Leikjavísir

Yfirtakan: VallaPjalla tekur yfir GameTíví

Samúel Karl Ólason skrifar
145025331_10157651962021651_4436548163960169480_o

Fyrsta yfirtakan á Twitchrás GameTíví á sér stað í kvöld. Þar munu íslenskir streymarar fá tækifæri til að kynna sig og rás þeirra.

Sú fyrsta til að taka yfir rás GameTíví er Valgerður Kjartansdóttir, eða VallaPjalla, eins og hún kallar sig á Twitch.

Valgerður er 27 ára og hefur spilað tölvuleiki í mörg ár og spilar þá yfirleitt með vinum sínum. Nýlega tók hún uppá því að fara að spila hryllingsleiki sem er mikil áskorun fyrir hana þar sem henni bregður við minnstu hreyfingu

Í kvöld ætlar hún að spila hryllingsleikinn Outlast 1 og má því búast við miklum látum, öskrum og háspennu.

Gamanið hefst klukkan átta á Twitchrás GameTíví.

Þá er komið að fyrstu yfirtökunni í GameTíví og það er ein af okkar uppáhalds streymurum sjálf VallaPjalla sem tekur...

Posted by GameTíví on Tuesday, 2 February 2021





Fleiri fréttir

Sjá meira


×