„Mál Britney Cots er á borði HSÍ” Andri Már Eggertsson skrifar 13. febrúar 2021 15:54 Brittney í leiknum gegn Haukum í dag. Þar náði hún sér alls ekki á strik og skoraði einungs þrjú mörk úr tólf skotum. vísir/hulda margrét Haukar gengu frá FH í nágrannaslag í Hafnafirði í dag. Haukar tóku frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Lokatölur 33-19. Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, var svekktur í leikslok. „Þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Ég á erfitt með að leggja fingurinn á það hvers vegna við mætum ekki strax til leiks, við fengum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta nógu vel,” sagði Guðmundur svekktur. Vörn Hauka var mjög góð í dag sem gerði FH mjög erfitt fyrir og áttu þær í erfiðleikum með að skora á löngum köflum. Guðmundur sagði að uppleggið fyrir leik var að reyna hreyfa vörn Hauka sem þeim tókst síðan aldrei að gera og var niðurstaða leiksins eftir því. „Í hálfleik ræddum við um að snúa lélegum fyrri hálfleik við, ég reyndi að stappa stálinu í stelpurnar en það virtist ekki hafa gengið heldur sem er hægt að skrifa á mig sem þjálfara liðsins.” Mikið hefur verið rætt og ritað um Britney Cots leikmann FH þar sem hún fór í fjölmiðla og lét Sigurð Bragason þjálfara ÍBV heyra það eftir að hafa stjakað við henni í leik milli FH og ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum. „Ég vissi af vanlíðan hennar eftir leikinn á móti ÍBV. Þetta mál var komið á borð hjá HSÍ áður en þetta fór í fjölmiðla og vona ég að það komi á endanum farsæl niðurstaða í málið.” „Við verðum að bera virðingu fyrir viðbrögðum einstaklinga en þó set ég ekki þann stimpil að Siggi Braga hafi ætlað sér að vera með árás á Britney. Að mínu mati á þjálfari ekki að snerta leikmann andstæðings inn á vellinum.” Guðmundur er búinn að ræða við Sigurð Bragason eftir atvikið og hefur fengið hans hlið á málinu umdeilda og talar Guðmundur um að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Sigga að særa Britney. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50 Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Sjá meira
„Þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Ég á erfitt með að leggja fingurinn á það hvers vegna við mætum ekki strax til leiks, við fengum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta nógu vel,” sagði Guðmundur svekktur. Vörn Hauka var mjög góð í dag sem gerði FH mjög erfitt fyrir og áttu þær í erfiðleikum með að skora á löngum köflum. Guðmundur sagði að uppleggið fyrir leik var að reyna hreyfa vörn Hauka sem þeim tókst síðan aldrei að gera og var niðurstaða leiksins eftir því. „Í hálfleik ræddum við um að snúa lélegum fyrri hálfleik við, ég reyndi að stappa stálinu í stelpurnar en það virtist ekki hafa gengið heldur sem er hægt að skrifa á mig sem þjálfara liðsins.” Mikið hefur verið rætt og ritað um Britney Cots leikmann FH þar sem hún fór í fjölmiðla og lét Sigurð Bragason þjálfara ÍBV heyra það eftir að hafa stjakað við henni í leik milli FH og ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum. „Ég vissi af vanlíðan hennar eftir leikinn á móti ÍBV. Þetta mál var komið á borð hjá HSÍ áður en þetta fór í fjölmiðla og vona ég að það komi á endanum farsæl niðurstaða í málið.” „Við verðum að bera virðingu fyrir viðbrögðum einstaklinga en þó set ég ekki þann stimpil að Siggi Braga hafi ætlað sér að vera með árás á Britney. Að mínu mati á þjálfari ekki að snerta leikmann andstæðings inn á vellinum.” Guðmundur er búinn að ræða við Sigurð Bragason eftir atvikið og hefur fengið hans hlið á málinu umdeilda og talar Guðmundur um að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Sigga að særa Britney. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50 Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50
Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30