Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2021 06:31 Nikolaj Jacobsen er þjálfari heimsmeistara Dana. Jan Christensen/Getty Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. Kórónuveiran og áhrif hennar hafa verið mikið til umræðu í Egyptalandi. Mörg félög hafa verið gagnrýnd fyrir að fara ekki eftir reglum og önnur félög hafa kvartað yfir því að mótshaldarar og IHF séu ekki með allt sitt upp á tíu. Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er ekkert sérstaklega hrifinn af því hvernig umgengnin væri á hóteli Dana. Þeir gista ekki á sama hóteli og íslenska liðið. Það danska gistir á Hotel Marriott í Kairó. „Það eru reglulega brotnar reglur af öðrum liðum, já. Svo lengi sem við höldum okkur upp á okkar hæð þá finnst okkur við vera nokkuð öruggir. Það er verra þegar maður byrjar að hreyfa sig um hótelið,“ sagði Nikolaj. Er hann var beðinn um að fara nánar út í hvað væri að svaraði hann: „Ég held að það séu nokkur lið sem hafa ekki fengið nægilega margar grímur,“ sagði hann og hló. „Það eru heldur ekki öll lið sem hafa lesið reglurnar um fjarlægðartakmörk, þegar maður er í morgunmat. Það eru líklega einhverjir sem hafa lesið tíu sentímetrar og einhverjir meter.“ Corona-problemerne fortsætter i Kairo. Nikolaj Jacobsen bliver 'irriteret' og 'lidt utryg', når han går rundt i VM-boblen. Og så fortæller han, at flere af de andre landshold ikke overholder reglerne. Mere her: https://t.co/VPagNRot3J #hndbld #Egypt2021 #Handball— Søren Paaske (@spaaske) January 16, 2021 Hann segir þó að það séu einhverjar jákvæðar fréttir af hótelinu. „Við höfum það gott á fimmtu hæðinni. Við erum með frábært fundarherbergi og annað herbergi þar sem leikmennirnir geta verið saman. Síðan eru herbergin góð og ef við gætum bara verið hérna uppi, þá væri það mjög fínt.“ „En þegar maður fer og labbar um hótelið verður maður pirraður og órólegur og það er ástæðan fyrir því að við höfum sagt að við reynum að vera sem mest á hæðinni hjá okkur. Mínar stærstu áhyggjur eru í matsalnum,“ sagði ríkjandi heimsmeistarinn. Danir hafa titil að verja en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum í Egyptalandi. Þeir eru taldir einna líklegastir til þess að vinna mótið. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira
Kórónuveiran og áhrif hennar hafa verið mikið til umræðu í Egyptalandi. Mörg félög hafa verið gagnrýnd fyrir að fara ekki eftir reglum og önnur félög hafa kvartað yfir því að mótshaldarar og IHF séu ekki með allt sitt upp á tíu. Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er ekkert sérstaklega hrifinn af því hvernig umgengnin væri á hóteli Dana. Þeir gista ekki á sama hóteli og íslenska liðið. Það danska gistir á Hotel Marriott í Kairó. „Það eru reglulega brotnar reglur af öðrum liðum, já. Svo lengi sem við höldum okkur upp á okkar hæð þá finnst okkur við vera nokkuð öruggir. Það er verra þegar maður byrjar að hreyfa sig um hótelið,“ sagði Nikolaj. Er hann var beðinn um að fara nánar út í hvað væri að svaraði hann: „Ég held að það séu nokkur lið sem hafa ekki fengið nægilega margar grímur,“ sagði hann og hló. „Það eru heldur ekki öll lið sem hafa lesið reglurnar um fjarlægðartakmörk, þegar maður er í morgunmat. Það eru líklega einhverjir sem hafa lesið tíu sentímetrar og einhverjir meter.“ Corona-problemerne fortsætter i Kairo. Nikolaj Jacobsen bliver 'irriteret' og 'lidt utryg', når han går rundt i VM-boblen. Og så fortæller han, at flere af de andre landshold ikke overholder reglerne. Mere her: https://t.co/VPagNRot3J #hndbld #Egypt2021 #Handball— Søren Paaske (@spaaske) January 16, 2021 Hann segir þó að það séu einhverjar jákvæðar fréttir af hótelinu. „Við höfum það gott á fimmtu hæðinni. Við erum með frábært fundarherbergi og annað herbergi þar sem leikmennirnir geta verið saman. Síðan eru herbergin góð og ef við gætum bara verið hérna uppi, þá væri það mjög fínt.“ „En þegar maður fer og labbar um hótelið verður maður pirraður og órólegur og það er ástæðan fyrir því að við höfum sagt að við reynum að vera sem mest á hæðinni hjá okkur. Mínar stærstu áhyggjur eru í matsalnum,“ sagði ríkjandi heimsmeistarinn. Danir hafa titil að verja en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum í Egyptalandi. Þeir eru taldir einna líklegastir til þess að vinna mótið.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira
Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00
Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00