilegastur fyrir ýmsan iðnað þar sem hólf fyrir blöð eða hluti sem þurfa að vera innan seilingar. Það er samt líka stór kostur að hafa hurð á fraktrýminu bílstjórameginn, sem er eitthvað sem Nissan-inn státar af. Fraktrými í Maxus e-Deliver 3.Vilhelm Gunnarsson Fraktrými Maxus-inn er með fraktrými frá 4,8 rúmmetrum, Nissan-inn er með 4,2 rúmmetra fraktrými og Renault-inn er með frá 4 rúmmetrum. Maxus-inn er með mesta fraktrýmið af þeim bílum sem voru prófaðir og slíkt verður að teljast Maxus til tekna. Renault Kangoo EV.Vilhelm Gunnarsson Niðurstaða og verð Nissan-inn kostar frá 5.390.000kr., Renault-inn kostar frá 4.650.000 kr. og Maxus-inn kostar frá 4.990.000kr. Renault-inn er ódýrastur og er afar notadrjúgur með öllum sínum hirslum. Nissan-inn er dýrastur en hann er best búinn og með hurð á fraktrýminu bílstjórameginn. Maxus-inn er þó með mesta fraktrýmið. Það er því ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra. Uppgefin drægni Maxus-ins er meiri en hinna, Maxus-inn hefur uppgefna drægni upp á 235 km á hleðslunni, Nissan-inn 190 og Renautl-inn 200. Maxus e-Deliver 3 er með hliðarhurð farþegamegin.Vilhelm Gunnarsson Maxus-inn hefur mesta fraktrýmið og lengstu drægnina. Hann er góður í akstri og er á milli hinna tveggja í verði. Það er mat blaðamanns að hann sé besti kosturinn þegar öll kurl eru komin til grafar. Vistvænir bílar Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent
Notagildi Þegar bílar eru annars vegar er notagildi eitt af þeim atriðum sem skipta hvað mestu máli. Það þarf að vera þægilegt að ganga um sendibíla, auðvelt að hlaða í þá og sækja vörur og farangur í fraktrýmið. Nissan-inn er sá eini af þeim bílum sem reynsluekið var sem kemur með hurðum á báðum hliðum fraktrýmis, það er þægilegt að setjast inn í hann og Maxus-inn, á móti þá setjast ökumaður og farþegi niður í Renault-inn. Innra rými í Renault Kangoo EV.Vilhelm Gunnarsson Renault-inn er þó fullur af hólfum og plássi til að geyma ýmislegt í farþegarými. Hann er sennileg þeirra heppilegastur fyrir ýmsan iðnað þar sem hólf fyrir blöð eða hluti sem þurfa að vera innan seilingar. Það er samt líka stór kostur að hafa hurð á fraktrýminu bílstjórameginn, sem er eitthvað sem Nissan-inn státar af. Fraktrými í Maxus e-Deliver 3.Vilhelm Gunnarsson Fraktrými Maxus-inn er með fraktrými frá 4,8 rúmmetrum, Nissan-inn er með 4,2 rúmmetra fraktrými og Renault-inn er með frá 4 rúmmetrum. Maxus-inn er með mesta fraktrýmið af þeim bílum sem voru prófaðir og slíkt verður að teljast Maxus til tekna. Renault Kangoo EV.Vilhelm Gunnarsson Niðurstaða og verð Nissan-inn kostar frá 5.390.000kr., Renault-inn kostar frá 4.650.000 kr. og Maxus-inn kostar frá 4.990.000kr. Renault-inn er ódýrastur og er afar notadrjúgur með öllum sínum hirslum. Nissan-inn er dýrastur en hann er best búinn og með hurð á fraktrýminu bílstjórameginn. Maxus-inn er þó með mesta fraktrýmið. Það er því ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra. Uppgefin drægni Maxus-ins er meiri en hinna, Maxus-inn hefur uppgefna drægni upp á 235 km á hleðslunni, Nissan-inn 190 og Renautl-inn 200. Maxus e-Deliver 3 er með hliðarhurð farþegamegin.Vilhelm Gunnarsson Maxus-inn hefur mesta fraktrýmið og lengstu drægnina. Hann er góður í akstri og er á milli hinna tveggja í verði. Það er mat blaðamanns að hann sé besti kosturinn þegar öll kurl eru komin til grafar.
Vistvænir bílar Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent