Alfreð vill að málið gleymist en Wolff hélt áfram að skjóta á þríeykið Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 14:01 Andreas Wolff átti skínandi leik gegn Austurríki í gær. Getty/Marius Becker Umræðan um þýska landsliðið í handbolta hefur snúist um eitthvað annað en þjálfarinn Alfreð Gíslason hefði kosið, nú þegar heimsmeistaramótið fer að hefjast í Egyptalandi. Markvörðurinn Andreas Wolff ber ábyrgð á því. Þrír reynsluboltar þýska landsliðsins og leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara Kiel ákváðu að gefa ekki kost á sér á HM, af fjölskylduástæðum. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Wolff, sem nú er leikmaður Kielce í Póllandi, gagnrýndi þessa fyrrverandi liðsfélaga sína í hlaðvarpsþætti á dögunum og sagði undarlegt að fjölskyldumenn úr öðrum landsliðum gætu spilað á HM en ekki þessir þrír. „Ég skil alveg að leikmenn geti haft áhyggjur af heilsunni á þessum tímum. En þeir geta ferðast um og spilað í Meistaradeild Evrópu en ekki á HM þar sem sóttvarnareglurnar eru enn strangari. Það er ég mjög gagnrýninn á. Og ég sé heldur ekki að leikmenn annarra þjóða ætli að vera heima,“ sagði Wolff í þættinum sem fór í loftið í síðustu viku. Alfreð var spurður út í ummælin og var ekki hrifinn: „Ég vona að þetta mál verði gleymt og grafið. Þetta truflar undirbúninginn okkar,“ sagði Alfreð sem þá átti þó eftir að sjá sína menn vinna Austurríki 34-20 í síðasta leiknum fyrir HM, í leik í undankeppni EM í gær. Wolff átti þar skínandi leik að mati Alfreðs. „Fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með“ Alfreð varð ekki að ósk sinni því í dag birtist viðtal við Wolff í Kicker þar sem fjarvera þríeykisins var enn til umræðu. „Þegar maður sér aðrar þjóðir mæta með fullskipað lið og að hjá þeim eru engir sem ekki gefa kost á sér, þá gæti maður í kaldhæðni sagt að aðrir leikmenn séu betri í að skipuleggja fjarveru sína,“ sagði Wolff. „Ég er ekki fjölskyldumaður sjálfur og get ekki sett mig í þau spor, en fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með á mótinu,“ sagði Wolff. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16 Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Þrír reynsluboltar þýska landsliðsins og leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara Kiel ákváðu að gefa ekki kost á sér á HM, af fjölskylduástæðum. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Wolff, sem nú er leikmaður Kielce í Póllandi, gagnrýndi þessa fyrrverandi liðsfélaga sína í hlaðvarpsþætti á dögunum og sagði undarlegt að fjölskyldumenn úr öðrum landsliðum gætu spilað á HM en ekki þessir þrír. „Ég skil alveg að leikmenn geti haft áhyggjur af heilsunni á þessum tímum. En þeir geta ferðast um og spilað í Meistaradeild Evrópu en ekki á HM þar sem sóttvarnareglurnar eru enn strangari. Það er ég mjög gagnrýninn á. Og ég sé heldur ekki að leikmenn annarra þjóða ætli að vera heima,“ sagði Wolff í þættinum sem fór í loftið í síðustu viku. Alfreð var spurður út í ummælin og var ekki hrifinn: „Ég vona að þetta mál verði gleymt og grafið. Þetta truflar undirbúninginn okkar,“ sagði Alfreð sem þá átti þó eftir að sjá sína menn vinna Austurríki 34-20 í síðasta leiknum fyrir HM, í leik í undankeppni EM í gær. Wolff átti þar skínandi leik að mati Alfreðs. „Fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með“ Alfreð varð ekki að ósk sinni því í dag birtist viðtal við Wolff í Kicker þar sem fjarvera þríeykisins var enn til umræðu. „Þegar maður sér aðrar þjóðir mæta með fullskipað lið og að hjá þeim eru engir sem ekki gefa kost á sér, þá gæti maður í kaldhæðni sagt að aðrir leikmenn séu betri í að skipuleggja fjarveru sína,“ sagði Wolff. „Ég er ekki fjölskyldumaður sjálfur og get ekki sett mig í þau spor, en fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með á mótinu,“ sagði Wolff.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16 Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16
Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni