Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. janúar 2021 13:31 Eydís Helena Evensen er einstaklega efnilegt tónskáld en hún hefur spilað á píanó frá því í barnæsku. Saga Sig Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. Í alþjóðlegri fréttatilkynningu sem Sony sendi frá sér í dag, er haft eftir Alexander Buhr að Eydís Evensen sé einstaklega efnilegur listamaður. „Við erum svo spennt að kynna heiminn fyrir henni og að Brotin setji tóninn fyrir nýju útgáfuna okkar.“ Eydís segir nánar frá þessu ævintýri í helgarviðtali Vísis og birtist það klukkan sjö í fyrramálið hér á Lífinu. Spennt og þakklát Píanóleikarinn og tónskáldið Eydís er nú orðin andlit alþjóðlegrar herferðar útgáfufyrirtækisins sem sett var af stað í dag. Lagið Brotin er píanóverk eftir Eydísi sjálfa og skapaði hún einnig myndbandið við lagið ásamt ljósmyndaranum Önnu Maggý. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Eydísar, sem nefnist Bylur. Platan var tekin upp með Valgeiri Sigurðssyni í Greenhouse Studios í Reykjavík. Eydís er frá Blönduósi en hefur búið erlendis síðustu ár og flutti aftur heim til Íslands á síðasta ári. Hún fékk að vita þessar gleðifréttir frá Sony í ágúst á síðasta ári en hefur þurft að halda því leyndu síðustu mánuði, meira að segja frá sínum nánustu. „Ég er ótrúlega spennt og þakklát fyrir tækifærið til að gefa út mína fyrstu plötu hjá útgáfunni og fyrir að vinna með svona frábæru alþjóðlegu teymi,“ segir Eydís um samninginn. Myndbandið við Brotin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ískalt í glerkassa í íslenska frostinu Eydís og Anna Maggý vildu með myndbandinu sýna tilfinningar verksins á sjónrænan hátt. Einangrunin, yfirþyrmandi tilfinningar og það að vera brotin er táknað með glerkassa sem fyllist af reyk í myndbandinu. „Það var óraunverulegt að taka upp þetta myndband á kaldasta, dimmasta og erfiðasta tíma íslenska vetrarins,“ er haft eftir Önnu Maggý í tilkynningu Sony. Upptökur á myndbandinu við Brotin fóru fram víða á Suðurlandi en nánar má lesa um myndbandið í helgarviðtalinu við Eydísi sem birtist hér á Vísi í fyrramálið. Í fréttatilkynningu Sony kemur fram að lagið Brotin gefi smá innsýn í tónlistarheim Eydísar og sýni hennar hæfileika og persónuleika vel. Lagið sýnir viðkvæmni og er einstaklega tilfinningaríkt. Nick Knowles umboðsmaður Eydísar segist spenntur fyrir því að hefja þetta ferðalag með magnaða teyminu hjá XXIM Records og Sony til þess að dreifa tónlist Eydísar um allan heim. Tónlist Sony Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Í alþjóðlegri fréttatilkynningu sem Sony sendi frá sér í dag, er haft eftir Alexander Buhr að Eydís Evensen sé einstaklega efnilegur listamaður. „Við erum svo spennt að kynna heiminn fyrir henni og að Brotin setji tóninn fyrir nýju útgáfuna okkar.“ Eydís segir nánar frá þessu ævintýri í helgarviðtali Vísis og birtist það klukkan sjö í fyrramálið hér á Lífinu. Spennt og þakklát Píanóleikarinn og tónskáldið Eydís er nú orðin andlit alþjóðlegrar herferðar útgáfufyrirtækisins sem sett var af stað í dag. Lagið Brotin er píanóverk eftir Eydísi sjálfa og skapaði hún einnig myndbandið við lagið ásamt ljósmyndaranum Önnu Maggý. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Eydísar, sem nefnist Bylur. Platan var tekin upp með Valgeiri Sigurðssyni í Greenhouse Studios í Reykjavík. Eydís er frá Blönduósi en hefur búið erlendis síðustu ár og flutti aftur heim til Íslands á síðasta ári. Hún fékk að vita þessar gleðifréttir frá Sony í ágúst á síðasta ári en hefur þurft að halda því leyndu síðustu mánuði, meira að segja frá sínum nánustu. „Ég er ótrúlega spennt og þakklát fyrir tækifærið til að gefa út mína fyrstu plötu hjá útgáfunni og fyrir að vinna með svona frábæru alþjóðlegu teymi,“ segir Eydís um samninginn. Myndbandið við Brotin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ískalt í glerkassa í íslenska frostinu Eydís og Anna Maggý vildu með myndbandinu sýna tilfinningar verksins á sjónrænan hátt. Einangrunin, yfirþyrmandi tilfinningar og það að vera brotin er táknað með glerkassa sem fyllist af reyk í myndbandinu. „Það var óraunverulegt að taka upp þetta myndband á kaldasta, dimmasta og erfiðasta tíma íslenska vetrarins,“ er haft eftir Önnu Maggý í tilkynningu Sony. Upptökur á myndbandinu við Brotin fóru fram víða á Suðurlandi en nánar má lesa um myndbandið í helgarviðtalinu við Eydísi sem birtist hér á Vísi í fyrramálið. Í fréttatilkynningu Sony kemur fram að lagið Brotin gefi smá innsýn í tónlistarheim Eydísar og sýni hennar hæfileika og persónuleika vel. Lagið sýnir viðkvæmni og er einstaklega tilfinningaríkt. Nick Knowles umboðsmaður Eydísar segist spenntur fyrir því að hefja þetta ferðalag með magnaða teyminu hjá XXIM Records og Sony til þess að dreifa tónlist Eydísar um allan heim.
Tónlist Sony Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira