Handbolti

Darri Arons­son: Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Darri Aronsson er loksins kominn á parketið aftur.
Darri Aronsson er loksins kominn á parketið aftur. vísir/bára

Darri Aronsson, leikmaður Hauka í handbolta fór mikinn þegar að Haukar lögðu Þór Ak. að velli, 33-22 í dag. Darri hefur verið frá í 17 mánuði vegna meiðsla og kórónuveirufaraldursins og augljóslega orðin hungraður í að mæta aftur á parketið.

„Það er gaman að koma til baka, ég er búin að vera lengi frá eftir krossbandsmeiðslin. Sautján mánuðir, ég er búin að bíða eftir þessu lengi. Það er gaman að fá að spila aftur,“ sagði Darri í leikslok.

Darri var með fimm mörk úr jafn mörgum skotum og gríðarlega öflugur í varnarleik Hauka sem Þórsarar réðu lítið við ,,Þetta er auðvitað góðir strákar sem eru með mér. Vörnin stendur flott saman og við erum búnir að æfa vel í Covid- pásunni.“

Darri hefur verið í meiðslum í 13 mánuði og kom svo til baka í miðjum faraldri. „Þetta hefur verið svolítið erfitt, en eins og hjá öllum. Menn hafa verið duglegir, mikið af hlaupum og lyftingum og það er gaman að vera komin aftur,“ sagði Darri að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×