„Hann kveikir í öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 11:01 Elliði Snær Viðarsson kemur boltanum í mark Portúgals í sigrinum góða á sunnudaginn. Vísir/Hulda Margrét Innkoma línumannsins Elliða Snæs Viðarssonar vakti athygli á Ásvöllum í hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið, í stórsigrinum gegn Portúgal í undankeppni EM. Elliði er í 20 manna landsliðshópnum sem mættur er á HM í Egyptalandi þar sem Ísland hefur leik á morgun. „Hann skilaði sínu á báðum endum. Er hann ekki ákveðinn jóker inn í þetta lið?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld. Þjálfarinn Einar Andri Einarsson tók við boltanum: „Elliði er stórkostlegur. Ég var svo heppinn að hafa hann hjá mér í U21-landsliðinu þar sem hann spilaði einmitt þennan varnarleik. Þessi drengur er ótrúlegur karakter. Hann kveikir í öllu, hvar sem hann er, leggur sig allan fram og er líka bara að verða frábær leikmaður. Hann skipti um lið í lok sumars, fór óvænt til Guðjóns Vals hjá Gummersbach, og er búinn að standa sig frábærlega þar. Skora mikið af mörkum. Hann er aukavarnarmaður, gæi sem kveikir neista, gleði og stemningu, og er bara frábær,“ sagði Einar Andri. Frábært að hafa sem flesta Eyjamenn Ágúst Jóhannsson er ekki síður spenntur fyrir Eyjamanninum en benti á að nú væri hann mættur á sitt fyrsta stórmót, stærra svið en hann hefði nokkru sinni spilað á: „Hann kom virkilega öflugur inn í þetta gegn Portúgal og ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik. Svo er þetta Eyjamaður og lætin og orkan í þessum mönnum er bara á einhverju öðru „leveli“. Það er bara frábært að hafa sem flesta Eyjamenn í þessu. Þetta er mjög spennandi leikmaður og hann á klárlega eftir að fá sénsinn þarna úti. En þetta er svolítið annað þegar þú ert mættur á hitt sviðið, en ég hef fulla trú á þessum strák. Hann mun klárlega fá einhver tækifæri og nýta þau vel,“ sagði Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Elliða Snæ HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir (Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira
„Hann skilaði sínu á báðum endum. Er hann ekki ákveðinn jóker inn í þetta lið?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld. Þjálfarinn Einar Andri Einarsson tók við boltanum: „Elliði er stórkostlegur. Ég var svo heppinn að hafa hann hjá mér í U21-landsliðinu þar sem hann spilaði einmitt þennan varnarleik. Þessi drengur er ótrúlegur karakter. Hann kveikir í öllu, hvar sem hann er, leggur sig allan fram og er líka bara að verða frábær leikmaður. Hann skipti um lið í lok sumars, fór óvænt til Guðjóns Vals hjá Gummersbach, og er búinn að standa sig frábærlega þar. Skora mikið af mörkum. Hann er aukavarnarmaður, gæi sem kveikir neista, gleði og stemningu, og er bara frábær,“ sagði Einar Andri. Frábært að hafa sem flesta Eyjamenn Ágúst Jóhannsson er ekki síður spenntur fyrir Eyjamanninum en benti á að nú væri hann mættur á sitt fyrsta stórmót, stærra svið en hann hefði nokkru sinni spilað á: „Hann kom virkilega öflugur inn í þetta gegn Portúgal og ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik. Svo er þetta Eyjamaður og lætin og orkan í þessum mönnum er bara á einhverju öðru „leveli“. Það er bara frábært að hafa sem flesta Eyjamenn í þessu. Þetta er mjög spennandi leikmaður og hann á klárlega eftir að fá sénsinn þarna úti. En þetta er svolítið annað þegar þú ert mættur á hitt sviðið, en ég hef fulla trú á þessum strák. Hann mun klárlega fá einhver tækifæri og nýta þau vel,“ sagði Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Elliða Snæ
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir (Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira
(Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01
Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48