„Mál Britney Cots er á borði HSÍ” Andri Már Eggertsson skrifar 13. febrúar 2021 15:54 Brittney í leiknum gegn Haukum í dag. Þar náði hún sér alls ekki á strik og skoraði einungs þrjú mörk úr tólf skotum. vísir/hulda margrét Haukar gengu frá FH í nágrannaslag í Hafnafirði í dag. Haukar tóku frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Lokatölur 33-19. Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, var svekktur í leikslok. „Þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Ég á erfitt með að leggja fingurinn á það hvers vegna við mætum ekki strax til leiks, við fengum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta nógu vel,” sagði Guðmundur svekktur. Vörn Hauka var mjög góð í dag sem gerði FH mjög erfitt fyrir og áttu þær í erfiðleikum með að skora á löngum köflum. Guðmundur sagði að uppleggið fyrir leik var að reyna hreyfa vörn Hauka sem þeim tókst síðan aldrei að gera og var niðurstaða leiksins eftir því. „Í hálfleik ræddum við um að snúa lélegum fyrri hálfleik við, ég reyndi að stappa stálinu í stelpurnar en það virtist ekki hafa gengið heldur sem er hægt að skrifa á mig sem þjálfara liðsins.” Mikið hefur verið rætt og ritað um Britney Cots leikmann FH þar sem hún fór í fjölmiðla og lét Sigurð Bragason þjálfara ÍBV heyra það eftir að hafa stjakað við henni í leik milli FH og ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum. „Ég vissi af vanlíðan hennar eftir leikinn á móti ÍBV. Þetta mál var komið á borð hjá HSÍ áður en þetta fór í fjölmiðla og vona ég að það komi á endanum farsæl niðurstaða í málið.” „Við verðum að bera virðingu fyrir viðbrögðum einstaklinga en þó set ég ekki þann stimpil að Siggi Braga hafi ætlað sér að vera með árás á Britney. Að mínu mati á þjálfari ekki að snerta leikmann andstæðings inn á vellinum.” Guðmundur er búinn að ræða við Sigurð Bragason eftir atvikið og hefur fengið hans hlið á málinu umdeilda og talar Guðmundur um að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Sigga að særa Britney. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50 Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sjá meira
„Þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Ég á erfitt með að leggja fingurinn á það hvers vegna við mætum ekki strax til leiks, við fengum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta nógu vel,” sagði Guðmundur svekktur. Vörn Hauka var mjög góð í dag sem gerði FH mjög erfitt fyrir og áttu þær í erfiðleikum með að skora á löngum köflum. Guðmundur sagði að uppleggið fyrir leik var að reyna hreyfa vörn Hauka sem þeim tókst síðan aldrei að gera og var niðurstaða leiksins eftir því. „Í hálfleik ræddum við um að snúa lélegum fyrri hálfleik við, ég reyndi að stappa stálinu í stelpurnar en það virtist ekki hafa gengið heldur sem er hægt að skrifa á mig sem þjálfara liðsins.” Mikið hefur verið rætt og ritað um Britney Cots leikmann FH þar sem hún fór í fjölmiðla og lét Sigurð Bragason þjálfara ÍBV heyra það eftir að hafa stjakað við henni í leik milli FH og ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum. „Ég vissi af vanlíðan hennar eftir leikinn á móti ÍBV. Þetta mál var komið á borð hjá HSÍ áður en þetta fór í fjölmiðla og vona ég að það komi á endanum farsæl niðurstaða í málið.” „Við verðum að bera virðingu fyrir viðbrögðum einstaklinga en þó set ég ekki þann stimpil að Siggi Braga hafi ætlað sér að vera með árás á Britney. Að mínu mati á þjálfari ekki að snerta leikmann andstæðings inn á vellinum.” Guðmundur er búinn að ræða við Sigurð Bragason eftir atvikið og hefur fengið hans hlið á málinu umdeilda og talar Guðmundur um að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Sigga að særa Britney. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50 Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sjá meira
Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50
Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30