Nýju Bond-myndinni enn frestað Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 08:47 No Time to Die er 25. í röð Bond-mynda. Frumsýningu á nýju myndinni um njósnara hinnar hátignar James Bond, No Time to Die, hefur enn á ný verið frestað. Aðstandendur myndarinnar tilkynntu í nótt að nýr frumsýningardagur sé 8. október næsta haust. Upphaflega átti að frumsýna þessa 25. mynd um Bond 2. apríl á síðasta ári, en frumsýningunni svo fyrst frestað til nóvember 2020 og svo 2. apríl 2021. Nýjasta dagsetningin er því sem sagt 8. október 2021. No Time to Die var á síðasta ári ein af fyrstu stórmyndum þar sem ákveðið var að fresta frumsýningu vegna heimsfaraldursins. Nýja dagsetning frumsýningar Bond-myndarinnar hefur nú einnig fengið önnur kvikmyndaver til að bregðast við. Þannig hefur Sony nú tilkynnt að frumsýning á nýju Ghostbusters-myndinni frestist frá júní og fram í nóvember. Þá mynd átti upphaflega að frumsýna fyrri hluta árs 2020. No Time to Die skartar Daniel Craig í hlutverki Bond, en þetta ku vera í síðasta sinn sem hann fer með hlutverk njósnarans. Hann hefur áður leikið í Bond-myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre. Meðal annarra sem fara með stór hlutverk í nýju Bond-myndinni eru Rami Malek, Léa Seydoux, Naomie Harris, Jeffrey Wright, Christoph Waltz, Rory Kinnear og Ralph Fiennes. NO TIME TO DIE 8 October 2021Posted by James Bond 007 on Thursday, 21 January 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Upphaflega átti að frumsýna þessa 25. mynd um Bond 2. apríl á síðasta ári, en frumsýningunni svo fyrst frestað til nóvember 2020 og svo 2. apríl 2021. Nýjasta dagsetningin er því sem sagt 8. október 2021. No Time to Die var á síðasta ári ein af fyrstu stórmyndum þar sem ákveðið var að fresta frumsýningu vegna heimsfaraldursins. Nýja dagsetning frumsýningar Bond-myndarinnar hefur nú einnig fengið önnur kvikmyndaver til að bregðast við. Þannig hefur Sony nú tilkynnt að frumsýning á nýju Ghostbusters-myndinni frestist frá júní og fram í nóvember. Þá mynd átti upphaflega að frumsýna fyrri hluta árs 2020. No Time to Die skartar Daniel Craig í hlutverki Bond, en þetta ku vera í síðasta sinn sem hann fer með hlutverk njósnarans. Hann hefur áður leikið í Bond-myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre. Meðal annarra sem fara með stór hlutverk í nýju Bond-myndinni eru Rami Malek, Léa Seydoux, Naomie Harris, Jeffrey Wright, Christoph Waltz, Rory Kinnear og Ralph Fiennes. NO TIME TO DIE 8 October 2021Posted by James Bond 007 on Thursday, 21 January 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein