„Hann er fyrirbæri, þessi gaur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 12:51 Elvar Örn Jónsson verður í stóru hlutverki hjá Íslandi á HM þar sem fyrsti leikur er við Portúgal á fimmtudagskvöld. vísir/Hulda Margrét „Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi. Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira