Flóttafólk snýr heim: Íslendingum þakkaður stuðningur Heimsljós 4. febrúar 2021 10:59 Ljósmynd frá Yei Hjálparstarf kirkjunnar Utanríkisráðuneytið veitti Hjálparstarfi kirkjunnar tuttugu milljóna króna stuðning fyrir tveimur árum til mannúðaraðstoðar við íbúa Suður-Súdan. „Flestir sem fengið hafa beinan fjárhagslegan stuðning í Yei eru nýkomnir hingað úr flóttamannasamfélögum í Úganda, um þúsund fjölskyldur, sem koma allslausar heim. Við erum mjög þakklát Íslendingum og Hjálparstarfi kirkjunnar á Íslandi fyrir stuðninginn við verkefnið,“ segir Moses Habib verkefnastjóri í Suður-Súdan sem starfar þar fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í Finnlandi. Utanríkisráðuneytið veitti Hjálparstarfi kirkjunnar tuttugu milljóna króna stuðning fyrir tveimur árum til mannúðaraðstoðar við íbúa þessa stríðshrjáða lands en finnsk systurstofnun var framkvæmdaaðili á vettvangi. Friðarsamkomulag stríðandi fylkinga í landinu var undirritað í september 2018 og hefur að sögn Hjálparstarfs kirkjunnar haldið að einhverju leyti. Þó hefur verið ófriður á sumum svæðum milli hers og stjórnarandstöðu og við vopnaða hópa sem ekki skrifuðu undir friðarsamkomulagið. Hluti af íbúum Suður-Súdan sem flúði yfir til grannríkja hefur snúið heim. Á verkefnasvæðinu í Yei sýslu fengu fjölskyldur fengu beinan óskilyrtan fjárhagsstuðning sem gerir þeim kleift að afla sér matar og aðra nauðsynja. Í þeim hópi voru meðal annars 53 ungar mæður undir átján ára aldri. Starfsfólk frá skrifstofu FCA í höfuðborginni Juba veitti verkefnafólki nauðsynlegan stuðning og fylgdi eftir að stuðningurinn skilaði sér til fjölskyldnanna. Staðaryfirvöld og þorpsleiðtogar voru einnig eftirlitsaðilar til að tryggja að allt færi rétt fram og skilaði sér til fjölskyldnanna. Fjölskyldurnar nýttu stuðninginn til að kaupa sér mat og nauðsynjar og einnig til að kaupa fræ og nauðsynleg verkfæri til notkunar í landbúnaði sem tryggir betur fæðuöryggi þeirra. Markmið verkefnisins var einnig að tryggja réttindi kvenna og valdefla konur en 62 prósent fjölskyldnanna sem fengu stuðning eru leiddar af konum. Þess var einnig gætt að berskjaldaðir hópar væru í forgangi, eins og aldraðir og barnshafandi konur, og fólk með sjúkdóma og fötlun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Suður-Súdan Flóttamenn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent
„Flestir sem fengið hafa beinan fjárhagslegan stuðning í Yei eru nýkomnir hingað úr flóttamannasamfélögum í Úganda, um þúsund fjölskyldur, sem koma allslausar heim. Við erum mjög þakklát Íslendingum og Hjálparstarfi kirkjunnar á Íslandi fyrir stuðninginn við verkefnið,“ segir Moses Habib verkefnastjóri í Suður-Súdan sem starfar þar fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í Finnlandi. Utanríkisráðuneytið veitti Hjálparstarfi kirkjunnar tuttugu milljóna króna stuðning fyrir tveimur árum til mannúðaraðstoðar við íbúa þessa stríðshrjáða lands en finnsk systurstofnun var framkvæmdaaðili á vettvangi. Friðarsamkomulag stríðandi fylkinga í landinu var undirritað í september 2018 og hefur að sögn Hjálparstarfs kirkjunnar haldið að einhverju leyti. Þó hefur verið ófriður á sumum svæðum milli hers og stjórnarandstöðu og við vopnaða hópa sem ekki skrifuðu undir friðarsamkomulagið. Hluti af íbúum Suður-Súdan sem flúði yfir til grannríkja hefur snúið heim. Á verkefnasvæðinu í Yei sýslu fengu fjölskyldur fengu beinan óskilyrtan fjárhagsstuðning sem gerir þeim kleift að afla sér matar og aðra nauðsynja. Í þeim hópi voru meðal annars 53 ungar mæður undir átján ára aldri. Starfsfólk frá skrifstofu FCA í höfuðborginni Juba veitti verkefnafólki nauðsynlegan stuðning og fylgdi eftir að stuðningurinn skilaði sér til fjölskyldnanna. Staðaryfirvöld og þorpsleiðtogar voru einnig eftirlitsaðilar til að tryggja að allt færi rétt fram og skilaði sér til fjölskyldnanna. Fjölskyldurnar nýttu stuðninginn til að kaupa sér mat og nauðsynjar og einnig til að kaupa fræ og nauðsynleg verkfæri til notkunar í landbúnaði sem tryggir betur fæðuöryggi þeirra. Markmið verkefnisins var einnig að tryggja réttindi kvenna og valdefla konur en 62 prósent fjölskyldnanna sem fengu stuðning eru leiddar af konum. Þess var einnig gætt að berskjaldaðir hópar væru í forgangi, eins og aldraðir og barnshafandi konur, og fólk með sjúkdóma og fötlun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Suður-Súdan Flóttamenn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent