Dagur Sigurðsson mætti með liðið sitt langt á undan öllum öðrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 11:01 Dagur Sigurðsson í hópi landsliðsmanna Japans. Getty/Bernd Settnik Strákarnir okkar eru komnir til Egyptalands en það eru bara rétt rúmir tveir sólarhringar í fyrsta leik íslenska liðsins á HM í handbolta. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans hjá japanska landsliðinu voru langfyrstir til Egyptalands þar sem heimsmeistaramótið í handbolta hefst annað kvöld. Íslenska landsliðið ferðaðist í gær og var eitt af fimm landsliðum sem mættu til Egyptalands í gær. Íslensku strákarnir flugu til Kaupmannahafnar um morguninn og þaðan til Egyptalands seinni partinn. Argentínumenn voru fyrsta liðið til að mæta í gær en seinna um daginn bættust Ísland, Portúgal, Hvíta Rússland og Kóngó í hópinn. # JAPAN @Egypt2021En 13 # # #handballjp #Egypt2021 pic.twitter.com/dbIYdreTYa— (@JHA_national) January 4, 2021 Það taka 32 þjóðir þátt í HM að þessu sinni og því verður nóg að gera á flugvellinum í Kaíró næstu daga. Dagur Sigurðsson vildi mæta mjög snemma með liðið sitt til Egyptalands og var japanski hópurinn mættur 3. janúar síðastliðinn eða meira en viku á undan öðrum þjóðum. Japanir náðu meðal annars að spila tvo æfingaleiki á móti heimamönnum í egypska landsliðinu og nýttu því aukatímann vel. Japanar eru í riðli með Króatíu, Katar og Angóla. Fyrsti leikur Japana er samt ekki fyrr en á föstudaginn þegar þeir mæta Króötum. Íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á móti Portúgal daginn áður. Japan were the first team to arrive in Egypt for the 27th IHF Men's World Championship! Read more about their first...Posted by International Handball Federation - IHF on Mánudagur, 11. janúar 2021 HM 2021 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans hjá japanska landsliðinu voru langfyrstir til Egyptalands þar sem heimsmeistaramótið í handbolta hefst annað kvöld. Íslenska landsliðið ferðaðist í gær og var eitt af fimm landsliðum sem mættu til Egyptalands í gær. Íslensku strákarnir flugu til Kaupmannahafnar um morguninn og þaðan til Egyptalands seinni partinn. Argentínumenn voru fyrsta liðið til að mæta í gær en seinna um daginn bættust Ísland, Portúgal, Hvíta Rússland og Kóngó í hópinn. # JAPAN @Egypt2021En 13 # # #handballjp #Egypt2021 pic.twitter.com/dbIYdreTYa— (@JHA_national) January 4, 2021 Það taka 32 þjóðir þátt í HM að þessu sinni og því verður nóg að gera á flugvellinum í Kaíró næstu daga. Dagur Sigurðsson vildi mæta mjög snemma með liðið sitt til Egyptalands og var japanski hópurinn mættur 3. janúar síðastliðinn eða meira en viku á undan öðrum þjóðum. Japanir náðu meðal annars að spila tvo æfingaleiki á móti heimamönnum í egypska landsliðinu og nýttu því aukatímann vel. Japanar eru í riðli með Króatíu, Katar og Angóla. Fyrsti leikur Japana er samt ekki fyrr en á föstudaginn þegar þeir mæta Króötum. Íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á móti Portúgal daginn áður. Japan were the first team to arrive in Egypt for the 27th IHF Men's World Championship! Read more about their first...Posted by International Handball Federation - IHF on Mánudagur, 11. janúar 2021
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni