„Eða komast allir að á föstudögum í klippingu?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. janúar 2021 07:01 Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi og einn eigenda Attentus. Vísir/Vilhelm „Það sem við finnum einna sterkast er að viðhorf stjórnenda skiptir lykilmáli, hvort þeir sýni vilja og stuðning sinn í verki, sýni gott fordæmi, skoði verkefnaval og forgangsröðun í samræmi við styttinguna og séu tilbúnir að treysta starfsmönnum sínum til að skila góðu verki þótt þeir vinni styttri vinnuviku eða nýti sér annan sveigjanleika í starfi. Það sem skiptir þó mestu máli er að lykilstjórnendur sammælist um markmið með breytingunni og trúi á að hún muni skila vinnustaðnum velsæld,“ segir Guðríður Sigurðardóttir hjá Attentus um styttingu vinnuvikunnar. Þá bendir Guðríður á að fólk þurfi að vera vakandi fyrir því hvort sú leið sem vinnustaðurinn velur að fara, sé sú hentugasta og vera tilbúin að endurskoða hana. „Margir starfsmenn hafa sem dæmi verið spenntir fyrir því að hætta fyrr á föstudegi en mun það í raun nýtast þeim til að auka jafnvægi milli vinnu og einkalífs? Gefur það starfsfólki aukið svigrúm að hætta nokkrum mínútum fyrr á hverjum degi, mun fólk hafa tækifæri til að sinna einkaerindum alltaf sama dag vikunnar, væru aðrir dagar betur til þess fallnir?“ spyr Guðríður og bætir við: „Eða komast allir að á föstudögum í klippingu?“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um styttingu vinnuvikunnar. Ráðgjafafyrirtækið Attentus vinnur að mannauðsmálum hjá fjölda fyrirtækja og stofnana, meðal annars sem mannauðstjóri til leigu á um tuttugu vinnustöðum. Guðríður Sigurðardóttir er ráðgjafi og einn eiganda Attentus. Guðríður er með áralanga reynslu af mannauðs- og starfsmannamálum en hún lauk MA gráðu í forystu og breytingastjórnun frá EADA Business School, hefur lokið námi í starfsmannastjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og stjórnendamarkþjálfun frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University. Lausn á hverju? Guðríður segir stjórnendur og starfsmenn vinnustaða víðast hvar vinna saman að tillögum fyrir sína vinnustaði. Í þeirri vinnu er skoðað hvaða leið er líklegust til að ná sem bestum árangri og auka á ánægju starfsfólks. Lítil reynsla er þó komin á styttingu vinnuvikunnar og vinnustaðir því enn að prófa sig áfram. Hætta er á að „skreppið“ svokallaða haldi áfram ef ekki er staldrað við og skoðað hvort rétt leið hafi verið valin eða ef kerfið er of ósveigjanlegt.“ En er stytting vinnutímans lausnin? „Ég spyr á móti lausnin á hverju? Það er mögulega ekki alveg skýrt fyrir öllum hvað stytting vinnuvikunnar á að leysa. Ein rödd sem hefur verið sterk til er að stytting vinnuvikunnar myndi leysa kulnun í vinnuumhverfinu. Ef stytting vinnuvikunnar á að vera lausn á kulnun þá er stutta svarið svarið NEI ! Ekki ein og sér. En hún getur verið leiðandi afl í umræðunni um breytingu á eðli vinnu og mat á árangri sem getur vissulega haft áhrif á kulnun,“ segir Guðríður. Þá bendir Guðríður á að grunnstefið í styttingu vinnuvikunnar sé að bæta lífsgæði og breyta verðmætamati. „En ef þér líður illa í vinnunni þá er það að þú sért nokkrum mínútum styttra í vinnunni á hverjum degi ekki til auka lífsgæði.“ Guðríður segir styttingu vinnuvikunnar hins vegar góða leið til hefja samtalið um hvernig nútíma og framtíðar vinnuumhverfi við viljum hafa og hvað er heilbrigt og árangursríkt vinnuumhverfi. Ef það er ætlunin að sporna við kulnun, þarf fyrst að ná tökum á atriðum eins og yfirvinnu, tölvupósti, hvíld utan vinnutímans og fleira. „Stytting vinnutímans ætti í raun að vera ein birtingarmynd nútímastjórnunar í takt við fjórðu iðnbyltinguna,“ segir Guðríður. Ég er búin að fara marga hringi í viðhorfi mínu, ég er starfsmaður en ég er líka vinnuveitandi og þarf að horfa á þetta verkefni út frá báðum hliðum. Ég er líka ráðgjafi sem sel tíma minn, fyrir mig þýðir styttri vinnudagur færri útseldir tímar sem þýðir minni tekjur og þarna kemur ákveðið verðmætamat inn.“ Guðríður segir styttingu vinnuvikunnar koma misjafnlega við fólk eftir því hvers eðlis starfið er. „En til lengri tíma mun þetta hafa áhrif á hugarfar og breyta viðmiðinu sem við höfum haft.“Vísir/Vilhelm Markmiðin: Eru þau skýr? Að sögn Guðríðar er markmið styttingu vinnuvikunnar þríþætt: Að auka öryggi, heilsu og jafnvægi og það þarf að skoða hvernig sú leið sem vinnustaðurinn velur styður við þessi markmið. Guðríður segir styttri vinnuviku koma misjafnlega við starfsfólk eftir eðli starfa, til dæmis þeir sem eru bundnir af viðveru og þeir sem eru í verkefnamiðaðri vinnu. „En til lengri tíma mun þetta hafa áhrif á hugarfar og breyta viðmiðinu sem við höfum haft.“ Þá segir Guðríður að sums staðar geti stytting vinnuvikunnar valdið ójafnvægi. „Tökum sem dæmi lögreglu og heilbrigðisstarfsmenn þar mun reyna á þennan þátt og mörg álitamál en uppi varðandi vaktavinnufólk. Ef við horfum á skólaumhverfið, ef það er þannig að þú styttir vinnuvikuna en færð ekki að ráða fleiri kennara og gæti það komið niður á heilsu eða öryggi sem dæmi.Þetta eru svo verðmæt markmið en við þurfum að fá tíma til að átta okkur á hvernig við uppfyllum þetta leiðarljós með styttingu vinnuvikunnar, að styttingin sé raun stytting fyrir alla að útfærslan sem vinnustaðir velja sér þjóni þessum markmiðum en verði til dæmis ekki bara aukning á yfirvinnutímum, skapi ójafnvægi innan starfsmannahópsins eða skapi streitu þar sem ekki náðist að breyta verklagi þannig að gerlegt sé fyrir starfsmann að sinna hlutverki sínu á styttri tíma,“ segir Guðríður og bætir við: Ef markmið eru óskýr og mælingar og eftirfylgni ekki nægjanleg er hætta á að það flosni uppúr góðum fyrirætlunum. Til dæmis er ráðlegt að sett sé fram viðverustefna og leiðbeiningar fyrir stjórnendur um eftirfylgni hennar og við gerð viðverustefnu hefur reynst farsælt að fá viðhorf starfsmanna inn í þá vinnu til að vandlega sé hugað að öllum þáttum starfseminnar.“ Guðríður segir menningu á vinnustaðnum mikil áhrif, hvort hún endurspegli skilning á sveigjanleika, hvort árangur sé mældur miðað við afköst og gæði eða í löngum setum við skrifborðið. Þá segir hún fjarvinnu mögulega geta hjálpað til. Ekki aðeins stytti það vinnudaginn að spara ferðir til og frá vinnu, heldur kalli fjarvinna einnig á nýja nálgun á frammistöðumati. „Það reynir á stjórnendur að meta framlag starfsmanna með öðrum hætti en áður.“ Guðríður segir mikilvægt að læra af mistökum og þar skipti hugarfarið máli. „Lífið er bara eins og það er, það munu að koma upp tilfelli þar sem fólk þarf að fara fyrr aðra daga en daginn sem var skilgreindur sem „stutti“ dagurinn ef það hefur verið leiðin sem var valin á viðkomandi vinnustað. Við þurfum að vera auðmjúk fyrir því að það munu koma upp aðstæður og það verða gerð mistök og við þurfum að fá að læra af því og aðlaga útfærsluna í samræmi við þann lærdóm. Allar breytingar eru lærdómsferli og ef þetta á að takast vel þá þurfum við að fara inn í þetta með því hugarfari,“ segir Guðríður. Stjórnun Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þá bendir Guðríður á að fólk þurfi að vera vakandi fyrir því hvort sú leið sem vinnustaðurinn velur að fara, sé sú hentugasta og vera tilbúin að endurskoða hana. „Margir starfsmenn hafa sem dæmi verið spenntir fyrir því að hætta fyrr á föstudegi en mun það í raun nýtast þeim til að auka jafnvægi milli vinnu og einkalífs? Gefur það starfsfólki aukið svigrúm að hætta nokkrum mínútum fyrr á hverjum degi, mun fólk hafa tækifæri til að sinna einkaerindum alltaf sama dag vikunnar, væru aðrir dagar betur til þess fallnir?“ spyr Guðríður og bætir við: „Eða komast allir að á föstudögum í klippingu?“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um styttingu vinnuvikunnar. Ráðgjafafyrirtækið Attentus vinnur að mannauðsmálum hjá fjölda fyrirtækja og stofnana, meðal annars sem mannauðstjóri til leigu á um tuttugu vinnustöðum. Guðríður Sigurðardóttir er ráðgjafi og einn eiganda Attentus. Guðríður er með áralanga reynslu af mannauðs- og starfsmannamálum en hún lauk MA gráðu í forystu og breytingastjórnun frá EADA Business School, hefur lokið námi í starfsmannastjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og stjórnendamarkþjálfun frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University. Lausn á hverju? Guðríður segir stjórnendur og starfsmenn vinnustaða víðast hvar vinna saman að tillögum fyrir sína vinnustaði. Í þeirri vinnu er skoðað hvaða leið er líklegust til að ná sem bestum árangri og auka á ánægju starfsfólks. Lítil reynsla er þó komin á styttingu vinnuvikunnar og vinnustaðir því enn að prófa sig áfram. Hætta er á að „skreppið“ svokallaða haldi áfram ef ekki er staldrað við og skoðað hvort rétt leið hafi verið valin eða ef kerfið er of ósveigjanlegt.“ En er stytting vinnutímans lausnin? „Ég spyr á móti lausnin á hverju? Það er mögulega ekki alveg skýrt fyrir öllum hvað stytting vinnuvikunnar á að leysa. Ein rödd sem hefur verið sterk til er að stytting vinnuvikunnar myndi leysa kulnun í vinnuumhverfinu. Ef stytting vinnuvikunnar á að vera lausn á kulnun þá er stutta svarið svarið NEI ! Ekki ein og sér. En hún getur verið leiðandi afl í umræðunni um breytingu á eðli vinnu og mat á árangri sem getur vissulega haft áhrif á kulnun,“ segir Guðríður. Þá bendir Guðríður á að grunnstefið í styttingu vinnuvikunnar sé að bæta lífsgæði og breyta verðmætamati. „En ef þér líður illa í vinnunni þá er það að þú sért nokkrum mínútum styttra í vinnunni á hverjum degi ekki til auka lífsgæði.“ Guðríður segir styttingu vinnuvikunnar hins vegar góða leið til hefja samtalið um hvernig nútíma og framtíðar vinnuumhverfi við viljum hafa og hvað er heilbrigt og árangursríkt vinnuumhverfi. Ef það er ætlunin að sporna við kulnun, þarf fyrst að ná tökum á atriðum eins og yfirvinnu, tölvupósti, hvíld utan vinnutímans og fleira. „Stytting vinnutímans ætti í raun að vera ein birtingarmynd nútímastjórnunar í takt við fjórðu iðnbyltinguna,“ segir Guðríður. Ég er búin að fara marga hringi í viðhorfi mínu, ég er starfsmaður en ég er líka vinnuveitandi og þarf að horfa á þetta verkefni út frá báðum hliðum. Ég er líka ráðgjafi sem sel tíma minn, fyrir mig þýðir styttri vinnudagur færri útseldir tímar sem þýðir minni tekjur og þarna kemur ákveðið verðmætamat inn.“ Guðríður segir styttingu vinnuvikunnar koma misjafnlega við fólk eftir því hvers eðlis starfið er. „En til lengri tíma mun þetta hafa áhrif á hugarfar og breyta viðmiðinu sem við höfum haft.“Vísir/Vilhelm Markmiðin: Eru þau skýr? Að sögn Guðríðar er markmið styttingu vinnuvikunnar þríþætt: Að auka öryggi, heilsu og jafnvægi og það þarf að skoða hvernig sú leið sem vinnustaðurinn velur styður við þessi markmið. Guðríður segir styttri vinnuviku koma misjafnlega við starfsfólk eftir eðli starfa, til dæmis þeir sem eru bundnir af viðveru og þeir sem eru í verkefnamiðaðri vinnu. „En til lengri tíma mun þetta hafa áhrif á hugarfar og breyta viðmiðinu sem við höfum haft.“ Þá segir Guðríður að sums staðar geti stytting vinnuvikunnar valdið ójafnvægi. „Tökum sem dæmi lögreglu og heilbrigðisstarfsmenn þar mun reyna á þennan þátt og mörg álitamál en uppi varðandi vaktavinnufólk. Ef við horfum á skólaumhverfið, ef það er þannig að þú styttir vinnuvikuna en færð ekki að ráða fleiri kennara og gæti það komið niður á heilsu eða öryggi sem dæmi.Þetta eru svo verðmæt markmið en við þurfum að fá tíma til að átta okkur á hvernig við uppfyllum þetta leiðarljós með styttingu vinnuvikunnar, að styttingin sé raun stytting fyrir alla að útfærslan sem vinnustaðir velja sér þjóni þessum markmiðum en verði til dæmis ekki bara aukning á yfirvinnutímum, skapi ójafnvægi innan starfsmannahópsins eða skapi streitu þar sem ekki náðist að breyta verklagi þannig að gerlegt sé fyrir starfsmann að sinna hlutverki sínu á styttri tíma,“ segir Guðríður og bætir við: Ef markmið eru óskýr og mælingar og eftirfylgni ekki nægjanleg er hætta á að það flosni uppúr góðum fyrirætlunum. Til dæmis er ráðlegt að sett sé fram viðverustefna og leiðbeiningar fyrir stjórnendur um eftirfylgni hennar og við gerð viðverustefnu hefur reynst farsælt að fá viðhorf starfsmanna inn í þá vinnu til að vandlega sé hugað að öllum þáttum starfseminnar.“ Guðríður segir menningu á vinnustaðnum mikil áhrif, hvort hún endurspegli skilning á sveigjanleika, hvort árangur sé mældur miðað við afköst og gæði eða í löngum setum við skrifborðið. Þá segir hún fjarvinnu mögulega geta hjálpað til. Ekki aðeins stytti það vinnudaginn að spara ferðir til og frá vinnu, heldur kalli fjarvinna einnig á nýja nálgun á frammistöðumati. „Það reynir á stjórnendur að meta framlag starfsmanna með öðrum hætti en áður.“ Guðríður segir mikilvægt að læra af mistökum og þar skipti hugarfarið máli. „Lífið er bara eins og það er, það munu að koma upp tilfelli þar sem fólk þarf að fara fyrr aðra daga en daginn sem var skilgreindur sem „stutti“ dagurinn ef það hefur verið leiðin sem var valin á viðkomandi vinnustað. Við þurfum að vera auðmjúk fyrir því að það munu koma upp aðstæður og það verða gerð mistök og við þurfum að fá að læra af því og aðlaga útfærsluna í samræmi við þann lærdóm. Allar breytingar eru lærdómsferli og ef þetta á að takast vel þá þurfum við að fara inn í þetta með því hugarfari,“ segir Guðríður.
Stjórnun Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15