Nýju Bond-myndinni enn frestað Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 08:47 No Time to Die er 25. í röð Bond-mynda. Frumsýningu á nýju myndinni um njósnara hinnar hátignar James Bond, No Time to Die, hefur enn á ný verið frestað. Aðstandendur myndarinnar tilkynntu í nótt að nýr frumsýningardagur sé 8. október næsta haust. Upphaflega átti að frumsýna þessa 25. mynd um Bond 2. apríl á síðasta ári, en frumsýningunni svo fyrst frestað til nóvember 2020 og svo 2. apríl 2021. Nýjasta dagsetningin er því sem sagt 8. október 2021. No Time to Die var á síðasta ári ein af fyrstu stórmyndum þar sem ákveðið var að fresta frumsýningu vegna heimsfaraldursins. Nýja dagsetning frumsýningar Bond-myndarinnar hefur nú einnig fengið önnur kvikmyndaver til að bregðast við. Þannig hefur Sony nú tilkynnt að frumsýning á nýju Ghostbusters-myndinni frestist frá júní og fram í nóvember. Þá mynd átti upphaflega að frumsýna fyrri hluta árs 2020. No Time to Die skartar Daniel Craig í hlutverki Bond, en þetta ku vera í síðasta sinn sem hann fer með hlutverk njósnarans. Hann hefur áður leikið í Bond-myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre. Meðal annarra sem fara með stór hlutverk í nýju Bond-myndinni eru Rami Malek, Léa Seydoux, Naomie Harris, Jeffrey Wright, Christoph Waltz, Rory Kinnear og Ralph Fiennes. NO TIME TO DIE 8 October 2021Posted by James Bond 007 on Thursday, 21 January 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Upphaflega átti að frumsýna þessa 25. mynd um Bond 2. apríl á síðasta ári, en frumsýningunni svo fyrst frestað til nóvember 2020 og svo 2. apríl 2021. Nýjasta dagsetningin er því sem sagt 8. október 2021. No Time to Die var á síðasta ári ein af fyrstu stórmyndum þar sem ákveðið var að fresta frumsýningu vegna heimsfaraldursins. Nýja dagsetning frumsýningar Bond-myndarinnar hefur nú einnig fengið önnur kvikmyndaver til að bregðast við. Þannig hefur Sony nú tilkynnt að frumsýning á nýju Ghostbusters-myndinni frestist frá júní og fram í nóvember. Þá mynd átti upphaflega að frumsýna fyrri hluta árs 2020. No Time to Die skartar Daniel Craig í hlutverki Bond, en þetta ku vera í síðasta sinn sem hann fer með hlutverk njósnarans. Hann hefur áður leikið í Bond-myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre. Meðal annarra sem fara með stór hlutverk í nýju Bond-myndinni eru Rami Malek, Léa Seydoux, Naomie Harris, Jeffrey Wright, Christoph Waltz, Rory Kinnear og Ralph Fiennes. NO TIME TO DIE 8 October 2021Posted by James Bond 007 on Thursday, 21 January 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein