Rafbíladagar í Öskju Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. febrúar 2021 07:01 Rafbílar frá Mercedes-Benz, Kia og Honda verða í forgrunni á rafbíladögum. Rafbílardagar hófust hjá Öskju í gær og standa yfir til 20. febrúar. Þar verður lögð áhersla á veglegt framboð 100% rafbíla, tvinn- og tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Askja býður yfir 30 gerðir bíla sem ganga fyrir rafmagni að hluta eða öllu leyti. Má þar nefna netta borgarbílinn Honda e, sem er 100% rafbíll og hefur hlotið mikla eftirtekt fyrir hönnun og tækni. Úr fjölbreyttu rafbílaúrvali Kia kemur meðal annars Kia Niro er sem er fáanlegur sem 100% rafbíll, tvinn- eða tengiltvinnbíll. Frá Mercedes-Benz má nefna lúxus sportjeppann Mercedes-Benz EQC, sem hefur notið mikilla vinsælda og atvinnubílanna EQV og eVito en þeir taka allt að 9 manns í sæti. Þetta er einungis hluti af þeim rafbílum sem eru í boði hjá Öskju. Á næstu dögum bætast við í rafbílaflóruna hjá Öskju hinn nýi Mercedes-Benz EQA og sjö sæta jeppinn Kia Sorento sem kemur í plug-in hybrid útfærslu. Mikil eftirvænting ríkir eftir komu þessara tveggja bíla en forsala er þegar hafin á þeim og verða fyrstu bílarnir afhentir í næsta mánuði. „Rafbílavæðingin hefur tekið stórt stökk á Íslandi undanfarið, bæði með fjölgun rafbíla og eflingu innviða hér á landi með tilkomu hraðhleðslustöðva um allt land. Á árinu 2020 var hlutfall nýrra bíla knúnir rafmagni að hluta eða öllu leyti um 70% á móti 30% sem eru einungis knúnir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Það hafa því orðið miklar breytingar á bílamarkaðnum á síðustu 2 árum og við horfum á enn frekari þróun í þessa átt. Því má ætla að margir séu að skoða þann kost að velja rafbíl sem sinn næsta bíl, enda hefur fjármögnun og rekstur þeirra sjaldan verið hagstæðari. Við bjóðum alla velkomna í Öskju til að kynna sér glæsilegt úrval rafmagnaðra bíla af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Arna Rut Hjartardóttir, markaðsstjóri Öskju. Askja býður upp á heildarlausnir fyrir rafbíla með sölu á hleðslustöðvum frá Innogy og aðstoð við uppsetningu. Starfsfólk Öskju er til staðar til að svara öllum spurningum um notkun rafbíla og hleðslustöðvar. Vistvænir bílar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Askja býður yfir 30 gerðir bíla sem ganga fyrir rafmagni að hluta eða öllu leyti. Má þar nefna netta borgarbílinn Honda e, sem er 100% rafbíll og hefur hlotið mikla eftirtekt fyrir hönnun og tækni. Úr fjölbreyttu rafbílaúrvali Kia kemur meðal annars Kia Niro er sem er fáanlegur sem 100% rafbíll, tvinn- eða tengiltvinnbíll. Frá Mercedes-Benz má nefna lúxus sportjeppann Mercedes-Benz EQC, sem hefur notið mikilla vinsælda og atvinnubílanna EQV og eVito en þeir taka allt að 9 manns í sæti. Þetta er einungis hluti af þeim rafbílum sem eru í boði hjá Öskju. Á næstu dögum bætast við í rafbílaflóruna hjá Öskju hinn nýi Mercedes-Benz EQA og sjö sæta jeppinn Kia Sorento sem kemur í plug-in hybrid útfærslu. Mikil eftirvænting ríkir eftir komu þessara tveggja bíla en forsala er þegar hafin á þeim og verða fyrstu bílarnir afhentir í næsta mánuði. „Rafbílavæðingin hefur tekið stórt stökk á Íslandi undanfarið, bæði með fjölgun rafbíla og eflingu innviða hér á landi með tilkomu hraðhleðslustöðva um allt land. Á árinu 2020 var hlutfall nýrra bíla knúnir rafmagni að hluta eða öllu leyti um 70% á móti 30% sem eru einungis knúnir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Það hafa því orðið miklar breytingar á bílamarkaðnum á síðustu 2 árum og við horfum á enn frekari þróun í þessa átt. Því má ætla að margir séu að skoða þann kost að velja rafbíl sem sinn næsta bíl, enda hefur fjármögnun og rekstur þeirra sjaldan verið hagstæðari. Við bjóðum alla velkomna í Öskju til að kynna sér glæsilegt úrval rafmagnaðra bíla af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Arna Rut Hjartardóttir, markaðsstjóri Öskju. Askja býður upp á heildarlausnir fyrir rafbíla með sölu á hleðslustöðvum frá Innogy og aðstoð við uppsetningu. Starfsfólk Öskju er til staðar til að svara öllum spurningum um notkun rafbíla og hleðslustöðvar.
Vistvænir bílar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent