Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin Heimsljós 11. febrúar 2021 13:55 UN Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim í kvöld á RÚV. Fræðsluþátturinn „Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin“ verður sýndur á RÚV í kvöld þar sem Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim. Þau njóta aðstoðar sérfræðinga í þróunarsamvinnu sem þekkja stöðuna á viðkæmum svæðum af eigin raun. Þátturinn er hluti af sameiginlegu fræðsluátaki íslenskra félagasamtaka í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem nefnist „Þróunarsamvinna ber ávöxt.“ „Beinna og óbeinna áhrifa kórónuveirunnar mun halda áfram að gæta á heimsvísu næstu árin, ekki síst í þróunarríkjum. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar eru miklar, fjöldi starfa hefur tapast og viðkvæmustu hóparnir verða verst úti. Víða hafa börn ekki getað sótt skóla nema að takmörkuðu leyti í heilt ár og mörg þeirra verða því af einu heitu máltíð dagsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag í tilefni af átakinu. „Aðgangur að vatni, næring, menntun og ofbeldi. Allt eru þetta hlekkir í keðjuverkun COVID-19 um allan heim,“ segir Áslaug Ármannsdóttir verkefnastjóri átaksins. „Talið er að allt að 500 milljónir manna eigi á hættu að lenda í sárafátækt vegna faraldursins en í fræðslumyndinni er sjónum beint að félagslegum og efnahagslegum afleiðingum COVID-19 á efnaminni ríki.“ Öll helstu íslensku félagasamtök í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að fræðsluátakinu „Þróunarsamvinna ber ávöxt“, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Fræðsluþátturinn er á dagskrá RÚV klukkan 20:00 í kvöld. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent
Fræðsluþátturinn „Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin“ verður sýndur á RÚV í kvöld þar sem Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim. Þau njóta aðstoðar sérfræðinga í þróunarsamvinnu sem þekkja stöðuna á viðkæmum svæðum af eigin raun. Þátturinn er hluti af sameiginlegu fræðsluátaki íslenskra félagasamtaka í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem nefnist „Þróunarsamvinna ber ávöxt.“ „Beinna og óbeinna áhrifa kórónuveirunnar mun halda áfram að gæta á heimsvísu næstu árin, ekki síst í þróunarríkjum. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar eru miklar, fjöldi starfa hefur tapast og viðkvæmustu hóparnir verða verst úti. Víða hafa börn ekki getað sótt skóla nema að takmörkuðu leyti í heilt ár og mörg þeirra verða því af einu heitu máltíð dagsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag í tilefni af átakinu. „Aðgangur að vatni, næring, menntun og ofbeldi. Allt eru þetta hlekkir í keðjuverkun COVID-19 um allan heim,“ segir Áslaug Ármannsdóttir verkefnastjóri átaksins. „Talið er að allt að 500 milljónir manna eigi á hættu að lenda í sárafátækt vegna faraldursins en í fræðslumyndinni er sjónum beint að félagslegum og efnahagslegum afleiðingum COVID-19 á efnaminni ríki.“ Öll helstu íslensku félagasamtök í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að fræðsluátakinu „Þróunarsamvinna ber ávöxt“, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Fræðsluþátturinn er á dagskrá RÚV klukkan 20:00 í kvöld. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent