Bílaleiga Akureyrar með 20 Hyundai Kona EV til leigu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. janúar 2021 07:00 Pálmi Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, og Heiðar J. Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi, við nýjan Hyundai Kona EV. Bílaleigan Akureyrar - Höldur ehf., hefur tekið við tuttugu bílum af gerðinni Hyundai Kona EV sem bílaleigan fékk afhenta nýlega hjá Hyundai á Íslandi við Kauptún í Garðabæ. Um er að ræða Premium útgáfu þessa 100% rafbíls sem búinn er ríkulegum öryggis- og þægindabúnaði ásamt stærri og langdrægari rafhlöðunni, 64 kWh, sem skilar 204 hestöflum og allt að 449 km drægni á rafhlöðunni. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL og Bílaleigu Akureyrar. Vel búnir og langdrægir Að sögn Pálma Viðars Snorrasonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Bílaleigu Akureyrar, verða bílarnir til taks á stærri starfsstöðvum bílaleigunnar fyrir jafnt innlenda sem erlenda leigutaka. Einnig verða þeir í boði í langtímaleigu, þar sem leigutíminn eru allt frá 3 að 36 mánuðum. „Við rekum í dag tæplega 150 rafbíla af ýmsum tegundum, þar á meðal frá Nissan, Renault og BMW frá BL auk annarra rafbílategunda,“ segir Pálmi Viðar. Hann segir nýju Hyundai Kona EV rafbílana hreina viðbót við stækkandi rafbílaflota fyrirtækisins sem er í samræmi við þá hugarfarsbreytingu landsmanna að velja í auknum mæli umhverfismilda bíla, hvort sem það eru rafbílar, tengiltvinn- eða tvinnbílar. „Við erum mjög ánægð með nýju viðbótina frá Hyundai. Þarna er kominn mjög vel útbúinn og þægilegur bíll í allri umgengni með allt að 449 kílómetra drægni samkvæmt WLTP. Það eru einmitt svona bílar sem við höfum verið að bíða eftir. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir reynast í rekstrinum,“ segir Pálmi. Eina umhverfisvottaða bílaleigan Bílaleiga Akureyrar er með ríflega 4.000 bíla í flota sínum og þar af meira en 500 umhverfismilda bíla af ýmsum gerðum. Markmið fyrirtækisins er að auka hlutfall þeirra í flotanum á næstu árum enda eru umhverfismál á meðal forgangsatriða í rekstrinum. Árið 2010 hlaut Bílaleiga Akureyrar umhverfisvottunina ISO 14001 sem viðhaldið hefur verið æ síðan og er fyrirtækið jafnframt eina bílaleiga landsins með vottunina. Hlakka til að sjá erlenda ferðamenn á Kona EV Heiðar J. Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi, er ánægður með samninginn við Bílaleigu Akureyrar sem átt hefur áratugalangt farsælt samstarf við BL um val á bílaleigubílum. „Hyundai Kona EV hefur komið mjög vel út á mörkuðunum. Hann er hástæður og þægilegur í allri umgengni, tæknilega vel búinn og síðast en ekki síst langdrægur. Ég hlakka til að sjá þessa bílaleigubíla í borgarumferðinni og á þjóðvegum landsins þegar við fáum erlenda ferðamenn á ný til landsins. Ég er þess fullviss að viðskiptavinir Bílaleigu Akureyrar verða ánægðir með Kona EV,“ segir Heiðar. Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL og Bílaleigu Akureyrar. Vel búnir og langdrægir Að sögn Pálma Viðars Snorrasonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Bílaleigu Akureyrar, verða bílarnir til taks á stærri starfsstöðvum bílaleigunnar fyrir jafnt innlenda sem erlenda leigutaka. Einnig verða þeir í boði í langtímaleigu, þar sem leigutíminn eru allt frá 3 að 36 mánuðum. „Við rekum í dag tæplega 150 rafbíla af ýmsum tegundum, þar á meðal frá Nissan, Renault og BMW frá BL auk annarra rafbílategunda,“ segir Pálmi Viðar. Hann segir nýju Hyundai Kona EV rafbílana hreina viðbót við stækkandi rafbílaflota fyrirtækisins sem er í samræmi við þá hugarfarsbreytingu landsmanna að velja í auknum mæli umhverfismilda bíla, hvort sem það eru rafbílar, tengiltvinn- eða tvinnbílar. „Við erum mjög ánægð með nýju viðbótina frá Hyundai. Þarna er kominn mjög vel útbúinn og þægilegur bíll í allri umgengni með allt að 449 kílómetra drægni samkvæmt WLTP. Það eru einmitt svona bílar sem við höfum verið að bíða eftir. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir reynast í rekstrinum,“ segir Pálmi. Eina umhverfisvottaða bílaleigan Bílaleiga Akureyrar er með ríflega 4.000 bíla í flota sínum og þar af meira en 500 umhverfismilda bíla af ýmsum gerðum. Markmið fyrirtækisins er að auka hlutfall þeirra í flotanum á næstu árum enda eru umhverfismál á meðal forgangsatriða í rekstrinum. Árið 2010 hlaut Bílaleiga Akureyrar umhverfisvottunina ISO 14001 sem viðhaldið hefur verið æ síðan og er fyrirtækið jafnframt eina bílaleiga landsins með vottunina. Hlakka til að sjá erlenda ferðamenn á Kona EV Heiðar J. Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi, er ánægður með samninginn við Bílaleigu Akureyrar sem átt hefur áratugalangt farsælt samstarf við BL um val á bílaleigubílum. „Hyundai Kona EV hefur komið mjög vel út á mörkuðunum. Hann er hástæður og þægilegur í allri umgengni, tæknilega vel búinn og síðast en ekki síst langdrægur. Ég hlakka til að sjá þessa bílaleigubíla í borgarumferðinni og á þjóðvegum landsins þegar við fáum erlenda ferðamenn á ný til landsins. Ég er þess fullviss að viðskiptavinir Bílaleigu Akureyrar verða ánægðir með Kona EV,“ segir Heiðar.
Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent